Íslendingar í Vín segja ástandið hrikalegt Sylvía Hall og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 2. nóvember 2020 21:46 Íslendingar í borginni segja stöðuna átakanlega. Aðsendar/EPA Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. Innanríkisráðherra landsins segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Ekki er ljóst hversu margir eru látnir en lögregla hefur staðfest að minnsta kosti eitt andlát. Þá eru fleiri særðir eftir árásirnar. Íslendingur í borginni segir aðgerðir lögreglu greinilegar á svæðinu. Almenningssamgöngum hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig innandyra að mestu. „Þetta er alveg hrikalegt. Ég er smá skelkuð. Ég heyri alveg í lögreglunni og öllu, þetta er svo nálægt mér,“ segir háskólaneminn Jovana Pavlović í samtali við Vísi. Jovana stundar meistaranám við Háskólann í Vín. „En ég veit ekkert mikið meira en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Ég ætla bara að halda mig innanhúss og er smá skelkuð. Þetta er rosalega óþægilegt.“ Var á lestarstöðinni fyrr í kvöd Marta Kristín Friðriksdóttir, sem einnig er búsett í Vín, segist líka hafa orðið vör við sírenulæti. „Ég og kærasti minn erum örugg heima, við búum sem betur fer ekki alveg í miðbænum. Við heyrum mjög reglulega í sírenum þjóta framhjá. Okkur hefur verið ráðlagt að halda okkur heima og alls ekki vera úti á götu og það er það sem við ætlum að gera,“ segir Marta í skriflegu svari til Vísis. „Mér finnst líka ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég var sjálf á þessari lestarstöð (Schwedenplatz) fyrr í kvöld en var sem betur fer komin heim þegar árásin hófst. Ég hef búið í Vín í 3 ár og alltaf upplifað mig mjög örugga og vona að borgin jafni sig fljótt á þessari árás,“ bætir hún við. Lögregla greindi frá því í kvöld að einn árásarmaður hefði verið felldur af lögreglu. Þá væri að minnsta kosti einn látinn og nokkrir slasaðir, þar af einn lögreglumaður. CONFIRMED at the moment:*08:00 pm: several shots fired, beginning at Seitenstettengasse *several suspects armed with rifles*six different shooting locations* one deceaced person, several injured (1 officer included)*1 suspect shot and killed by police officers #0211w— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 2, 2020 Austurríki Íslendingar erlendis Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. Innanríkisráðherra landsins segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Ekki er ljóst hversu margir eru látnir en lögregla hefur staðfest að minnsta kosti eitt andlát. Þá eru fleiri særðir eftir árásirnar. Íslendingur í borginni segir aðgerðir lögreglu greinilegar á svæðinu. Almenningssamgöngum hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig innandyra að mestu. „Þetta er alveg hrikalegt. Ég er smá skelkuð. Ég heyri alveg í lögreglunni og öllu, þetta er svo nálægt mér,“ segir háskólaneminn Jovana Pavlović í samtali við Vísi. Jovana stundar meistaranám við Háskólann í Vín. „En ég veit ekkert mikið meira en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Ég ætla bara að halda mig innanhúss og er smá skelkuð. Þetta er rosalega óþægilegt.“ Var á lestarstöðinni fyrr í kvöd Marta Kristín Friðriksdóttir, sem einnig er búsett í Vín, segist líka hafa orðið vör við sírenulæti. „Ég og kærasti minn erum örugg heima, við búum sem betur fer ekki alveg í miðbænum. Við heyrum mjög reglulega í sírenum þjóta framhjá. Okkur hefur verið ráðlagt að halda okkur heima og alls ekki vera úti á götu og það er það sem við ætlum að gera,“ segir Marta í skriflegu svari til Vísis. „Mér finnst líka ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég var sjálf á þessari lestarstöð (Schwedenplatz) fyrr í kvöld en var sem betur fer komin heim þegar árásin hófst. Ég hef búið í Vín í 3 ár og alltaf upplifað mig mjög örugga og vona að borgin jafni sig fljótt á þessari árás,“ bætir hún við. Lögregla greindi frá því í kvöld að einn árásarmaður hefði verið felldur af lögreglu. Þá væri að minnsta kosti einn látinn og nokkrir slasaðir, þar af einn lögreglumaður. CONFIRMED at the moment:*08:00 pm: several shots fired, beginning at Seitenstettengasse *several suspects armed with rifles*six different shooting locations* one deceaced person, several injured (1 officer included)*1 suspect shot and killed by police officers #0211w— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 2, 2020
Austurríki Íslendingar erlendis Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07