Harka færist í leikinn - Trump krefst endurtalningar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2020 18:28 Meirihluti póstatkvæðanna hefur fallið Biden í skaut, sem var fyrirsjáanlegt og ástæða þess að Trump hefur löngum kallað umrædd atkvæði svindl. epa/CJ Gunther Donald Trump hefur farið mikinn á Twitter í dag og heldur því nú bæði fram að unnið sé að því að láta atkvæði hverfa og að á sama tíma séu að „finnast“ atkvæði til handa andstæðingi hans í forsetakosningunum, Joe Biden. Mörg tístanna hafa verið flögguð sem umdeild og/eða villandi. They are working hard to make up 500,000 vote advantage in Pennsylvania disappear — ASAP. Likewise, Michigan and others!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 4, 2020 Úrslit eru enn óljós í sex ríkjum; Wisconsin, Norður Karólínu, Michigan, Georgíu, Nevada og Pennsylvaníu en Associated Press hefur lýst Biden sigurvegara í Arizona, þrátt fyrir að talningu þar sé ekki lokið. Kosningateymi Trump hefur lýst því yfir að endurtalningar verði krafist í Wisconsin en þar á aðeins eftir að telja 300 atkvæði. Biden hefur um 20 þúsund atkvæða forskot á Trump og segir New York Times ólíklegt að endurtalning muni breyta úrslitum. Atkvæðamunurinn þarf að vera 1% til að hægt sé að krefjast endurtalningar en forskot Biden stendur í 0,6 stigum. Atkvæði sannarlega að hverfa? Það vekur athygli að Trump kann að hafa rétt fyrir sér þegar hann gefur í skyn að athvæði hafi horfið. Bandaríska póstþjónustan hefur greint frá því að um 300 þúsund atkvæði hafi verið skönnuð inn í póstkerfið en ekki skönnuð út, þ.e. mögulega ekki skilað sér til kosningayfirvalda. Póstþjónustan segir líkur á að hluti atkvæðanna hafi engu að síður ratað á réttan stað og þrátt fyrir fjöldann er óljóst hvaða áhrif „hvarfið“ hefur á niðurstöður kosninganna. Það gæti þó mögulega skipt sköpum, ekki síst þegar horft er til þess að í sumum ríkjum er það sendingardagurinn en ekki móttökudagurinn sem ræður því hvort atkvæðið er gilt. Mikill meirihluti póstatkvæða hefur fallið Biden í skaut. Á síðasta klukkutímanum hefur forsetaefni Demókrataflokksins bætt aðeins við sig í Michigan, þar sem hann hefur nú 0,8 stiga forskot á Trump. Þá stendur hann framar í Wisconsin og Nevada en Trump hefur enn sem komið er hlotið fleiri atkvæði í Norður Karólínu, Georgíu og Pennsylvaníu. Enn er afar mjótt á munum milli frambjóðendanna en samkvæmt kosningaspálíkanni New York Times eru 93 leiðir að sigri opnar Biden og 31 ein leið opin Trump. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Donald Trump hefur farið mikinn á Twitter í dag og heldur því nú bæði fram að unnið sé að því að láta atkvæði hverfa og að á sama tíma séu að „finnast“ atkvæði til handa andstæðingi hans í forsetakosningunum, Joe Biden. Mörg tístanna hafa verið flögguð sem umdeild og/eða villandi. They are working hard to make up 500,000 vote advantage in Pennsylvania disappear — ASAP. Likewise, Michigan and others!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 4, 2020 Úrslit eru enn óljós í sex ríkjum; Wisconsin, Norður Karólínu, Michigan, Georgíu, Nevada og Pennsylvaníu en Associated Press hefur lýst Biden sigurvegara í Arizona, þrátt fyrir að talningu þar sé ekki lokið. Kosningateymi Trump hefur lýst því yfir að endurtalningar verði krafist í Wisconsin en þar á aðeins eftir að telja 300 atkvæði. Biden hefur um 20 þúsund atkvæða forskot á Trump og segir New York Times ólíklegt að endurtalning muni breyta úrslitum. Atkvæðamunurinn þarf að vera 1% til að hægt sé að krefjast endurtalningar en forskot Biden stendur í 0,6 stigum. Atkvæði sannarlega að hverfa? Það vekur athygli að Trump kann að hafa rétt fyrir sér þegar hann gefur í skyn að athvæði hafi horfið. Bandaríska póstþjónustan hefur greint frá því að um 300 þúsund atkvæði hafi verið skönnuð inn í póstkerfið en ekki skönnuð út, þ.e. mögulega ekki skilað sér til kosningayfirvalda. Póstþjónustan segir líkur á að hluti atkvæðanna hafi engu að síður ratað á réttan stað og þrátt fyrir fjöldann er óljóst hvaða áhrif „hvarfið“ hefur á niðurstöður kosninganna. Það gæti þó mögulega skipt sköpum, ekki síst þegar horft er til þess að í sumum ríkjum er það sendingardagurinn en ekki móttökudagurinn sem ræður því hvort atkvæðið er gilt. Mikill meirihluti póstatkvæða hefur fallið Biden í skaut. Á síðasta klukkutímanum hefur forsetaefni Demókrataflokksins bætt aðeins við sig í Michigan, þar sem hann hefur nú 0,8 stiga forskot á Trump. Þá stendur hann framar í Wisconsin og Nevada en Trump hefur enn sem komið er hlotið fleiri atkvæði í Norður Karólínu, Georgíu og Pennsylvaníu. Enn er afar mjótt á munum milli frambjóðendanna en samkvæmt kosningaspálíkanni New York Times eru 93 leiðir að sigri opnar Biden og 31 ein leið opin Trump.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira