Ásmundur gagnrýnir þingsályktun um þungunarrofsaðstoð Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2020 12:42 Ásmundur Friðriksson í pontu Alþingis. Hann segist efast um að heilbrigðiskerfið ráði við að sinna erlendum konum sem hingað kæmu í þungunarrof. Aðrir þingmenn saka hann um að tala gegn réttindum kvenna. Vísir/Vilhelm Þingmenn sem styðja þingsályktun um að erlendar konur geti komið hingað til lands til þungunarrofs brugðust ókvæða við gagnrýni Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á frumvarpið á Alþingi í morgun. Hann segir frumvarpið kalla á aukið álag á íslenskt heilbrigðiskerfi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir utan þingflokka er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðist hingað til lands til þungunarofs fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. En kveikjan að frumvarpinu er ekki hvað síst hert löggjöf um þungunarrof í Póllandi. Atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi? Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók málið upp í umræðum um störf þingsins í morgun. Hann sagði átján flutningsmenn þingsályktunarinnar ekki hafa miklar áhyggjur af álaginu á heilbrigðiskerfið að þessu sinni eins og oft áður. „Ég spyr hvort það sé hlutverk heilbrigðiskerfisins á Íslandi að bregðast við pólitísku heilbrigðisvandamáli tugmilljóna þjóða þegar við glímum við biðlista í heilbrigðiskerfinu sem okkur öll dreymir um að eyða. Er svona tillaga ekki atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi?“ spurði Ásmundur. Rósa Björk gagnrýndi þingmanninn fyrir að taka þetta mál upp undir liðnum störf þingsins án þess að óska eftir því að eiga orðastað við hana um málið . Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis undir þá gagnrýni og þingmenn sem styðja þingsályktunina brugðust harkalega við málflutningi Ásmundar. Andrés telur Ásmund tala gegn rétti kvenna „Ólíkt því sem kom fram í máli þingmannsins hér í störfum þingsins þá snýst þetta ekki um ást hans á stöðu heilbrigðiskerfisins. Þetta snýst um andstöðu hans við rétt kvenna til þungunarrofs,” sagði Andrés utan flokka. Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tóku undir þetta. „Hann er að reyna að afvegaleiða umræðuna eingöngu vegna þess að hann var á móti frumvarpi hæstvirts ráðherra varðandi þungunarrof. Sem var samþykkt var hér af meirihluta alþingismanna,“ sagði Helga Vala. Formaður Viðreisnar lætur hart mæta hörðu Þorgerður Katrín sagði Ásmund og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggjast á sveif með poppulískum öflum í öðrum löndum sem vildu skerða réttindi kvenna. Íslendingar þyrftu að gæta að því að rödd þeirra heyrðist þegar kæmi að lýðræði og mannréttindum. „Það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á hér í dag. Að Sjálfstæðisflokkurinn með Ásmund Friðriksson sem andstæðing réttinda kvenna til þungunarrofs er að hasla sér völl í ríkari mæli í íslensku samfélagi. Gott og vel. Þá verður þeim líka mætt. Þá verður þeim líka svarað,“ sagði Þorgerður Katrín. Þingsályktun Rósu Bjarkar og sautján annarra þingmanna úr öllum stjórnarandstöðuflokkum nema Miðflokki og Flokki Fólksins ásamt Ólafi Þór Gunnarssyni og Steinunni Þóru Árnadóttur þingmönnum Vinstri grænna verður rædd á Alþingi síðar í dag. Þungunarrof Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Þingmenn sem styðja þingsályktun um að erlendar konur geti komið hingað til lands til þungunarrofs brugðust ókvæða við gagnrýni Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á frumvarpið á Alþingi í morgun. Hann segir frumvarpið kalla á aukið álag á íslenskt heilbrigðiskerfi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir utan þingflokka er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðist hingað til lands til þungunarofs fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. En kveikjan að frumvarpinu er ekki hvað síst hert löggjöf um þungunarrof í Póllandi. Atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi? Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók málið upp í umræðum um störf þingsins í morgun. Hann sagði átján flutningsmenn þingsályktunarinnar ekki hafa miklar áhyggjur af álaginu á heilbrigðiskerfið að þessu sinni eins og oft áður. „Ég spyr hvort það sé hlutverk heilbrigðiskerfisins á Íslandi að bregðast við pólitísku heilbrigðisvandamáli tugmilljóna þjóða þegar við glímum við biðlista í heilbrigðiskerfinu sem okkur öll dreymir um að eyða. Er svona tillaga ekki atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi?“ spurði Ásmundur. Rósa Björk gagnrýndi þingmanninn fyrir að taka þetta mál upp undir liðnum störf þingsins án þess að óska eftir því að eiga orðastað við hana um málið . Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis undir þá gagnrýni og þingmenn sem styðja þingsályktunina brugðust harkalega við málflutningi Ásmundar. Andrés telur Ásmund tala gegn rétti kvenna „Ólíkt því sem kom fram í máli þingmannsins hér í störfum þingsins þá snýst þetta ekki um ást hans á stöðu heilbrigðiskerfisins. Þetta snýst um andstöðu hans við rétt kvenna til þungunarrofs,” sagði Andrés utan flokka. Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tóku undir þetta. „Hann er að reyna að afvegaleiða umræðuna eingöngu vegna þess að hann var á móti frumvarpi hæstvirts ráðherra varðandi þungunarrof. Sem var samþykkt var hér af meirihluta alþingismanna,“ sagði Helga Vala. Formaður Viðreisnar lætur hart mæta hörðu Þorgerður Katrín sagði Ásmund og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggjast á sveif með poppulískum öflum í öðrum löndum sem vildu skerða réttindi kvenna. Íslendingar þyrftu að gæta að því að rödd þeirra heyrðist þegar kæmi að lýðræði og mannréttindum. „Það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á hér í dag. Að Sjálfstæðisflokkurinn með Ásmund Friðriksson sem andstæðing réttinda kvenna til þungunarrofs er að hasla sér völl í ríkari mæli í íslensku samfélagi. Gott og vel. Þá verður þeim líka mætt. Þá verður þeim líka svarað,“ sagði Þorgerður Katrín. Þingsályktun Rósu Bjarkar og sautján annarra þingmanna úr öllum stjórnarandstöðuflokkum nema Miðflokki og Flokki Fólksins ásamt Ólafi Þór Gunnarssyni og Steinunni Þóru Árnadóttur þingmönnum Vinstri grænna verður rædd á Alþingi síðar í dag.
Þungunarrof Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira