Þríþrautarkappinn Chris Nikic skráði sig á spjöld íþróttasögunnar um helgina þegar hann varð fyrsti einstaklingurinn með Downs heilkenni til að klára svokallaðan Járnkarl. Mótið fór fram í Panama City í Flórída, heimaríki Nikic.
Í Járnkarli þurfa keppendur að synda 3,86 kílómetra, hjóla 180,25 kílómetra og hlaupa heilt maraþon (42,2 kílómetra).
Nikic kom í mark á sextán klukkutímum, 46 mínútum og níu sekúndum. Keppendur þurftu að klára Járnkarlinn á sautján klukkutímum eða minna og Nikic var því vel undir niðurskurðartímanum. Hann fékk afrek sitt skráð í heimsmetabók Guinness.
.@ChrisNikic, YOU ARE AN IRONMAN!
— IRONMAN Triathlon (@IRONMANtri) November 8, 2020
Congratulations Chris on becoming the first person with Down syndrome to finish an IRONMAN. You have shattered barriers while proving without a doubt that Anything is Possible!
(1/3) pic.twitter.com/YMa1ix0DGH
„Markmið sett og markmiði náð. Tími til að setja sér ný og stærri markmið fyrir 2021,“ skrifaði Nikic á Instagram þar sem hann er með rúmlega 71 þúsund fylgjendur.
Nikic, sem er 21 árs, setur stefnuna á að keppa á Ólympíumóti fatlaðra 2022 sem fer fram í Orlando í Flórída.
Hér fyrir neðan má sjá myndbrot frá afreki Nikic um helgina.