Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var ómyrkur í máli í garð enska knattspyrnusambandsins eftir að hafa séð lið sitt leggja Everton að velli, 1-3, í ensku úrvalsdeildinni í dag.
„Þessi tímasetning á leiknum er út í hött og við vorum í raun dæmdir til að mistakast. Við erum búnir að spila fullt af leikjum á tímabilinu og vorum að spila í Tyrklandi á miðvikudag. Við komum til baka á fimmtudagsmorgni og spilum í hádegi á laugardag. Þetta er til skammar,“ sagði Solskjær og greindi frá því að líklega væru tveir leikmenn meiddir í kjölfarið.
„Strákarnir eiga betra skilið. Luke Shaw meiddist vegna þessa og gæti orðið lengi frá. Marcus Rashford er í óvissu líka.“
„Hver ber ábyrgð á þessu? Við erum búnir að fá nóg. Leikmennirnir eru að hrynja niður, andlega og líkamlega. Látið okkur spila á sunnudegi, það er hvort eð er að koma landsleikjahlé í kjölfarið. Þetta er djók,“ sagði Norðmaðurinn.
„Leikmennirnir voru frábærir. Þeir eiga allt hrósið skilið. Cavani er að verða betri og betri,“ sagði Solskjær einnig.
"The kick-off time set us up to fail."
— Football on BT Sport (@btsportfootball) November 7, 2020
"It's an absolute shambles. The boys deserve better."
Ole Gunnar Solskjaer is furious that Man Utd have had to play on Saturday afternoon having played in Turkey on Wednesday night.
@TheDesKelly pic.twitter.com/4xjJqMhU8y