Opið bréf til forsætisráðherra Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 9. nóvember 2020 14:30 Fyrir 17 mánuðum samþykkti Alþingi þingmál sem ég hafði lagt fram ásamt 15 öðrum þingmönnum um að það bæri að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ólíkt flestum þingmálum þingmanna var þetta mál samþykkt af öllum flokkum. Ríkisstjórninni var falið af þinginu að undirbúa lögfestinguna og átti ríkisstjórnin að leggja fram frumvarp á Alþingi, sem fæli í sér lögfestingu samningsins og aðlögun íslenskra laga að honum, eigi síðar en 13. desember 2020. Það er eftir einungis einn mánuð. Þetta mál af öllum Hins vegar er ekkert slíkt frumvarp á málaskrá ríkisstjórnarinnar en sú skrá segir til um hvaða mál ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í vetur. Ég trúði satt best að segja ekki mínum eigin augum þegar ég las málaskrá ríkisstjórnarinnar. Í þessu mikilvæga máli liggur vilji þingsins alveg ljóst fyrir. Ráðherrar eiga ekki að getað valið og hafnað þingsályktunum eftir hentugleika. Ráðherrar eru framkvæmdarvald og eiga að framkvæma vilja þingsins. Vegna þessa spurði ég forsætisráðherra í þingsal í síðasta mánuði hvernig stæði á því að þetta mál af öllum, mál sem myndi þýða gríðarlega mikla réttarbót fyrir fatlað fólk og öryrkja á Íslandi, sé látið mæta afgangi. Fátt var um svör en hún sagðist ætla að skoða málið en nú er tæpur mánuður liðinn og ekkert hefur heyrst af efndum. Yrði eitt fyrsta landið í heimi Alþingi, sem er löggjafarvaldið og æðsta stofnun Íslendinga, hefur nú þegar tekið það sögulega skref að samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks beri að lögfesta. Þetta risaskref mun stórbæta réttindi fatlaðs fólks og öryrkja á Íslandi, en eins og margir dómar sýna er mikill munur á lögfestingu og fullgildingu. Við höfum einungis lögfest þrjá meginalþjóðasamninga og eru það Barnasáttmálinn, Mannréttindasáttmáli Evrópu og EES-samningurinn. Með lögfestingu yrði samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks settur á þann stall. Ég er mjög stoltur af þessu þingmáli sem ég lagði fram og náði í gegn ásamt félögum mínum. Með lögfestingunni yrði Ísland eitt fyrsta land í heimi til að lögfesta þennan alþjóðasamning og það er ekki oft sem Ísland getur státað sig af slíku. Það var einmitt einnig þingmál frá mér á sínum tíma sem fékkst samþykkt á Alþingi um að lögfesta bæri Barnasáttmálann. Við urðum síðan einnig ein fyrsta þjóðin í heimi sem lögfesti Barnasáttmálann. Beðið eftir kjarabótum og nú réttarbótum Öryrkjar hafa lengi beðið eftir kjarabótum frá þessari ríkisstjórn og nú eiga þeir einnig að bíða eftir réttarbótum, og það réttarbótum sem Alþingi hefur nú þegar ákveðið að skuli ráðast í. Þetta mál snertir ekki bara fatlað fólk á Íslandi heldur alla þjóðina. Vilji þingsins er alveg skýr og sé hann ekki virtur í þessu máli af öllum, er um stórfrétt að ræða. Boltinn er því núna hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Sameinuðu þjóðirnar Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 17 mánuðum samþykkti Alþingi þingmál sem ég hafði lagt fram ásamt 15 öðrum þingmönnum um að það bæri að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ólíkt flestum þingmálum þingmanna var þetta mál samþykkt af öllum flokkum. Ríkisstjórninni var falið af þinginu að undirbúa lögfestinguna og átti ríkisstjórnin að leggja fram frumvarp á Alþingi, sem fæli í sér lögfestingu samningsins og aðlögun íslenskra laga að honum, eigi síðar en 13. desember 2020. Það er eftir einungis einn mánuð. Þetta mál af öllum Hins vegar er ekkert slíkt frumvarp á málaskrá ríkisstjórnarinnar en sú skrá segir til um hvaða mál ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í vetur. Ég trúði satt best að segja ekki mínum eigin augum þegar ég las málaskrá ríkisstjórnarinnar. Í þessu mikilvæga máli liggur vilji þingsins alveg ljóst fyrir. Ráðherrar eiga ekki að getað valið og hafnað þingsályktunum eftir hentugleika. Ráðherrar eru framkvæmdarvald og eiga að framkvæma vilja þingsins. Vegna þessa spurði ég forsætisráðherra í þingsal í síðasta mánuði hvernig stæði á því að þetta mál af öllum, mál sem myndi þýða gríðarlega mikla réttarbót fyrir fatlað fólk og öryrkja á Íslandi, sé látið mæta afgangi. Fátt var um svör en hún sagðist ætla að skoða málið en nú er tæpur mánuður liðinn og ekkert hefur heyrst af efndum. Yrði eitt fyrsta landið í heimi Alþingi, sem er löggjafarvaldið og æðsta stofnun Íslendinga, hefur nú þegar tekið það sögulega skref að samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks beri að lögfesta. Þetta risaskref mun stórbæta réttindi fatlaðs fólks og öryrkja á Íslandi, en eins og margir dómar sýna er mikill munur á lögfestingu og fullgildingu. Við höfum einungis lögfest þrjá meginalþjóðasamninga og eru það Barnasáttmálinn, Mannréttindasáttmáli Evrópu og EES-samningurinn. Með lögfestingu yrði samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks settur á þann stall. Ég er mjög stoltur af þessu þingmáli sem ég lagði fram og náði í gegn ásamt félögum mínum. Með lögfestingunni yrði Ísland eitt fyrsta land í heimi til að lögfesta þennan alþjóðasamning og það er ekki oft sem Ísland getur státað sig af slíku. Það var einmitt einnig þingmál frá mér á sínum tíma sem fékkst samþykkt á Alþingi um að lögfesta bæri Barnasáttmálann. Við urðum síðan einnig ein fyrsta þjóðin í heimi sem lögfesti Barnasáttmálann. Beðið eftir kjarabótum og nú réttarbótum Öryrkjar hafa lengi beðið eftir kjarabótum frá þessari ríkisstjórn og nú eiga þeir einnig að bíða eftir réttarbótum, og það réttarbótum sem Alþingi hefur nú þegar ákveðið að skuli ráðast í. Þetta mál snertir ekki bara fatlað fólk á Íslandi heldur alla þjóðina. Vilji þingsins er alveg skýr og sé hann ekki virtur í þessu máli af öllum, er um stórfrétt að ræða. Boltinn er því núna hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar