Áhyggjur af því að brottfall úr framhaldsskólum verði mikið vegna vanlíðunar ungmenna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 20:18 Ungmenni hafa í auknu mæli leitað til Bergsins vegna vanlíðan og kvíða. Það sé sérstaklega vegna félagslegrar einangrunar og álags í skóla. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Bergsins, stuðnings- og ráðgjafaseturs, segir líðan ungmenna nú á tímum Covid mikið áhyggjuefni. Þriðja bylgja faraldursins hafi hrikaleg áhrif á ungt fólk og aðsókn í Bergið hafi stóraukist. „Þeim líður ekki nógu vel. Þau upplifa depurð, þyngsli og kvíða og þau eru þung og þeim líður ekki alveg nógu vel. Þau upplifa að þau ráði ekki alveg við skólann og allar þær kröfur sem á þau eru gerðar,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins í samtali við Vísi. Sigurþóra birti í dag færslu á Facebook þar sem hún skrifaði um vanlíðan ungmenna. Hún óttist að brottfall úr framhaldsskólum verði stórfellt nú fyrir jól, ungmennin séu einfaldlega að gefast upp fyrir verkefninu. „Þetta á bæði við um þau sem eru í framhaldsskóla en líka þau sem eru að byrja í háskóla. Þetta fjarnám og þetta að vera alltaf heima það er bara íþyngjandi,“ segir Sigurþóra. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins.Bergið „Þau þoldu þetta alveg í vor, þá var þetta bara tímabundið. En núna er vonleysið að aukast og sérstaklega líka vegna þess að skólarnir hafa ákveðið að draga ekkert úr kröfum heldur og þau upplifa að þau ráði ekki alveg við námið. Þau séu bara að missa af lestinni og missa sjálfstraustið í námi.“ Félagsleg einangrun mikið áhyggjuefni Hún segir í Facebook-færslunni að vanlíðanina megi rekja helst til tveggja þátta. Annars vegar félagslegrar einangrunar og hins vegar vegna þess að kröfur í námi hafi ekki verið lækkaðar. „Að fá ekki að hitta félagana, að hafa ekkert félagslegt að hlakka til. Það er verið að taka svo mikið frá þessum ungmennum núna,“ skrifar hún. „Þú kannski þekkir fáa í þínum skóla og nú eru engin böll, ekkert félagsstarf, engin félagsleg tengsl og bara að læra heima í gegnum tölvu með öðrum sem þú þekkir ekkert.“ Nemendur í bæði framhaldsskólum og háskólum finna fyrir mikilli vanlíðan og álagi vegna faraldursins.Vísir/Vilhelm Hún segir mikilvægt að framhaldsskólarnir bregðist við, til dæmis með því að opna skólana, bjóða upp á þriggja til fimm manna námshópa, bjóða upp á stuðning á staðnum meðal annars með því að leyfa krökkum að hitta námsráðgjafann í persónu en ekki bara í gegn um síma. „Þetta er að buga þau. Þau þurfa að læra svo mikið allan daginn, það virkar meira þar sem þau eru að gera þetta mest í sjálfsnámi, þó einhverjar kennslustundir séu í gegnum netið,“ skrifar Sigurþóra. „Þriggja ára framhaldsskólinn er ekki að vinna með okkur þarna, kannski þurfum við að skoða hvort þessi hópur fái ekki bara lengri tíma í verkefni. Eitthvað þarf að gera í haust og vor til að koma til móts við þennan hóp, því ef við missum þau út úr skólunum verður vandinn mun erfiðari við að eiga.“ Þriðja bylgjan er að hafa hrikaleg áhrif á unga fólkið okkar. Við finnum fyrir stóraukinni aðsókn í Bergið og ungmennum...Posted by Sigurþóra Bergsdóttir on Thursday, November 5, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Hefðbundið námsfyrirkomulag er ekki lausnin Vormisseri háskólanema var allt öðruvísi en búast mátti við og stóðu stúdentar fljótt frammi fyrir breyttum raunveruleika. 2. nóvember 2020 08:00 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira
Framkvæmdastjóri Bergsins, stuðnings- og ráðgjafaseturs, segir líðan ungmenna nú á tímum Covid mikið áhyggjuefni. Þriðja bylgja faraldursins hafi hrikaleg áhrif á ungt fólk og aðsókn í Bergið hafi stóraukist. „Þeim líður ekki nógu vel. Þau upplifa depurð, þyngsli og kvíða og þau eru þung og þeim líður ekki alveg nógu vel. Þau upplifa að þau ráði ekki alveg við skólann og allar þær kröfur sem á þau eru gerðar,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins í samtali við Vísi. Sigurþóra birti í dag færslu á Facebook þar sem hún skrifaði um vanlíðan ungmenna. Hún óttist að brottfall úr framhaldsskólum verði stórfellt nú fyrir jól, ungmennin séu einfaldlega að gefast upp fyrir verkefninu. „Þetta á bæði við um þau sem eru í framhaldsskóla en líka þau sem eru að byrja í háskóla. Þetta fjarnám og þetta að vera alltaf heima það er bara íþyngjandi,“ segir Sigurþóra. Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins.Bergið „Þau þoldu þetta alveg í vor, þá var þetta bara tímabundið. En núna er vonleysið að aukast og sérstaklega líka vegna þess að skólarnir hafa ákveðið að draga ekkert úr kröfum heldur og þau upplifa að þau ráði ekki alveg við námið. Þau séu bara að missa af lestinni og missa sjálfstraustið í námi.“ Félagsleg einangrun mikið áhyggjuefni Hún segir í Facebook-færslunni að vanlíðanina megi rekja helst til tveggja þátta. Annars vegar félagslegrar einangrunar og hins vegar vegna þess að kröfur í námi hafi ekki verið lækkaðar. „Að fá ekki að hitta félagana, að hafa ekkert félagslegt að hlakka til. Það er verið að taka svo mikið frá þessum ungmennum núna,“ skrifar hún. „Þú kannski þekkir fáa í þínum skóla og nú eru engin böll, ekkert félagsstarf, engin félagsleg tengsl og bara að læra heima í gegnum tölvu með öðrum sem þú þekkir ekkert.“ Nemendur í bæði framhaldsskólum og háskólum finna fyrir mikilli vanlíðan og álagi vegna faraldursins.Vísir/Vilhelm Hún segir mikilvægt að framhaldsskólarnir bregðist við, til dæmis með því að opna skólana, bjóða upp á þriggja til fimm manna námshópa, bjóða upp á stuðning á staðnum meðal annars með því að leyfa krökkum að hitta námsráðgjafann í persónu en ekki bara í gegn um síma. „Þetta er að buga þau. Þau þurfa að læra svo mikið allan daginn, það virkar meira þar sem þau eru að gera þetta mest í sjálfsnámi, þó einhverjar kennslustundir séu í gegnum netið,“ skrifar Sigurþóra. „Þriggja ára framhaldsskólinn er ekki að vinna með okkur þarna, kannski þurfum við að skoða hvort þessi hópur fái ekki bara lengri tíma í verkefni. Eitthvað þarf að gera í haust og vor til að koma til móts við þennan hóp, því ef við missum þau út úr skólunum verður vandinn mun erfiðari við að eiga.“ Þriðja bylgjan er að hafa hrikaleg áhrif á unga fólkið okkar. Við finnum fyrir stóraukinni aðsókn í Bergið og ungmennum...Posted by Sigurþóra Bergsdóttir on Thursday, November 5, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Hefðbundið námsfyrirkomulag er ekki lausnin Vormisseri háskólanema var allt öðruvísi en búast mátti við og stóðu stúdentar fljótt frammi fyrir breyttum raunveruleika. 2. nóvember 2020 08:00 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira
Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04
Hefðbundið námsfyrirkomulag er ekki lausnin Vormisseri háskólanema var allt öðruvísi en búast mátti við og stóðu stúdentar fljótt frammi fyrir breyttum raunveruleika. 2. nóvember 2020 08:00
Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26
Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26