Á leiðinni frá Kyoto til Parísar Guðmundur Sigbergsson skrifar 3. nóvember 2020 14:30 Árið 2018 komu fyrst fram yfirlýsingar stjórnvalda um kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Í uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir 2018-2030 er ekki aðeins gert ráð fyrir að skuldbindandi markmiðum Íslands verði náð heldur stefnt að enn betri árangri. Samhliða þessum áformum stjórnvalda hefur farið mun meira fyrir yfirlýsingum fyrirtækja um samfélagsábyrgð og mörg hver sett sér stefnur í loftslagsmálum. Mörg fyrirtæki halda metnaðarfullt kolefnisbókhald og segjast jafna sína losun, sum hver fullyrða jafnvel um kolefnishlutleysi. Yfirlýsingar stjórnvalda um verulegar aðgerðir í loftslagsmálum og kolefnishlutleysi eru ekki nýjar af nálinni. Á árunum fyrir síðara tímabil Kyoto-bókunarinnar sem klárast núna um áramótin voru settar sambærilegar yfirlýsingar. Í nýlegu áliti Loftslagsráðs dags. 26. október er bent á veikleika í framkvæmd kolefnisjöfnunar hér á landi sem munu ef ekki er gripið til aðgerða strax geta leitt til að árangur eigi eftir að láta á sér standa. Í þessu ljósi er áhugavert að líta yfir farinn veg og meta árangurinn sem náðst hefur hingað til í málaflokknum. Hvað höfum við gert? Ísland hefur verið aðili að Kyoto bókuninni sem var fullgilt árið 2005 og gildir út árið 2020. Í stórum dráttum felur hún í sér skuldbindingu aðildarríkja (iðnríkja) að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka hnattræna hlýnun. Á fyrra tímabili bókunarinnar fól skuldbinding Íslands reyndar í sér heimild til aukningar á losun með sérákvæði en Ísland var þegar á botninn er hvolft með níunda lélegasta árangurinn þrátt fyrir að mega auka losun en ekki draga úr. Skuldbindingar Íslands á síðara tímabilinu, sem lýkur um áramótin, eru að ná fram 20% samdrætti í losun frá árinu 1990 sem var verulega metnaðarfullt með hliðsjón af fyrri árangri. Í því sambandi voru Íslandi úthlutaðar 15,3 m t/CO2-e losunarheimildir en í lok árs 2018 hafði Ísland notað 96% af úthlutuðum heimildum þrátt fyrir að enn væru tvö ár eftir. Þannig þarf að í raun að taka yfirdrátt fyrir losun áranna 2019 og 2020. Hafa ber í huga að hér ekki er tekið tillit til stóriðju og flugs sem fellur undir ETS [1]. En hvað þýðir þetta? Losun sem er á beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda nam tæplega 3 milljónum tonna af CO2-e árið 2018 og hefur haldist kringum það magn frá 2005 en talsverð aukning var á uppgangsárunum fyrir hrun sem minnkaði svo fljótt eftir hrun. Ef gert er ráð fyrir að á árunum 2019 og 2020 hafi losun staðið í stað[2] og að teknu tilliti til mótvægisaðgerða, sem hægt er að taka tillit til, hljóðar reikningurinn upp á skuld upp á 4,1 m t af CO2-e, sem var tekin á yfirdrætti. Þessi yfirdráttur er svo á gjalddaga í lok árs 2022. Niðurstaðan verður líklega að Ísland þarf að kaupa losunarheimildir í stórum stíl til að borga upp yfirdráttinn. Það sem verra er, að í stað þess að ná fram 20% samdrætti í losun, eins og Ísland skuldbatt sig til að ná, verður niðurstaðan líklega um 20% aukning losunar frá 1990. Og kostar hvað mikið? Verð á losunarheimildum hefur farið hækkandi frá 2018 þegar verðið stóð í 8 EUR/tonn en fór hæst í rúmlega 30 EUR/tonn í september s.l. og stendur nú í rúmlega 23 EUR/tonn. Allt bendir hins vegar til þess að verð muni hækka fram að skuldadögum ef litið er til aðgerða Evrópu í loftslagsmálum og svo spákaupmennsku með losunarheimildir sem hefur aukist talsvert. Reikningurinn stendur í dag í tæplega 16 mö.kr. eða um 0,5% af landsframleiðslu (2019) og 2% af gjaldeyrisforða Seðlabankans (2019). Ef við setjum þetta í samhengi við fjármögnun aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum er fyrirhugað að um 45 ma.kr. verði ráðstafað á árunum 2020 – 2024 í málaflokkinn. Skuld Íslands stendur þannig í um 33% af heildarfjármögnun aðgerða fyrir árin 2020 – 2024. Árangurinn ber þess merki að ekki var gripið til harðari aðgerða fyrr til að draga úr losun samfara gríðarlegum hagvexti síðustu ára. Stjórnvöld þurfa nú eftir fremsta megni að fylgjast með kauptækifærum á losunarheimildum sem gætu verið til staðar t.d. núna, þannig að kostnaði verði haldið í lágmarki. Hins vegar er því miður ekki að finna umfjöllun um fyrirætlanir stjórnvalda um kaup á losunarheimildum í fjárlagafrumvarpi 2021. En hvað er framundan Það er mikilvægt að halda utan um söguna og árangur Íslands í loftslagsmálum hingað til því í byrjun næsta árs hefst Parísartímabilið. Parísarsamningurinn er ólíkur Kyoto bókuninn að mörgu leyti. Í fyrsta lagi hafa nánast öll lönd skrifað undir samninginn og lögfest, þar á meðal Kína sem er það land sem losar mest af gróðurhúsalofttegundum. Verði Joe Biden forseti Bandaríkjanna þá hefur hann lýst yfir að Bandaríkin verði aftur aðili að Parísarsamningnum. Mun þá Parísarsamningurinn ná yfir nánast alla losun heimsins. Hvað snerti Kyoto bókunina þá voru iðnríki aðeins beinir aðilar að bókuninni og voru Kína og Bandaríkin ekki aðilar að henni. í Kyoto bókuninni var lögð áhersla á aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum en Parísarsamningurinn undirstrikar mikilvægi þess að virkja alla aðila til þátttöku. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er vissulega fjallað um aðgerðir stjórnvalda en það sárlega vantar umfjöllun um mikilvæga innviði sem eru nauðsynlegir til þess að virkja einkaframtak. Skattlagning og skattaívilnanir til að berjast við loftlagsbreytingar eru vissulega leiðir sem farnar hafa verið hérlendis með þeim árangri sem stefnir í. Hins vegar eru aðrar leiðir færar eins og að byggja upp kolefnismarkaði og úthlutun losunarheimilda (e. cap and trade). Það er hins vegar ljóst af árangri Íslands á Kyoto tímabilinu að aðgerðir stjórnvalda eru ekki nægjanlegar með skattlagningu á gróðurhúsalofttegundir og skattaívilnanir á innflutning umhverfisvænna kosta. Það verður að virkja einkaframtak og búa svo um hnútana að hér skapist hvatar til einkaframtaks í loftslagsmálum. Hvað getum við gert Allt snýst þetta um gulrótina og svipuna. Það þurfa vissulega að vera til staðar skattar eða kerfi eins og með losunarheimildir en það þurfa að vera hvatar til þess að ráðast í mótvægisaðgerðir. Í S-Afríku og Ástralíu er t.d. þeim sem losa og þurfa að greiða losunarskatta gert kleift að mæta þeim með afskráningu s.k. kolefniseininga. Slíkar kolefniseiningar eru af allt öðrum toga en sú kolefnisjöfnun sem í boði er hér á landi. Í áliti Loftslagsráðs um ábyrga kolefnisjöfnun er talið brýnast að ráðast í úrbætur hvað snýr að: Alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði vegna útgáfu kolefniseininga. Miðlægri skráningu kolefniseininga og afskráninga þeirra vegna notkunar. Viðmiðum um ábyrgar yfirlýsingar á samkeppnismarkaði og opinberra aðila um kolefnisjöfnun. Hvað snýr að aðferðafræði vegna útgáfu kolefniseininga þá hafa hérlendis hingað til aðeins verið til staðar tvenns konar tegundir mótvægisaðgerða sem fyrirtæki hafa stutt við til að setja fram fullyrðingar sínar um kolefnisjöfnun og/eða kolefnishlutleysi. Annars vegar skógrækt og hins vegar endurheimt votlendis. Kolefnismarkaðir á alþjóðavísu hafa hins vegar þróast síðust áratugi og eru af allt öðrum toga en gengur og gerist hér á landi. Án þess að kafa djúpt í alþjóðlega kolefnismarkaði og hvernig þeir virka þá gera kaupendur kolefnisjöfnunar miklar kröfur til kolefniseininga og á sama tíma eru gerðar ríkar kröfur til þeirra sem setja fram fullyrðingar um kolefnisjöfnun starfsemi sinnar. Ýmsir kröfustaðlar eru til um loftslagsverkefni, s.s. Gold Standard, Verra, ÍST EN ISO 14064-2:2019, en þeir eiga allir það sameiginlegt að byggja á ákveðnum meginreglum sem öll loftslagsverkefni þurfa að uppfylla. Þau eru að verkefnin séu til viðbótar við „Status Qou“, þau séu varanleg, mælanleg, gagnsæ aðferðafræði, tekist á við kolefnisleka, tekin út af óháðum aðila og skráð í miðlæga skrá sem er aðgengileg almenningi. Eitt er vert að nefna til viðbótar er að verkefni skila ekki árangri fyrr en hann er orðinn raunverulegur og að sama skapi verður árangur ekki notaður á móti losun til jöfnunar fyrr en hann er orðinn raunverulegur. Eða með öðrum orðum, losun í dag þarf að vera bundin í dag. Annars myndast uppsöfnunarvandi sem leiðir til þess að markmiðum Parísarsamningsins verður aldrei náð. Allt framangreint eru lykilatriði til þess að jöfnun hafi gildi og í samræmi við meginmarkmið Parísarsamningsins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, jafna fyrir losun sem ekki verður fyrirbyggð eða dregið frekar úr og halda þannig aftur af hnattrænni hlýnun. Þannig geta íslensk loftslagsverkefni jafnframt orðið gjaldgeng í viðskiptum á milli landa með kolefniseiningar. Hvað snýr að kolefnisskrá þá er tilgangur hennar að tryggja gagnsæi, rekjanleika og fyrirbyggja tvítalningu jöfnunar. Alþjóðlega hafa loftslagsverkefni takmarkað gildi nema að hún sé skráð miðlægt og aðgengileg almenningi. Þess vegnar er gríðarlega mikilvægt að hér verði til kolefnisskrá. Hvað snýr svo að viðmiðum um kolefnisjöfnun er mikilvægt að á sama tíma og gerðar eru kröfur til þeirra sem ráðast í mótvægisaðgerðir að gera kröfur til þeirra sem setja fram fullyrðingar um kolefnisjöfnun, oft í viðskiptalegum tilgangi. Alþjóðlega hafa mótast viðmið sem snúa að fullyrðingum um kolefnisjöfnun bæði af þjóðríkjum og hagsmunasamtökum. Líkt og með loftslagsverkefni byggja þau á ákveðnum meginreglum eins og að setja loftslagsstefnu, skilgreina losunarsvið starfseminnar, halda kolefnisbókhald, setja markmið um samdrátt í losun, velja viðurkenndar kolefniseiningar til að jafna þá losun sem verður ekki fyrirbyggð, rýna árangur, miðla upplýsingum með gagnsæjum hætti og svo fá óháða úttekt á framkvæmd. Þannig ættu fullyrðingar um kolefnisjöfnun eða kolefnishlutleysi að hafa takmarkað gildi án þess að byggja á viðurkenndri aðferðafræði eða stöðlum. Hvað ætlum við að gera? Eins og fram kemur í inngangi greinarinnar hafa stjórnvöld gefið út yfirlýsingar um kolefnishlutleysi 2040. Kolefnishlutleysi næst ekki nema að öll losun verði fyrirbyggð, sem er fullkomlega óraunhæft, eða að losun sem verður ekki fyrirbyggð sé jöfnuð. Til þess að svo verði þurfa að vera til staðar innviðir eins raktir eru hér að framan þannig að hvatar skapist til einkaframtaks í loftslagsmálum og að unnt verði að jafna fyrir þá losun sem verður ekki fyrirbyggð með trúverðugum og rekjanlegum hætti. Þessir innviðir eru í raun þeir veikleikar sem tilgreindir eru sérstaklega í áliti Loftslagsráðs að brýnast sé að ráðast í úrbætur á. Jákvæð teikn eru vissulega á lofti. Skógræktin hefur nú þegar gefið út kröfurviðmið til skógræktar sem grundvöllur kolefnisjöfnunar (Skógarkolefni) og iCert fékk í samvinnu við Carbfix, Sorpu, Climeworks og fleiri aðila styrk frá Tækniþróunarsjóði til að unnt verði að gefa út kolefniseiningar m.a. með steinrenningu koldíoxíðs í berg. Þessu til viðbótar birti iCert á heimasíðu sinni leiðbeinandi viðmið um kolefnisjöfnun og kolefnishlutleysi sem aðgengileg eru þeim sem vilja setja fram fullyrðingar þar um. Þar að auki er unnið að því að tryggja aðra innviði sem eru nauðsynlegir hérlendis, eins og kolefnisskrá, til þess að hér geti þróast kolefnismarkaðir í takt við það sem gengur og gerist alþjóðlega. Hér á landi eru til staðar allar forsendur fyrir að Ísland geti náð verulega góðum árangri á Parísartímabilinu. Til þess að það geti orðið verður hins vegar að tryggja nauðsynlega innviði sem viðurkenndir eru af stjórnvöldum til að skapa forsendur fyrir einkaframtaks í loftslagsmálum. Að stjórnvöld setji svo leikreglur sem þurfa að gilda um kolefnisjöfnun og aðilum ber að fylgja. Margar spennandi hugmyndir um loftslagsverkefni hafa verið bornar undir höfund og um hvernig megi ráðast í nýsköpunarverkefni sem væru án kolefnismarkaða ekki arðbær. Með því að virkja einkaframtak í loftslagsmáum má ekki aðeins stuðlað að árangri Íslands á Parísartímabilinu heldur draga úr efnahagslegum áhrifum Covid faraldursins með atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í loftslagsverkefnum og á sama tíma orðið til útflutningsgrein sem væri gjaldeyrisskapandi til lengri tíma. Höfundur er stofnandi vottunarstofunnar iCert. [1] Viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. [2] Losunartölur fyrir 2019 og 2020 liggja ekki fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Árið 2018 komu fyrst fram yfirlýsingar stjórnvalda um kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Í uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir 2018-2030 er ekki aðeins gert ráð fyrir að skuldbindandi markmiðum Íslands verði náð heldur stefnt að enn betri árangri. Samhliða þessum áformum stjórnvalda hefur farið mun meira fyrir yfirlýsingum fyrirtækja um samfélagsábyrgð og mörg hver sett sér stefnur í loftslagsmálum. Mörg fyrirtæki halda metnaðarfullt kolefnisbókhald og segjast jafna sína losun, sum hver fullyrða jafnvel um kolefnishlutleysi. Yfirlýsingar stjórnvalda um verulegar aðgerðir í loftslagsmálum og kolefnishlutleysi eru ekki nýjar af nálinni. Á árunum fyrir síðara tímabil Kyoto-bókunarinnar sem klárast núna um áramótin voru settar sambærilegar yfirlýsingar. Í nýlegu áliti Loftslagsráðs dags. 26. október er bent á veikleika í framkvæmd kolefnisjöfnunar hér á landi sem munu ef ekki er gripið til aðgerða strax geta leitt til að árangur eigi eftir að láta á sér standa. Í þessu ljósi er áhugavert að líta yfir farinn veg og meta árangurinn sem náðst hefur hingað til í málaflokknum. Hvað höfum við gert? Ísland hefur verið aðili að Kyoto bókuninni sem var fullgilt árið 2005 og gildir út árið 2020. Í stórum dráttum felur hún í sér skuldbindingu aðildarríkja (iðnríkja) að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka hnattræna hlýnun. Á fyrra tímabili bókunarinnar fól skuldbinding Íslands reyndar í sér heimild til aukningar á losun með sérákvæði en Ísland var þegar á botninn er hvolft með níunda lélegasta árangurinn þrátt fyrir að mega auka losun en ekki draga úr. Skuldbindingar Íslands á síðara tímabilinu, sem lýkur um áramótin, eru að ná fram 20% samdrætti í losun frá árinu 1990 sem var verulega metnaðarfullt með hliðsjón af fyrri árangri. Í því sambandi voru Íslandi úthlutaðar 15,3 m t/CO2-e losunarheimildir en í lok árs 2018 hafði Ísland notað 96% af úthlutuðum heimildum þrátt fyrir að enn væru tvö ár eftir. Þannig þarf að í raun að taka yfirdrátt fyrir losun áranna 2019 og 2020. Hafa ber í huga að hér ekki er tekið tillit til stóriðju og flugs sem fellur undir ETS [1]. En hvað þýðir þetta? Losun sem er á beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda nam tæplega 3 milljónum tonna af CO2-e árið 2018 og hefur haldist kringum það magn frá 2005 en talsverð aukning var á uppgangsárunum fyrir hrun sem minnkaði svo fljótt eftir hrun. Ef gert er ráð fyrir að á árunum 2019 og 2020 hafi losun staðið í stað[2] og að teknu tilliti til mótvægisaðgerða, sem hægt er að taka tillit til, hljóðar reikningurinn upp á skuld upp á 4,1 m t af CO2-e, sem var tekin á yfirdrætti. Þessi yfirdráttur er svo á gjalddaga í lok árs 2022. Niðurstaðan verður líklega að Ísland þarf að kaupa losunarheimildir í stórum stíl til að borga upp yfirdráttinn. Það sem verra er, að í stað þess að ná fram 20% samdrætti í losun, eins og Ísland skuldbatt sig til að ná, verður niðurstaðan líklega um 20% aukning losunar frá 1990. Og kostar hvað mikið? Verð á losunarheimildum hefur farið hækkandi frá 2018 þegar verðið stóð í 8 EUR/tonn en fór hæst í rúmlega 30 EUR/tonn í september s.l. og stendur nú í rúmlega 23 EUR/tonn. Allt bendir hins vegar til þess að verð muni hækka fram að skuldadögum ef litið er til aðgerða Evrópu í loftslagsmálum og svo spákaupmennsku með losunarheimildir sem hefur aukist talsvert. Reikningurinn stendur í dag í tæplega 16 mö.kr. eða um 0,5% af landsframleiðslu (2019) og 2% af gjaldeyrisforða Seðlabankans (2019). Ef við setjum þetta í samhengi við fjármögnun aðgerðaáætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum er fyrirhugað að um 45 ma.kr. verði ráðstafað á árunum 2020 – 2024 í málaflokkinn. Skuld Íslands stendur þannig í um 33% af heildarfjármögnun aðgerða fyrir árin 2020 – 2024. Árangurinn ber þess merki að ekki var gripið til harðari aðgerða fyrr til að draga úr losun samfara gríðarlegum hagvexti síðustu ára. Stjórnvöld þurfa nú eftir fremsta megni að fylgjast með kauptækifærum á losunarheimildum sem gætu verið til staðar t.d. núna, þannig að kostnaði verði haldið í lágmarki. Hins vegar er því miður ekki að finna umfjöllun um fyrirætlanir stjórnvalda um kaup á losunarheimildum í fjárlagafrumvarpi 2021. En hvað er framundan Það er mikilvægt að halda utan um söguna og árangur Íslands í loftslagsmálum hingað til því í byrjun næsta árs hefst Parísartímabilið. Parísarsamningurinn er ólíkur Kyoto bókuninn að mörgu leyti. Í fyrsta lagi hafa nánast öll lönd skrifað undir samninginn og lögfest, þar á meðal Kína sem er það land sem losar mest af gróðurhúsalofttegundum. Verði Joe Biden forseti Bandaríkjanna þá hefur hann lýst yfir að Bandaríkin verði aftur aðili að Parísarsamningnum. Mun þá Parísarsamningurinn ná yfir nánast alla losun heimsins. Hvað snerti Kyoto bókunina þá voru iðnríki aðeins beinir aðilar að bókuninni og voru Kína og Bandaríkin ekki aðilar að henni. í Kyoto bókuninni var lögð áhersla á aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum en Parísarsamningurinn undirstrikar mikilvægi þess að virkja alla aðila til þátttöku. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er vissulega fjallað um aðgerðir stjórnvalda en það sárlega vantar umfjöllun um mikilvæga innviði sem eru nauðsynlegir til þess að virkja einkaframtak. Skattlagning og skattaívilnanir til að berjast við loftlagsbreytingar eru vissulega leiðir sem farnar hafa verið hérlendis með þeim árangri sem stefnir í. Hins vegar eru aðrar leiðir færar eins og að byggja upp kolefnismarkaði og úthlutun losunarheimilda (e. cap and trade). Það er hins vegar ljóst af árangri Íslands á Kyoto tímabilinu að aðgerðir stjórnvalda eru ekki nægjanlegar með skattlagningu á gróðurhúsalofttegundir og skattaívilnanir á innflutning umhverfisvænna kosta. Það verður að virkja einkaframtak og búa svo um hnútana að hér skapist hvatar til einkaframtaks í loftslagsmálum. Hvað getum við gert Allt snýst þetta um gulrótina og svipuna. Það þurfa vissulega að vera til staðar skattar eða kerfi eins og með losunarheimildir en það þurfa að vera hvatar til þess að ráðast í mótvægisaðgerðir. Í S-Afríku og Ástralíu er t.d. þeim sem losa og þurfa að greiða losunarskatta gert kleift að mæta þeim með afskráningu s.k. kolefniseininga. Slíkar kolefniseiningar eru af allt öðrum toga en sú kolefnisjöfnun sem í boði er hér á landi. Í áliti Loftslagsráðs um ábyrga kolefnisjöfnun er talið brýnast að ráðast í úrbætur hvað snýr að: Alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði vegna útgáfu kolefniseininga. Miðlægri skráningu kolefniseininga og afskráninga þeirra vegna notkunar. Viðmiðum um ábyrgar yfirlýsingar á samkeppnismarkaði og opinberra aðila um kolefnisjöfnun. Hvað snýr að aðferðafræði vegna útgáfu kolefniseininga þá hafa hérlendis hingað til aðeins verið til staðar tvenns konar tegundir mótvægisaðgerða sem fyrirtæki hafa stutt við til að setja fram fullyrðingar sínar um kolefnisjöfnun og/eða kolefnishlutleysi. Annars vegar skógrækt og hins vegar endurheimt votlendis. Kolefnismarkaðir á alþjóðavísu hafa hins vegar þróast síðust áratugi og eru af allt öðrum toga en gengur og gerist hér á landi. Án þess að kafa djúpt í alþjóðlega kolefnismarkaði og hvernig þeir virka þá gera kaupendur kolefnisjöfnunar miklar kröfur til kolefniseininga og á sama tíma eru gerðar ríkar kröfur til þeirra sem setja fram fullyrðingar um kolefnisjöfnun starfsemi sinnar. Ýmsir kröfustaðlar eru til um loftslagsverkefni, s.s. Gold Standard, Verra, ÍST EN ISO 14064-2:2019, en þeir eiga allir það sameiginlegt að byggja á ákveðnum meginreglum sem öll loftslagsverkefni þurfa að uppfylla. Þau eru að verkefnin séu til viðbótar við „Status Qou“, þau séu varanleg, mælanleg, gagnsæ aðferðafræði, tekist á við kolefnisleka, tekin út af óháðum aðila og skráð í miðlæga skrá sem er aðgengileg almenningi. Eitt er vert að nefna til viðbótar er að verkefni skila ekki árangri fyrr en hann er orðinn raunverulegur og að sama skapi verður árangur ekki notaður á móti losun til jöfnunar fyrr en hann er orðinn raunverulegur. Eða með öðrum orðum, losun í dag þarf að vera bundin í dag. Annars myndast uppsöfnunarvandi sem leiðir til þess að markmiðum Parísarsamningsins verður aldrei náð. Allt framangreint eru lykilatriði til þess að jöfnun hafi gildi og í samræmi við meginmarkmið Parísarsamningsins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, jafna fyrir losun sem ekki verður fyrirbyggð eða dregið frekar úr og halda þannig aftur af hnattrænni hlýnun. Þannig geta íslensk loftslagsverkefni jafnframt orðið gjaldgeng í viðskiptum á milli landa með kolefniseiningar. Hvað snýr að kolefnisskrá þá er tilgangur hennar að tryggja gagnsæi, rekjanleika og fyrirbyggja tvítalningu jöfnunar. Alþjóðlega hafa loftslagsverkefni takmarkað gildi nema að hún sé skráð miðlægt og aðgengileg almenningi. Þess vegnar er gríðarlega mikilvægt að hér verði til kolefnisskrá. Hvað snýr svo að viðmiðum um kolefnisjöfnun er mikilvægt að á sama tíma og gerðar eru kröfur til þeirra sem ráðast í mótvægisaðgerðir að gera kröfur til þeirra sem setja fram fullyrðingar um kolefnisjöfnun, oft í viðskiptalegum tilgangi. Alþjóðlega hafa mótast viðmið sem snúa að fullyrðingum um kolefnisjöfnun bæði af þjóðríkjum og hagsmunasamtökum. Líkt og með loftslagsverkefni byggja þau á ákveðnum meginreglum eins og að setja loftslagsstefnu, skilgreina losunarsvið starfseminnar, halda kolefnisbókhald, setja markmið um samdrátt í losun, velja viðurkenndar kolefniseiningar til að jafna þá losun sem verður ekki fyrirbyggð, rýna árangur, miðla upplýsingum með gagnsæjum hætti og svo fá óháða úttekt á framkvæmd. Þannig ættu fullyrðingar um kolefnisjöfnun eða kolefnishlutleysi að hafa takmarkað gildi án þess að byggja á viðurkenndri aðferðafræði eða stöðlum. Hvað ætlum við að gera? Eins og fram kemur í inngangi greinarinnar hafa stjórnvöld gefið út yfirlýsingar um kolefnishlutleysi 2040. Kolefnishlutleysi næst ekki nema að öll losun verði fyrirbyggð, sem er fullkomlega óraunhæft, eða að losun sem verður ekki fyrirbyggð sé jöfnuð. Til þess að svo verði þurfa að vera til staðar innviðir eins raktir eru hér að framan þannig að hvatar skapist til einkaframtaks í loftslagsmálum og að unnt verði að jafna fyrir þá losun sem verður ekki fyrirbyggð með trúverðugum og rekjanlegum hætti. Þessir innviðir eru í raun þeir veikleikar sem tilgreindir eru sérstaklega í áliti Loftslagsráðs að brýnast sé að ráðast í úrbætur á. Jákvæð teikn eru vissulega á lofti. Skógræktin hefur nú þegar gefið út kröfurviðmið til skógræktar sem grundvöllur kolefnisjöfnunar (Skógarkolefni) og iCert fékk í samvinnu við Carbfix, Sorpu, Climeworks og fleiri aðila styrk frá Tækniþróunarsjóði til að unnt verði að gefa út kolefniseiningar m.a. með steinrenningu koldíoxíðs í berg. Þessu til viðbótar birti iCert á heimasíðu sinni leiðbeinandi viðmið um kolefnisjöfnun og kolefnishlutleysi sem aðgengileg eru þeim sem vilja setja fram fullyrðingar þar um. Þar að auki er unnið að því að tryggja aðra innviði sem eru nauðsynlegir hérlendis, eins og kolefnisskrá, til þess að hér geti þróast kolefnismarkaðir í takt við það sem gengur og gerist alþjóðlega. Hér á landi eru til staðar allar forsendur fyrir að Ísland geti náð verulega góðum árangri á Parísartímabilinu. Til þess að það geti orðið verður hins vegar að tryggja nauðsynlega innviði sem viðurkenndir eru af stjórnvöldum til að skapa forsendur fyrir einkaframtaks í loftslagsmálum. Að stjórnvöld setji svo leikreglur sem þurfa að gilda um kolefnisjöfnun og aðilum ber að fylgja. Margar spennandi hugmyndir um loftslagsverkefni hafa verið bornar undir höfund og um hvernig megi ráðast í nýsköpunarverkefni sem væru án kolefnismarkaða ekki arðbær. Með því að virkja einkaframtak í loftslagsmáum má ekki aðeins stuðlað að árangri Íslands á Parísartímabilinu heldur draga úr efnahagslegum áhrifum Covid faraldursins með atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í loftslagsverkefnum og á sama tíma orðið til útflutningsgrein sem væri gjaldeyrisskapandi til lengri tíma. Höfundur er stofnandi vottunarstofunnar iCert. [1] Viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. [2] Losunartölur fyrir 2019 og 2020 liggja ekki fyrir.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar