Dagur braut ekki persónuverndarlög með birtingu athugasemdar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 23:28 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri braut ekki persónuverndarlög með því að birta persónuupplýsingar, sem áður höfðu birst á vef Reykjavíkurborgar, á vefsíðu sinni árið 2018. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í málinu sem birtur var í gær. Kvartandi sendi Persónuvernd erindi vegna málsins í september 2018 en þess er getið í úrskurðinum að meðferð málsins hafi dregist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. Kvörtuninni var beint að borgarstjóra vegna birtingar hans á innsendri athugasemd kvartanda vegna tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að tilteknu deiliskipulagi. Athugasemdin innihélt nafn kvartanda og kennitölu. Umrædd athugasemd og upplýsingarnar í henni höfðu áður verið birtar á vef Reykjavíkurborgar. Kvartandi taldi hins vegar að hann hefði ekki gefið borgarstjóra leyfi til að birta upplýsingarnar á persónulegri vefsíðu hans. Borgarstjóri vísaði til þess í svari sínu að umræddar upplýsingar hefðu verið birtar með fundargerð borgarráðs í febrúar 2017. Á vefsíðu borgarstjóra hefðu auk fundargerðarinnar verið birt öll gögn sem lögð hafi verið fyrir ráðið. Kvörtunin lyti að birtingu gagna sem þegar hefðu verið opinber og aðgengileg á opinberum vettvangi og því væri ekki unnt að líta svo á að um sjálfstæða vinnslu persónuupplýsinga væri að ræða. „Í ljósi athugasemda kvartanda í málinu hafi þó umræddum gögnum verið eytt af vefsíðunni […], án þess þó að í því felist yfirlýsing eða viðurkenning á því að miðlun þessara gagna hafi verið í andstöðu við persónuverndarlög,“ segir í úrskurði Persónuverndar. Það var að endingu mat Persónuverndar, með hliðsjón af eðli þeirra persónuupplýsinga og gagna sem málið varðar, að borgarstjóri hefði mátt ganga út frá því að birtingin samrýmdist persónuverndarlögum. Birting persónuupplýsinganna hefði jafnframt samræmst ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri braut ekki persónuverndarlög með því að birta persónuupplýsingar, sem áður höfðu birst á vef Reykjavíkurborgar, á vefsíðu sinni árið 2018. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í málinu sem birtur var í gær. Kvartandi sendi Persónuvernd erindi vegna málsins í september 2018 en þess er getið í úrskurðinum að meðferð málsins hafi dregist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. Kvörtuninni var beint að borgarstjóra vegna birtingar hans á innsendri athugasemd kvartanda vegna tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að tilteknu deiliskipulagi. Athugasemdin innihélt nafn kvartanda og kennitölu. Umrædd athugasemd og upplýsingarnar í henni höfðu áður verið birtar á vef Reykjavíkurborgar. Kvartandi taldi hins vegar að hann hefði ekki gefið borgarstjóra leyfi til að birta upplýsingarnar á persónulegri vefsíðu hans. Borgarstjóri vísaði til þess í svari sínu að umræddar upplýsingar hefðu verið birtar með fundargerð borgarráðs í febrúar 2017. Á vefsíðu borgarstjóra hefðu auk fundargerðarinnar verið birt öll gögn sem lögð hafi verið fyrir ráðið. Kvörtunin lyti að birtingu gagna sem þegar hefðu verið opinber og aðgengileg á opinberum vettvangi og því væri ekki unnt að líta svo á að um sjálfstæða vinnslu persónuupplýsinga væri að ræða. „Í ljósi athugasemda kvartanda í málinu hafi þó umræddum gögnum verið eytt af vefsíðunni […], án þess þó að í því felist yfirlýsing eða viðurkenning á því að miðlun þessara gagna hafi verið í andstöðu við persónuverndarlög,“ segir í úrskurði Persónuverndar. Það var að endingu mat Persónuverndar, með hliðsjón af eðli þeirra persónuupplýsinga og gagna sem málið varðar, að borgarstjóri hefði mátt ganga út frá því að birtingin samrýmdist persónuverndarlögum. Birting persónuupplýsinganna hefði jafnframt samræmst ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Persónuvernd Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira