Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2020 13:33 Þórunn Sveinbjörnsdóttir brá undir sig betri fætinum í ræðu sinni á fundi Almannavarna fyrr í dag, dró upp úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og sagði að gott væri að eiga þetta í ísskápnum. visir/arnar Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara nýtti tækifærið þegar hún hafði orðið á reglubundnum fundi Almannavarna, og vék tali sínu að næringarmálum aldraðra. Óvænt dró hún upp úr pússi sínu tvo drykki og stillti upp á þetta heitasta ræðupúlt landsins í dag. „Við þurfum að gæta að næringunni í þessu ástandi vegna þess að ef við erum of hrædd að fara út í búð eða biðja aðra að versla fyrir okkur, þá vil ég fá að minna aftur á Næringu plús, sem er hérna. Þessi Næring + er frá Mjólkursamsölunni. Þetta er prótenríkur drykkur fyrir þá sem eru ekki, jafnvel vegna kvíða útaf Covid, að nærast nægjanlega,“ sagði Þórunn og lét það fylgja sögunni að það gæti verið gott að eiga eitthvað svona í ísskápnum. Sjá má þetta brot fundarins í spilaranum hér neðar. Fráleitt að nota tækifærið til að auglýsa vörur MS Ýmsir ráku upp stór augu og Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafirði, fékk ekki orða bundist á Twittersíðu sinni. „Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar,“ segir Guðmundur og hafa ýmsir tekið í sama streng. Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar. Hafa líka gert þetta í Kastljósi. pic.twitter.com/3j2pi1x4qs— Guðmundur Gunnarsson (@gummigunnars) November 4, 2020 Þess má geta að Guðmundur er Bolvíkingur en bærinn sá er einmitt höfuðvígi Örnu, helsta samkeppnisaðila MS í mjólkurvörum. Þannig að honum hefur runnið blóðið til skyldunnar. Vísir hafði samband við samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en hann hefur veg og vanda af skipulagningu fundanna. Hann segir það rétt að þarna hafi Þórunn vikið aðeins út frá því sem reglur kveði á um. Jóhann benti Þórunni á villur síns vegar „Já - þetta er ekki uppleggið né tilgangur upplýsingafundanna. Þetta hefur gerst áður og þá fengum við ábendingar. Þeir félagar Jóhann K. Jóhannsson og Víðir Reynisson hjá almannavarnarnefnd ríkislögreglustjóra. Jóhann benti Þórunni á að þetta væri ekki viðeigandi og hún hafði ekki áttað sig á því.visir/vilhelm Ég tók þetta upp við formann Landsamband eldri borgara eftir fundinn í dag,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Hún sagðist ekki hafa áttað sig á þessu þegar ég útskýrði fyrir henni hvernig aðrir horfa til þessara hluta.“ Jóhann nefndi einnig að Þórunn væri skelegg og þeim báðum sem voru fengnir á fundinn í dag, hefði þótt gott að geta komið og talað inn í ákveðna hópa. Ekki væri vanþörf á því. En auk Þórunnar var Anna Steinsen fyrirlesari til spjalls og ráðagerða en hún fjallaði um mikilvægi þess að ræða við börnin um faraldurinn með áherslu á bjartsýni og von. Ráðlagði hún foreldrum meðal annars að passa sig að vera ekki leiðinleg. Almannavarnir Eldri borgarar Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara nýtti tækifærið þegar hún hafði orðið á reglubundnum fundi Almannavarna, og vék tali sínu að næringarmálum aldraðra. Óvænt dró hún upp úr pússi sínu tvo drykki og stillti upp á þetta heitasta ræðupúlt landsins í dag. „Við þurfum að gæta að næringunni í þessu ástandi vegna þess að ef við erum of hrædd að fara út í búð eða biðja aðra að versla fyrir okkur, þá vil ég fá að minna aftur á Næringu plús, sem er hérna. Þessi Næring + er frá Mjólkursamsölunni. Þetta er prótenríkur drykkur fyrir þá sem eru ekki, jafnvel vegna kvíða útaf Covid, að nærast nægjanlega,“ sagði Þórunn og lét það fylgja sögunni að það gæti verið gott að eiga eitthvað svona í ísskápnum. Sjá má þetta brot fundarins í spilaranum hér neðar. Fráleitt að nota tækifærið til að auglýsa vörur MS Ýmsir ráku upp stór augu og Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafirði, fékk ekki orða bundist á Twittersíðu sinni. „Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar,“ segir Guðmundur og hafa ýmsir tekið í sama streng. Það þarf einhver að segja þetta. Það er algjörlega fráleitt að félag eldri borgara nýti fundi almannavarna til að auglýsa vörur Mjólkursamsölunnar. Hafa líka gert þetta í Kastljósi. pic.twitter.com/3j2pi1x4qs— Guðmundur Gunnarsson (@gummigunnars) November 4, 2020 Þess má geta að Guðmundur er Bolvíkingur en bærinn sá er einmitt höfuðvígi Örnu, helsta samkeppnisaðila MS í mjólkurvörum. Þannig að honum hefur runnið blóðið til skyldunnar. Vísir hafði samband við samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en hann hefur veg og vanda af skipulagningu fundanna. Hann segir það rétt að þarna hafi Þórunn vikið aðeins út frá því sem reglur kveði á um. Jóhann benti Þórunni á villur síns vegar „Já - þetta er ekki uppleggið né tilgangur upplýsingafundanna. Þetta hefur gerst áður og þá fengum við ábendingar. Þeir félagar Jóhann K. Jóhannsson og Víðir Reynisson hjá almannavarnarnefnd ríkislögreglustjóra. Jóhann benti Þórunni á að þetta væri ekki viðeigandi og hún hafði ekki áttað sig á því.visir/vilhelm Ég tók þetta upp við formann Landsamband eldri borgara eftir fundinn í dag,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Hún sagðist ekki hafa áttað sig á þessu þegar ég útskýrði fyrir henni hvernig aðrir horfa til þessara hluta.“ Jóhann nefndi einnig að Þórunn væri skelegg og þeim báðum sem voru fengnir á fundinn í dag, hefði þótt gott að geta komið og talað inn í ákveðna hópa. Ekki væri vanþörf á því. En auk Þórunnar var Anna Steinsen fyrirlesari til spjalls og ráðagerða en hún fjallaði um mikilvægi þess að ræða við börnin um faraldurinn með áherslu á bjartsýni og von. Ráðlagði hún foreldrum meðal annars að passa sig að vera ekki leiðinleg.
Almannavarnir Eldri borgarar Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04