Vaktin: Joe Biden 46. forseti Bandaríkjanna Ritstjórn skrifar 7. nóvember 2020 09:00 Donald Trump og Joe Biden keppa um forseteaembætti Bandaríkjanna. Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 290 kjörmenn samvæmt AP. 270 þarf til að sigra kosningarnar. Biden ávarpaði bandarísku þjóðina klukkan átta að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. AP hefur einnig lýst Biden sem sigurvegara í Nevada. Frambjóðendurnir eru með nánast jafnmörg atkvæði í Georgíu en Trump er atkvæðameiri í Norður-Karólínu, en í þessum tveimur ríkjum hafa fjölmiðlar ekki treyst sér að gefa út hver muni sigra. Útlit er fyrir endurtalningu í Georgíu þar sem munurinn á Trump og Biden virðist ætla að vera innan við 0,5 stig. Vísir fylgist grannt með gangi mála vestanhafs og greinir frá öllu því markverðasta um leið og það gerist í Kosningavakt Vísis hér neðst í fréttinni. Síðustu daga hefur Vísir tekið saman umfangsmiklar samantekir í tengslum við kosningarnar, hér eru þær helstu: Svona gæti Trump unnið Þetta er á kjörseðlinum í Bandaríkjunum Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Stærstu hneykslismál Trump Hér má fylgjast með úrslitunum í hverju ríki fyrir sig á gagnvirku korti. Tölurnar koma frá AP-fréttastofunni sem hefur þegar lýst Joe Biden sigurvegara í Arizona. Ekki hafa allir bandarískir fjölmiðlar gert það og er því nokkuð misræmi í því hversu marga kjörmenn Biden er sagður hafa tryggt sér frá einum miðli til annars. Hér fyrir neðan má sjá sérstaka Kosningavakt Vísis þar sem hægt er að fá allt það helsta sem er að gerast í tengslum við forsetakosningarnar beint í æð. Þá mun Vísir einnig hafa annað augað á samfélagsmiðlunum og fylgjast með umræðunni um þessar æsispennandi og tvísýnu kosningar.
Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 290 kjörmenn samvæmt AP. 270 þarf til að sigra kosningarnar. Biden ávarpaði bandarísku þjóðina klukkan átta að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. AP hefur einnig lýst Biden sem sigurvegara í Nevada. Frambjóðendurnir eru með nánast jafnmörg atkvæði í Georgíu en Trump er atkvæðameiri í Norður-Karólínu, en í þessum tveimur ríkjum hafa fjölmiðlar ekki treyst sér að gefa út hver muni sigra. Útlit er fyrir endurtalningu í Georgíu þar sem munurinn á Trump og Biden virðist ætla að vera innan við 0,5 stig. Vísir fylgist grannt með gangi mála vestanhafs og greinir frá öllu því markverðasta um leið og það gerist í Kosningavakt Vísis hér neðst í fréttinni. Síðustu daga hefur Vísir tekið saman umfangsmiklar samantekir í tengslum við kosningarnar, hér eru þær helstu: Svona gæti Trump unnið Þetta er á kjörseðlinum í Bandaríkjunum Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Stærstu hneykslismál Trump Hér má fylgjast með úrslitunum í hverju ríki fyrir sig á gagnvirku korti. Tölurnar koma frá AP-fréttastofunni sem hefur þegar lýst Joe Biden sigurvegara í Arizona. Ekki hafa allir bandarískir fjölmiðlar gert það og er því nokkuð misræmi í því hversu marga kjörmenn Biden er sagður hafa tryggt sér frá einum miðli til annars. Hér fyrir neðan má sjá sérstaka Kosningavakt Vísis þar sem hægt er að fá allt það helsta sem er að gerast í tengslum við forsetakosningarnar beint í æð. Þá mun Vísir einnig hafa annað augað á samfélagsmiðlunum og fylgjast með umræðunni um þessar æsispennandi og tvísýnu kosningar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur úr embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira