Innlent

Þurftu að yfir­buga ógnandi öku­mann sem sagðist smitaður af kórónu­veirunni

Sylvía Hall skrifar
Lögregla hafði í nógu að snúast í dag.
Lögregla hafði í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm

Lögregla stöðvaði ökumann í Hafnarfirði klukkan 15:30 í dag vegna gruns um ölvunarakstur. Ökumaðurinn sagðist vera með kórónuveirusmit og hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu. Þurftu lögreglumenn að yfirbuga viðkomandi með piparúða eftir að hann veittist að lögreglu.

Þá hefur verið töluvert um tilkynningar vegna hugsanlegra brota á sóttvörnum víða um höfuðborgarsvæðið að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. 

Annar ökumaður var stöðvaður eftir hádegi í dag, grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna í miðborg Reykjavíkur. Maðurinn reyndist ekki vera með gild ökuréttindi eftir uppflettingu. 

Einn var handtekinn í Hlíðahverfi um klukkan 15 í dag fyrir brot á áfengislögum. Hann hafði sýnt af sér ógnandi hegðun gagnvart vegfarendum. Þá var annar handtekinn í miðborginni á sjötta tímanum vegna líkamsárásar og er málið í rannsókn. 

Umferðarslys varð í Hafnarfirði um hádegisbil í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um minniháttar meiðsl að ræða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×