Heimili og fyrirtæki fengið 40 milljarða í beinan stuðning Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 20:36 Flest fyrirtækja sem hafa nýtt sér úrræði stjórnvalda hafa verið fyrirtæki í ferðaþjónustu eða öðrum tengdum greinum. Vísir/Vilhelm Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. Tæpir 20 milljarðar hafa einnig farið í frestun skattgreiðslna, 20 milljarðar í frestun aðflutningsgjalda og 6.6 milljarðar hafa verið lánaðir með ríkisábyrgð að því er fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Fyrir árslok munu heimilin auk þess hafa fengið fyrirframgreiddan séreignarsparnað upp á 21 milljarð króna. Fram kemur að þessar aðgerðir eigi þátt í því að ríkissjóður verður rekinn með 260 til 270 milljarða króna halla árin 2020 og 2021 í stað þess að vera nærri í jafnvægi líkt og stefnt var að fyrir faraldurinn. Það sé þó að mestu vegna sjálfvirks viðbragðs skattkerfis og atvinnuleysisbóta við minni efnahagsumsvifum. Þá hafa útgjöld verið aukin vegna faraldursins ekki síst á sviði heilbrigðis-, félags- og menntamála segir í tilkynningunni. Auk þess hafi verið ráðist í viðamikið fjárfestingarátak. Úrræði hafi einnig tekið breytingum eftir því sem faraldurinn hefur dregist á langinn og sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar, sum úrræði hafi verið framlengd og ný kynnt til sögunnar. Fram kemur í tilkynningunni að úrræði stjórnvalda hafi verið nýtt af um þrjú þúsund fyrirtækjum og hafi um 65% fjárhæðarinnar farið til fyrirtækja í ferðaþjónustu eða skyldum greinum. Í öllum stærstu úrræðunum að lokunarstyrkjum frátöldum hafi ferðaþjónustan verið fyrirferðarmest. Í lokunarstyrkjunum hafi mest verið greitt til fyrirtækja í ýmissi persónulegri þjónustu og heilbrigðisþjónustu. Alþingi samþykkti einnig í gær frumvarp um tekjufallsstyrki og framlengingu lokunarstyrkja. Þá var greint frá því í síðustu viku að fyrirhugaðir viðspyrnustyrkir séu nú í mótun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Umfangsmeiri tekjufallsstyrkir ættu að verða að lögum fyrir lok vikunnar Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. 3. nóvember 2020 11:23 „Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar áformum stjórnvalda um frekari efnahagsaðgerðir. 31. október 2020 12:33 Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Heimili og fyrirtæki hafa fengið 38,2 milljarða króna í beinan stuðning frá ríkinu vegna kórónuveirufaraldursins hingað til. Tæpir 20 milljarðar hafa einnig farið í frestun skattgreiðslna, 20 milljarðar í frestun aðflutningsgjalda og 6.6 milljarðar hafa verið lánaðir með ríkisábyrgð að því er fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Fyrir árslok munu heimilin auk þess hafa fengið fyrirframgreiddan séreignarsparnað upp á 21 milljarð króna. Fram kemur að þessar aðgerðir eigi þátt í því að ríkissjóður verður rekinn með 260 til 270 milljarða króna halla árin 2020 og 2021 í stað þess að vera nærri í jafnvægi líkt og stefnt var að fyrir faraldurinn. Það sé þó að mestu vegna sjálfvirks viðbragðs skattkerfis og atvinnuleysisbóta við minni efnahagsumsvifum. Þá hafa útgjöld verið aukin vegna faraldursins ekki síst á sviði heilbrigðis-, félags- og menntamála segir í tilkynningunni. Auk þess hafi verið ráðist í viðamikið fjárfestingarátak. Úrræði hafi einnig tekið breytingum eftir því sem faraldurinn hefur dregist á langinn og sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar, sum úrræði hafi verið framlengd og ný kynnt til sögunnar. Fram kemur í tilkynningunni að úrræði stjórnvalda hafi verið nýtt af um þrjú þúsund fyrirtækjum og hafi um 65% fjárhæðarinnar farið til fyrirtækja í ferðaþjónustu eða skyldum greinum. Í öllum stærstu úrræðunum að lokunarstyrkjum frátöldum hafi ferðaþjónustan verið fyrirferðarmest. Í lokunarstyrkjunum hafi mest verið greitt til fyrirtækja í ýmissi persónulegri þjónustu og heilbrigðisþjónustu. Alþingi samþykkti einnig í gær frumvarp um tekjufallsstyrki og framlengingu lokunarstyrkja. Þá var greint frá því í síðustu viku að fyrirhugaðir viðspyrnustyrkir séu nú í mótun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Umfangsmeiri tekjufallsstyrkir ættu að verða að lögum fyrir lok vikunnar Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. 3. nóvember 2020 11:23 „Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar áformum stjórnvalda um frekari efnahagsaðgerðir. 31. október 2020 12:33 Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Umfangsmeiri tekjufallsstyrkir ættu að verða að lögum fyrir lok vikunnar Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. 3. nóvember 2020 11:23
„Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar áformum stjórnvalda um frekari efnahagsaðgerðir. 31. október 2020 12:33
Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01