Innlent

Alexandra Ýr kjörin ritari Samfylkingarinnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Alexandra Ýr van Erven var í dag kjörin ritari Samfylkingarinnar og hlaut hún 64% atkvæða.
Alexandra Ýr van Erven var í dag kjörin ritari Samfylkingarinnar og hlaut hún 64% atkvæða. Samfylkingin

Alexandra Ýr van Erven var í dag kjörin nýr ritari flokksins. Alexandra hlaut 64 prósent atkvæða en á móti henni var Hörður Oddfríðarson í framboði. Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær.

Heiða Björg Hilmisdóttir var fyrr í dag endurkjörin varaformaður flokksins og Logi Már Einarsson var í gær endurkjörinn formaður.

Alexandra er 26 ára gamall stjórnmálafræðinemi og Ungur jafnaðarmaður en hún hefur veri virk í flokknum um tíma. Alexandra situr í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna og leggur hún áherslu á að ungt fólk sé í lykilstöðum innanflokks.

Hún bendir í framboðstilkynningu sinni á að jafnaðarfólk eigi að vera stolt af sínum gildum, arfleifð og „að femínískur hugsunarháttur eigi að kjarna hugmyndafræði flokksins.“

Landsfundi flokksins lýkur klukkan 14 í dag en hægt er að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér þangað til. 


Tengdar fréttir

Bein útsending: Landsfundur Samfylkingarinnar

Landsfundur Samfylkingarinnar fer nú fram en hann hófst í gær og heldur áfram í dag. Flokkurinn vonast til þess að fundurinn verði „hressilegur upptaktur fyrir kosningar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×