„Úr þessu húsi í Hvíta húsið, með Guðs náð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 22:42 Biden á tröppum æskuheimilisins í Scranton í dag. Drew Angerer/Getty Donald Trump og Joe Biden, sem berjast um embætti Bandaríkjaforseta, eru nú á lokametrum kosningabaráttunnar. Trump kom við í höfuðstöðvum landsnefndar Repúblikana í Virginíu áður en hann hélt heim í Hvíta húsið og Biden ræddi við kjósendur í Pennsylvaníu. Biden heimsótti fyrst heimabæ sinn Scranton í Pennsylvaníuríki, einu mikilvægasta ríki þessara kosninga, í dag og ávarpaði þar hóp fólks sem var samankominn fyrir utan æskuheimili hans. Biden hét því í ávarpi sínu til fólksins að hann myndi „koma velsæmi aftur við lýði í Hvíta húsinu“, ynni hann kosningarnar. Þá ritaði Biden nafn sitt á vegg í stofu æskuheimilisins, auk eftirfarandi áletrunar: „Úr þessu húsi í Hvíta húsið, með Guðs náð.“ Photo of the signature Joe Biden left on the wall of his childhood on Election Day. https://t.co/QyVAvryTtc pic.twitter.com/Lb2TJNy2q6— Sarah Mucha (@sarahmucha) November 3, 2020 Biden ræddi einnig við stuðningsmenn og blaðamenn í Fíladelfíu áður en hann lagði af stað til Wilmington í Delaware, hvert Biden fluttist með fjölskyldu sinni frá Scranton á sjötta áratugnum. Wilmington verður lokaáfangastaður Bidens í kosningabaráttunni en þaðan mun hann ávarpa bandarísku þjóðina á einhverjum tímapunkti í nótt. Trump heimsótti skrifstofu RNC, landsnefndar Repúblikanaflokksins, í Arlington í Virginíu í dag. Þar kvaðst hann ekki hafa leitt hugann að ræðuhöldum í nótt, hvorki sigur- né tapræðu. „Vonandi gerum við aðeins eitt af þessu tvennu og, þið vitið, að vinna er auðvelt. Að tapa er aldrei auðvelt, ekki fyrir mig,“ sagði forsetinn. Þaðan hélt Trump aftur í Hvíta húsið, þar sem haldin verður kosningavaka í svokölluðu Austurherbergi (e. East room). Samkvæmt heimildum NBC-fréttastofunnar hefur um 3-400 gestum verið boðið í samkvæmið. Þeim verði öllum gert að fara í sýnatöku fyrir kórónuveirunni til að fá inngöngu. Fylgjast má með helstu vendingum og úrslitum bandarísku forsetakosninganna í alla nótt í vaktinni hér á Vísi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53 Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Margir muni eflaust fylgjast bandarísku forsetakosningunum í nótt. Hér má finna handhæga tímalínu þar sem farið er yfir klukkan hvað má gera ráð fyrir að eitthvað sé að frétta. 3. nóvember 2020 12:46 Trump birtir dansmyndband á kjördegi Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum. 3. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Donald Trump og Joe Biden, sem berjast um embætti Bandaríkjaforseta, eru nú á lokametrum kosningabaráttunnar. Trump kom við í höfuðstöðvum landsnefndar Repúblikana í Virginíu áður en hann hélt heim í Hvíta húsið og Biden ræddi við kjósendur í Pennsylvaníu. Biden heimsótti fyrst heimabæ sinn Scranton í Pennsylvaníuríki, einu mikilvægasta ríki þessara kosninga, í dag og ávarpaði þar hóp fólks sem var samankominn fyrir utan æskuheimili hans. Biden hét því í ávarpi sínu til fólksins að hann myndi „koma velsæmi aftur við lýði í Hvíta húsinu“, ynni hann kosningarnar. Þá ritaði Biden nafn sitt á vegg í stofu æskuheimilisins, auk eftirfarandi áletrunar: „Úr þessu húsi í Hvíta húsið, með Guðs náð.“ Photo of the signature Joe Biden left on the wall of his childhood on Election Day. https://t.co/QyVAvryTtc pic.twitter.com/Lb2TJNy2q6— Sarah Mucha (@sarahmucha) November 3, 2020 Biden ræddi einnig við stuðningsmenn og blaðamenn í Fíladelfíu áður en hann lagði af stað til Wilmington í Delaware, hvert Biden fluttist með fjölskyldu sinni frá Scranton á sjötta áratugnum. Wilmington verður lokaáfangastaður Bidens í kosningabaráttunni en þaðan mun hann ávarpa bandarísku þjóðina á einhverjum tímapunkti í nótt. Trump heimsótti skrifstofu RNC, landsnefndar Repúblikanaflokksins, í Arlington í Virginíu í dag. Þar kvaðst hann ekki hafa leitt hugann að ræðuhöldum í nótt, hvorki sigur- né tapræðu. „Vonandi gerum við aðeins eitt af þessu tvennu og, þið vitið, að vinna er auðvelt. Að tapa er aldrei auðvelt, ekki fyrir mig,“ sagði forsetinn. Þaðan hélt Trump aftur í Hvíta húsið, þar sem haldin verður kosningavaka í svokölluðu Austurherbergi (e. East room). Samkvæmt heimildum NBC-fréttastofunnar hefur um 3-400 gestum verið boðið í samkvæmið. Þeim verði öllum gert að fara í sýnatöku fyrir kórónuveirunni til að fá inngöngu. Fylgjast má með helstu vendingum og úrslitum bandarísku forsetakosninganna í alla nótt í vaktinni hér á Vísi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53 Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Margir muni eflaust fylgjast bandarísku forsetakosningunum í nótt. Hér má finna handhæga tímalínu þar sem farið er yfir klukkan hvað má gera ráð fyrir að eitthvað sé að frétta. 3. nóvember 2020 12:46 Trump birtir dansmyndband á kjördegi Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum. 3. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53
Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Margir muni eflaust fylgjast bandarísku forsetakosningunum í nótt. Hér má finna handhæga tímalínu þar sem farið er yfir klukkan hvað má gera ráð fyrir að eitthvað sé að frétta. 3. nóvember 2020 12:46
Trump birtir dansmyndband á kjördegi Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum. 3. nóvember 2020 12:31