Dýr reiknivilla Íbúðarlánasjóðs Sævar Þór Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 09:30 Í dómsölum þessa lands er enn verið að takast á um hrunmál þótt tólf ár séu liðin frá Hruninu. Fyrir dómi er mál sem ég hef rekið fyrir skjólstæðing vegna reiknimistaka sem Íbúðarlánasjóður gerði í kjölfar hrunsins sem kostuðu umbjóðanda minn húsnæði hans. Þessi skjólstæðingur hafði líkt og svo margir fyrir hrunið tekið verðtryggt íbúðalán sem síðar stökkbreyttist. Skjólstæðingur minn hafði sótt um skilamálabreytingu á láni sínu hjá Íbúðarlánasjóði sem fólst í því að dreifa greiðslubyrði með því að fjölga gjalddögum á ári úr fjórum í mánaðarlegar greiðslur. Skilmálabreytingin var samþykkt en þau mistök gerð af hálfu Íbúðalánasjóðs að það gleymdist að fjölga heildar fjölda gjalddaga. Þetta hafði þær afleiðingar að lánstíminn styttist um mörg ár og greiðslubyrði lánsins hækkaði í stað þess að lækka. Skjólstæðingur minn gat ekki staðið í skilum með lánið en sá að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Hann leitaði til Íbúðarlánasjóðs sem vildi ekki gangast við mistökunum. Umbjóðandi minn leitaði á náðir umboðsmanns skuldara sem synjaði honum þar sem sýnt þótti að þeirra mati að greiðsluskjól myndi ekki gagnast honum enda greiðslubyrði lánsins langt umfram það sem skjólstæðingur minn réði við. Til að gera langa sögu stutta þá missti hann heimili sitt á uppboði. Í framhaldinu fóru af stað viðræður við Íbúðarlánasjóð um úrbætur og ábyrgð þeirra á málinu. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt mistök þá var allri ábyrgð hafnað. Umbjóðandi minn átti sem sagt að sætta sig við mistök sjóðsins og una því að hafa misst húsnæðið sitt. Í kjölfarið ákvað hann að leita réttar síns. Eftir marga ára baráttu gerðist það loks að hann fékk staðfestingu á sínum málstað með matsgerð dómkvaddra yfirmatsmanna. Þar birtist svart á hvítu að, hefði verið rétt staðið að útreikningi skilmálabreytingarinnar, þá hefði greiðslubyrðin verið miklu lægri og skjólstæðingurinn haft gjaldfærni til að standa undir henni. Hefði verið hlustað á hann í öndverðu og lánið leiðrétt strax þá hefði hann haldið eigninni og jafnframt getað nýtt sér úrræði umboðsmanns skuldara sem þá voru í boði. Þrátt fyrir að eignamyndun umbjóðanda míns hafi verið lítil í íbúðinni á þeim tíma þá hefur verð á fasteignum hækkað mikið frá hruni, það mikið að hann hefði myndað eign í íbúðinni sem hann hefði síðar getað leyst út. Ábyrgðin í þessu máli liggur bæði hjá Umboðsmanni skuldar og Íbúðarlánasjóði. Umboðsmaður hefði með réttu fyrir hönd skuldara átt að ganga eftir leiðréttingunni eða taka mið af mistökunum þannig að skjólstæðingnum yrði ekki hent út úr greiðsluskjólinu. Hið minnsta hefði skuldarinn átt að fá að njóta vafans. Framganga þessara stofnanna er með ólíkindum en því miður alls ekki einsdæmi. Umbjóðandi minn missti heimili sitt og enginn virðist ætla að axla ábyrgð á því. Lítilmagninn hafði á endanum rétt fyrir sér og bjó yfir styrk til að halda málinu til streitu. Eftir stendur aðeins valdhroki þeirra sem vildu ekki hlusta á hann en máttu og áttu að vita betur. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Dómsmál Húsnæðismál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í dómsölum þessa lands er enn verið að takast á um hrunmál þótt tólf ár séu liðin frá Hruninu. Fyrir dómi er mál sem ég hef rekið fyrir skjólstæðing vegna reiknimistaka sem Íbúðarlánasjóður gerði í kjölfar hrunsins sem kostuðu umbjóðanda minn húsnæði hans. Þessi skjólstæðingur hafði líkt og svo margir fyrir hrunið tekið verðtryggt íbúðalán sem síðar stökkbreyttist. Skjólstæðingur minn hafði sótt um skilamálabreytingu á láni sínu hjá Íbúðarlánasjóði sem fólst í því að dreifa greiðslubyrði með því að fjölga gjalddögum á ári úr fjórum í mánaðarlegar greiðslur. Skilmálabreytingin var samþykkt en þau mistök gerð af hálfu Íbúðalánasjóðs að það gleymdist að fjölga heildar fjölda gjalddaga. Þetta hafði þær afleiðingar að lánstíminn styttist um mörg ár og greiðslubyrði lánsins hækkaði í stað þess að lækka. Skjólstæðingur minn gat ekki staðið í skilum með lánið en sá að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Hann leitaði til Íbúðarlánasjóðs sem vildi ekki gangast við mistökunum. Umbjóðandi minn leitaði á náðir umboðsmanns skuldara sem synjaði honum þar sem sýnt þótti að þeirra mati að greiðsluskjól myndi ekki gagnast honum enda greiðslubyrði lánsins langt umfram það sem skjólstæðingur minn réði við. Til að gera langa sögu stutta þá missti hann heimili sitt á uppboði. Í framhaldinu fóru af stað viðræður við Íbúðarlánasjóð um úrbætur og ábyrgð þeirra á málinu. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt mistök þá var allri ábyrgð hafnað. Umbjóðandi minn átti sem sagt að sætta sig við mistök sjóðsins og una því að hafa misst húsnæðið sitt. Í kjölfarið ákvað hann að leita réttar síns. Eftir marga ára baráttu gerðist það loks að hann fékk staðfestingu á sínum málstað með matsgerð dómkvaddra yfirmatsmanna. Þar birtist svart á hvítu að, hefði verið rétt staðið að útreikningi skilmálabreytingarinnar, þá hefði greiðslubyrðin verið miklu lægri og skjólstæðingurinn haft gjaldfærni til að standa undir henni. Hefði verið hlustað á hann í öndverðu og lánið leiðrétt strax þá hefði hann haldið eigninni og jafnframt getað nýtt sér úrræði umboðsmanns skuldara sem þá voru í boði. Þrátt fyrir að eignamyndun umbjóðanda míns hafi verið lítil í íbúðinni á þeim tíma þá hefur verð á fasteignum hækkað mikið frá hruni, það mikið að hann hefði myndað eign í íbúðinni sem hann hefði síðar getað leyst út. Ábyrgðin í þessu máli liggur bæði hjá Umboðsmanni skuldar og Íbúðarlánasjóði. Umboðsmaður hefði með réttu fyrir hönd skuldara átt að ganga eftir leiðréttingunni eða taka mið af mistökunum þannig að skjólstæðingnum yrði ekki hent út úr greiðsluskjólinu. Hið minnsta hefði skuldarinn átt að fá að njóta vafans. Framganga þessara stofnanna er með ólíkindum en því miður alls ekki einsdæmi. Umbjóðandi minn missti heimili sitt og enginn virðist ætla að axla ábyrgð á því. Lítilmagninn hafði á endanum rétt fyrir sér og bjó yfir styrk til að halda málinu til streitu. Eftir stendur aðeins valdhroki þeirra sem vildu ekki hlusta á hann en máttu og áttu að vita betur. Höfundur er lögmaður.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun