Gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikana að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 13:30 Stuðningsmenn Trumps eru margir hverjir eldheitir og sannfærðir í trú sinni á forsetann. Aaron P. Bernstein/Getty Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn Guðmundar Hálfdánarsonar, prófessors í sagnfræði. Marco Rubio hefur verið nefndur sem mögulegt andlit flokksins og arftaka Trumps innan hans. „Hann kemur til með að eiga erfitt með að fá fylgi án þess að raunverulega tala til Trump aðdáenda. Sem eru að kjósa Repúblikanaflokkinn, ekki bara vegna þess að þau styðja málefni hans, heldur því þeir leggja það á sig að kjósa vegna þess að þeir dá svo Trump. Tekst einhverjum að taka þann kyndil það er ekki gott að segja,“ segir Guðmundur Hálfdánarson. Kristján Kristjánsson ræddi við Guðmund í Sprengisandi í morgun. Er „Trumpismi“ til? Guðmundur segir það álitamál hvort svokallaður „Trumpismi“ sé til. Í Trumpisma er talin felast óbilandi trú á Donald Trump og aðferðafræði hans. „Að hve miklu leyti snýst þetta bara um hans persónu eða að hve miklu leyti er hann að tjá pólitík sem hefur víðtækan stuðning.“ Hann segir að tíminn muni leiða það í ljós. Guðmundur segir Trump hafa náð til margra í kosningabaráttu sinni. „Það verður ekki af honum tekið og það sem einkennir hans kosningabaráttu eða kosningahegðun - er að honum tekst mjög vel að fá sína kjósendur og aðdáendur til að koma á kjörstað. Alveg örugglega þá hafa margir kosið í þessum tvennum kosningum 2016 og 2020 sem ekki hafa kosið áður.“ Hann segir kosningabaráttu í Bandaríkjunum snúast að miklu leyti um að fá fólk á kjörstað. „Það munar oft mjög litlu og því snýst þetta um að fá fólk til að kjósa og báðum aðilum tókst það mjög vel.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Það gæti reynst erfitt fyrir næsta frambjóðanda Repúblikanaflokksins að sækja fylgi vegna mikillar hylli Trumps í flokknum að sögn Guðmundar Hálfdánarsonar, prófessors í sagnfræði. Marco Rubio hefur verið nefndur sem mögulegt andlit flokksins og arftaka Trumps innan hans. „Hann kemur til með að eiga erfitt með að fá fylgi án þess að raunverulega tala til Trump aðdáenda. Sem eru að kjósa Repúblikanaflokkinn, ekki bara vegna þess að þau styðja málefni hans, heldur því þeir leggja það á sig að kjósa vegna þess að þeir dá svo Trump. Tekst einhverjum að taka þann kyndil það er ekki gott að segja,“ segir Guðmundur Hálfdánarson. Kristján Kristjánsson ræddi við Guðmund í Sprengisandi í morgun. Er „Trumpismi“ til? Guðmundur segir það álitamál hvort svokallaður „Trumpismi“ sé til. Í Trumpisma er talin felast óbilandi trú á Donald Trump og aðferðafræði hans. „Að hve miklu leyti snýst þetta bara um hans persónu eða að hve miklu leyti er hann að tjá pólitík sem hefur víðtækan stuðning.“ Hann segir að tíminn muni leiða það í ljós. Guðmundur segir Trump hafa náð til margra í kosningabaráttu sinni. „Það verður ekki af honum tekið og það sem einkennir hans kosningabaráttu eða kosningahegðun - er að honum tekst mjög vel að fá sína kjósendur og aðdáendur til að koma á kjörstað. Alveg örugglega þá hafa margir kosið í þessum tvennum kosningum 2016 og 2020 sem ekki hafa kosið áður.“ Hann segir kosningabaráttu í Bandaríkjunum snúast að miklu leyti um að fá fólk á kjörstað. „Það munar oft mjög litlu og því snýst þetta um að fá fólk til að kjósa og báðum aðilum tókst það mjög vel.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent