Innlent

Inn­lit inn í þýfis­geymsluna á Vín­lands­leið

Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa
Hér kennir ýmissa grasa.
Hér kennir ýmissa grasa. Vísir/Sigurjón

Lögregla lagði hald á mikið af þýfi í tveimur húsum í stórri aðgerð í Mosfellsbæ í gær. Einn var handtekinn í aðgerðunum. Fréttastofa leit inn á lögreglustöðina við Vínlandsleið og líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan virðast hinir bíræfnu þjófar hafa stolið öllu steini léttara, allt frá garðálfum upp í reiðhjól, raftæki og verkfæri.

Talsvert hefur verið rætt um innbrotahrinu í hverfum höfuðborgarinnar að undanförnu, meðal annars í Mosfellsbæ en þar hafa íbúar verið uggandi yfir ástandinu. Þannig er vitað til þess að brotist hafi verið inn í eitt og sama fjölbýlishúsið fjórum sinnum og íbúi sem fréttastofa ræddi við sagðist hafa orðið fyrir tugmilljóna tjóni, sem sé ekki síður tilfinningalegt tjón. 

Svipmyndir úr þýfisgeymslunni má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 í spilaranum hér fyrir neðan.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær nefndi Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, dæmi um konu sem opnaði í sakleysi sínu fyrir fólki sem hafði knúið dyra.

„Þeir fóru inn til hennar og stálu úlpunni hennar með síma og kortum og tóku út af kortinu fyrir sex hundruð þúsund,“ sagði Guðrún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×