Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2020 14:00 Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og minkabóndi að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Skagafjörður/AP Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda telur viðbrögð danskra stjórnvalda vegna kórónuveirusmita í minkum þar í landi yfirdrifin og að nær hefði verið að beina frekar sjónum að þeim búum þar sem smit höfðu raunverulega komið upp. Hann segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. Kom flatt upp á íslenska loðdýrabændur Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og bóndi að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann segir fréttirnar frá Danmörku hafa komið svakalega flatt upp á loðdýrabændur hér heima. „Þetta kemur svakalega á óvart að þeir skuli fara í svona miklar aðgerðir þó að það hafi komið upp Covid í svolitlum hluta minkabúanna í Danmörku. Það eru rúmlega 1.100 minkabú í landinu og smit hafa komið upp í um tvö hundruð þeirra. Að þeir skuli fara í þær aðgerðir að drepa niður á öllum búunum það finnst mér mjög langt gengið. Ég held að það hefði verið skynsamlegri leið að taka eingöngu þau bú sem voru smituð og reyna að bjarga atvinnugreininni. Svo er ljóst að það voru fjöldi búa þar sem minkarnir voru búnir að mynda mótefni. Þeir gera það á mjög skömmum tíma,“ segir Einar. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Erfitt að meta stöðuna fyrir íslenska loðdýrarækt Aðspurður um hvaða áhrif svona hefur á minkaræktina á Íslandi segir Einar að það sé mjög erfitt að meta stöðuna. Hægt sé að draga upp margar sviðsmyndir, þar sem ein sé sú að þetta geti verið upphafið að endalokum minkaræktar í Evrópu. Önnur sé að þetta muni hafa þau áhrif að skinnaverðið muni hækka til muna sem gæti þá tryggt reksturinn á þeim minkabúum í álfunni sem eftir séu, þar á meðal á Íslandi. Hann segir erfitt að meta hvort að Dönunum takist að snúa aftur eftir svona. Innviðirnir – hús, búr, tæki til ræktunar – séu þó sannarlega til staðar í Danmörku enda hafi verið búið að fjárfesta fyrir miklar fjárhæðir. Umfangið yrði þó framvegis alltaf minna en verið hefur. Níu minkabú á Íslandi Einar segir að á Íslandi séu nú níu minkabú og að samtals sé verið að framleiða um 60 þúsund skinn á ári. Hann segir ekkert kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum – hvorki í dýrum né í fólki sem búunum tengist á nokkurn hátt. Náið sé fylgst með umræðunni í Danmörku og lærdómur dreginn af því sem þar hefur gerst. „Það liggur þó fyrir að minkarnir eru mjög viðkvæmir fyrir Covid-smiti. Þeir smitast mjög auðveldlega, en það gera hundar og kettir líka,“ segir Einar. Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda telur viðbrögð danskra stjórnvalda vegna kórónuveirusmita í minkum þar í landi yfirdrifin og að nær hefði verið að beina frekar sjónum að þeim búum þar sem smit höfðu raunverulega komið upp. Hann segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. Kom flatt upp á íslenska loðdýrabændur Einar E. Einarsson er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og bóndi að Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Hann segir fréttirnar frá Danmörku hafa komið svakalega flatt upp á loðdýrabændur hér heima. „Þetta kemur svakalega á óvart að þeir skuli fara í svona miklar aðgerðir þó að það hafi komið upp Covid í svolitlum hluta minkabúanna í Danmörku. Það eru rúmlega 1.100 minkabú í landinu og smit hafa komið upp í um tvö hundruð þeirra. Að þeir skuli fara í þær aðgerðir að drepa niður á öllum búunum það finnst mér mjög langt gengið. Ég held að það hefði verið skynsamlegri leið að taka eingöngu þau bú sem voru smituð og reyna að bjarga atvinnugreininni. Svo er ljóst að það voru fjöldi búa þar sem minkarnir voru búnir að mynda mótefni. Þeir gera það á mjög skömmum tíma,“ segir Einar. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Erfitt að meta stöðuna fyrir íslenska loðdýrarækt Aðspurður um hvaða áhrif svona hefur á minkaræktina á Íslandi segir Einar að það sé mjög erfitt að meta stöðuna. Hægt sé að draga upp margar sviðsmyndir, þar sem ein sé sú að þetta geti verið upphafið að endalokum minkaræktar í Evrópu. Önnur sé að þetta muni hafa þau áhrif að skinnaverðið muni hækka til muna sem gæti þá tryggt reksturinn á þeim minkabúum í álfunni sem eftir séu, þar á meðal á Íslandi. Hann segir erfitt að meta hvort að Dönunum takist að snúa aftur eftir svona. Innviðirnir – hús, búr, tæki til ræktunar – séu þó sannarlega til staðar í Danmörku enda hafi verið búið að fjárfesta fyrir miklar fjárhæðir. Umfangið yrði þó framvegis alltaf minna en verið hefur. Níu minkabú á Íslandi Einar segir að á Íslandi séu nú níu minkabú og að samtals sé verið að framleiða um 60 þúsund skinn á ári. Hann segir ekkert kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum – hvorki í dýrum né í fólki sem búunum tengist á nokkurn hátt. Náið sé fylgst með umræðunni í Danmörku og lærdómur dreginn af því sem þar hefur gerst. „Það liggur þó fyrir að minkarnir eru mjög viðkvæmir fyrir Covid-smiti. Þeir smitast mjög auðveldlega, en það gera hundar og kettir líka,“ segir Einar.
Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira