Vaktin: Joe Biden 46. forseti Bandaríkjanna Ritstjórn skrifar 7. nóvember 2020 09:00 Donald Trump og Joe Biden keppa um forseteaembætti Bandaríkjanna. Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 290 kjörmenn samvæmt AP. 270 þarf til að sigra kosningarnar. Biden ávarpaði bandarísku þjóðina klukkan átta að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. AP hefur einnig lýst Biden sem sigurvegara í Nevada. Frambjóðendurnir eru með nánast jafnmörg atkvæði í Georgíu en Trump er atkvæðameiri í Norður-Karólínu, en í þessum tveimur ríkjum hafa fjölmiðlar ekki treyst sér að gefa út hver muni sigra. Útlit er fyrir endurtalningu í Georgíu þar sem munurinn á Trump og Biden virðist ætla að vera innan við 0,5 stig. Vísir fylgist grannt með gangi mála vestanhafs og greinir frá öllu því markverðasta um leið og það gerist í Kosningavakt Vísis hér neðst í fréttinni. Síðustu daga hefur Vísir tekið saman umfangsmiklar samantekir í tengslum við kosningarnar, hér eru þær helstu: Svona gæti Trump unnið Þetta er á kjörseðlinum í Bandaríkjunum Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Stærstu hneykslismál Trump Hér má fylgjast með úrslitunum í hverju ríki fyrir sig á gagnvirku korti. Tölurnar koma frá AP-fréttastofunni sem hefur þegar lýst Joe Biden sigurvegara í Arizona. Ekki hafa allir bandarískir fjölmiðlar gert það og er því nokkuð misræmi í því hversu marga kjörmenn Biden er sagður hafa tryggt sér frá einum miðli til annars. Hér fyrir neðan má sjá sérstaka Kosningavakt Vísis þar sem hægt er að fá allt það helsta sem er að gerast í tengslum við forsetakosningarnar beint í æð. Þá mun Vísir einnig hafa annað augað á samfélagsmiðlunum og fylgjast með umræðunni um þessar æsispennandi og tvísýnu kosningar.
Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 290 kjörmenn samvæmt AP. 270 þarf til að sigra kosningarnar. Biden ávarpaði bandarísku þjóðina klukkan átta að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. AP hefur einnig lýst Biden sem sigurvegara í Nevada. Frambjóðendurnir eru með nánast jafnmörg atkvæði í Georgíu en Trump er atkvæðameiri í Norður-Karólínu, en í þessum tveimur ríkjum hafa fjölmiðlar ekki treyst sér að gefa út hver muni sigra. Útlit er fyrir endurtalningu í Georgíu þar sem munurinn á Trump og Biden virðist ætla að vera innan við 0,5 stig. Vísir fylgist grannt með gangi mála vestanhafs og greinir frá öllu því markverðasta um leið og það gerist í Kosningavakt Vísis hér neðst í fréttinni. Síðustu daga hefur Vísir tekið saman umfangsmiklar samantekir í tengslum við kosningarnar, hér eru þær helstu: Svona gæti Trump unnið Þetta er á kjörseðlinum í Bandaríkjunum Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Stærstu hneykslismál Trump Hér má fylgjast með úrslitunum í hverju ríki fyrir sig á gagnvirku korti. Tölurnar koma frá AP-fréttastofunni sem hefur þegar lýst Joe Biden sigurvegara í Arizona. Ekki hafa allir bandarískir fjölmiðlar gert það og er því nokkuð misræmi í því hversu marga kjörmenn Biden er sagður hafa tryggt sér frá einum miðli til annars. Hér fyrir neðan má sjá sérstaka Kosningavakt Vísis þar sem hægt er að fá allt það helsta sem er að gerast í tengslum við forsetakosningarnar beint í æð. Þá mun Vísir einnig hafa annað augað á samfélagsmiðlunum og fylgjast með umræðunni um þessar æsispennandi og tvísýnu kosningar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira