Lögreglumenn sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. nóvember 2020 07:22 Atvikið átti sér stað í Hafnarfirðinum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og rætt við sjónarvottana sem ekki vilja láta nafns síns getið. Þeir halda því hinsvegar fram að einn lögreglumannanna hafi slegið hinn handtekna ítrekað í höfuðið með kylfu þar til hann rotaðist og féll í jörðina. Þá fullyrða vitnin að lögreglumennirnir hafi haldið áfram að berja manninn eftir að hann missti meðvitund. Í blaðinu er bent á að samkvæmt reglum um valdbeitingu lögreglumanna sé óheimilt að beina höggi að höfði. Kylfu skal beita með aðgæslu Í blaðinu er vitnað í reglur lögreglu þar sem segir að kylfu skuli beita með þeirri aðgæslu að ekki hljótist af meira hnjask eða meiðsli en þörf krefur. Stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði staðfestir við blaðið að til átaka hafi komið á milli lögreglu og manns sem hafi verið stöðvaður vegna gruns um vörslu fíkniefna. Maðurinn mun hafa sagt lögreglu að hann væri með Covid 19 og þá var kallað eftir sérútbúnum Covid bíl lögreglu. Í millitíðinni virðist hafa komið til þessara átaka. Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar málið Sjónarvottar bera allir að það hafi blætt úr höfði mannsins og að hann hafi legið meðvitundarlaus í nokkurn tíma í eigin blóðpolli. Nefnd um eftirlit með lögreglu staðfestir að hafa fengið kvörtun í tengslum við handtökuna og sé með málið til skoðunar en kveðst ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og rætt við sjónarvottana sem ekki vilja láta nafns síns getið. Þeir halda því hinsvegar fram að einn lögreglumannanna hafi slegið hinn handtekna ítrekað í höfuðið með kylfu þar til hann rotaðist og féll í jörðina. Þá fullyrða vitnin að lögreglumennirnir hafi haldið áfram að berja manninn eftir að hann missti meðvitund. Í blaðinu er bent á að samkvæmt reglum um valdbeitingu lögreglumanna sé óheimilt að beina höggi að höfði. Kylfu skal beita með aðgæslu Í blaðinu er vitnað í reglur lögreglu þar sem segir að kylfu skuli beita með þeirri aðgæslu að ekki hljótist af meira hnjask eða meiðsli en þörf krefur. Stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði staðfestir við blaðið að til átaka hafi komið á milli lögreglu og manns sem hafi verið stöðvaður vegna gruns um vörslu fíkniefna. Maðurinn mun hafa sagt lögreglu að hann væri með Covid 19 og þá var kallað eftir sérútbúnum Covid bíl lögreglu. Í millitíðinni virðist hafa komið til þessara átaka. Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar málið Sjónarvottar bera allir að það hafi blætt úr höfði mannsins og að hann hafi legið meðvitundarlaus í nokkurn tíma í eigin blóðpolli. Nefnd um eftirlit með lögreglu staðfestir að hafa fengið kvörtun í tengslum við handtökuna og sé með málið til skoðunar en kveðst ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira