Erlent

Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bannon var um tíma helsti ráðgjafi forsetans.
Bannon var um tíma helsti ráðgjafi forsetans. epa/Claudio Peri

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum.

Fauci er yfirmaður sóttvarnamála í Bandaríkjunum og Wray yfir alríkislögreglunni.

„Annað kjörtímabilið hefst á því að reka Wray, reka Fauci ... nei, ég vildi reyndar ganga lengra en forsetinn er góðhjartaður maður og góður maður,“ sagði Bannon. „Ég vildi fara aftur til Tudor-tímans í Englandi. Ég myndi stjaksetja höfðin á þeim og koma þeim fyrir við tvo horn Hvíta hússins sem viðvörun til alríkisbjúrókrata; annað hvort spilarðu með eða þú ert farinn.“

Myndband af upptöku hlaðvarpsins var á Facebook í 10 tíma áður en það var fjarlægt. Twitter hefur bannað War Room-aðgang Bannon til lífstíðar, á þeim forsendum að hann hafi brotið gegn skilmálum samfélagsmiðilsins með því að hvetja til ofbeldis.

Guardian sagði frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×