Ríkisstjórn Danmerkur hætti í dag við að leggja fram neyðarfrumvarp, sem fengi skjótari meðferð á þingi, um að drepa alla minka í landinu eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveiru greindist í dýrunum.
Til þess þurfti stuðning þriggja af hverjum fjórum þingmönnum og það fékkst ekki. Því þarf málið að fara í hefðbundið ferli innan þingsins.
Stjórnarandstöðuleiðtogar hafa lýst efasemdum um að nauðsynlegt sé að drepa alla minka vegna málsins og þar með útrýma heilli atvinnugrein.