Innlent

Slökkviliðið barðist við eld á Engjateig

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá störfum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.
Frá störfum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Allt tiltækt slökkvilið var kallað til þegar eldur kom upp við Engjateig í Reykjavík um klukkan hálf fimm í morgun.

Töluverður eldur var í ruslageymslu í kjallara hússins og var hann farinn að teygja sig á efri hæð auk þess sem útidyrahurð inn í aðalrými hússins var orðin býsna illa brunnin.

Nokkur reykur upp á efri hæðir hússins sem er skrifstofuhúsnæði. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu gekk vel að slökkva eldinn og reykræsta húsið en slökkvistarf tók um einn og hálfan tíma.

Að neðan má sjá færslu frá slökkviliðinu á Facebook.

Enn er nóg að gera. Á síðasta sólahring hafa verið 122 sjúkraflutningar þar af 16 forgangsverkefni og 24 covid tengdir...

Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Tuesday, November 3, 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×