Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2020 19:17 Mark Esper (t.v.) gegndi embætti varnarmálaráðherra í tæpt eitt og hálft ár. Win McNamee/Getty Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller, yfirmaður andhryðjuverkastofnunar Bandaríkjanna, væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. I am pleased to announce that Christopher C. Miller, the highly respected Director of the National Counterterrorism Center (unanimously confirmed by the Senate), will be Acting Secretary of Defense, effective immediately..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 9, 2020 ...Chris will do a GREAT job! Mark Esper has been terminated. I would like to thank him for his service.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 9, 2020 Esper var starfandi varnarmálaráðherra í einn mánuð, sumarið 2019, áður en hann tók varanlega við embætti í júlí 2019. Á síðustu vikum hefur reynt verulega á samband hans við forsetann. Ástæðan er að Esper setti sig á móti því að bandaríska hernum yrði beitt til þess að lægja mótmælaöldur sem risu í mörgum borgum Bandaríkjanna eftir að George Floyd var drepinn í haldi lögreglu í maí síðastliðnum. Í síðustu viku greindi NBC-fréttastofan frá því að Esper hefði þegar ritað uppsagnarbréf. Hann hafi því mögulega vitað í hvað stefndi. Eins og áður sagði greindi Trump einnig frá því að Christopher C. Miller tæki við embættinu, í það minnsta tímabundið. Í tísti sínu benti forsetinn á að Miller hefði þegar verið samþykktur af þinginu í þá stöðu sem hann gegndi áður en hann tók við embætti varnarmálaráðherra. Óttast að Trump ráðist í hernaðaraðgerðir Í frétt New York Times segir að þrátt fyrir að Trump eigi aðeins rúma tvo mánuði eftir í embætti geti sviptingar innan varnarmálaráðuneytisins verið þýðingarmiklar. Þannig hafi embættismenn innan ráðuneytisins óopinberlega lýst áhyggjum sínum af því að Trump myndi ráðast í hernaðaraðgerðir, leynilegar eða ekki, gegn Íran eða öðrum ríkjum sem forsetinn telur óvinveitt Bandaríkjunum, á síðustu dögum hans í forsetastól. Þá segir í frétt NYT að þeir sem standi Miller næst telji hann ekki vera í slíkum metorðum innan bandaríska stjórnkerfisins að hann geti sett sig upp á móti þeim ákvörðunum sem forsetinn kynni að taka um hernaðarmál. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller, yfirmaður andhryðjuverkastofnunar Bandaríkjanna, væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. I am pleased to announce that Christopher C. Miller, the highly respected Director of the National Counterterrorism Center (unanimously confirmed by the Senate), will be Acting Secretary of Defense, effective immediately..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 9, 2020 ...Chris will do a GREAT job! Mark Esper has been terminated. I would like to thank him for his service.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 9, 2020 Esper var starfandi varnarmálaráðherra í einn mánuð, sumarið 2019, áður en hann tók varanlega við embætti í júlí 2019. Á síðustu vikum hefur reynt verulega á samband hans við forsetann. Ástæðan er að Esper setti sig á móti því að bandaríska hernum yrði beitt til þess að lægja mótmælaöldur sem risu í mörgum borgum Bandaríkjanna eftir að George Floyd var drepinn í haldi lögreglu í maí síðastliðnum. Í síðustu viku greindi NBC-fréttastofan frá því að Esper hefði þegar ritað uppsagnarbréf. Hann hafi því mögulega vitað í hvað stefndi. Eins og áður sagði greindi Trump einnig frá því að Christopher C. Miller tæki við embættinu, í það minnsta tímabundið. Í tísti sínu benti forsetinn á að Miller hefði þegar verið samþykktur af þinginu í þá stöðu sem hann gegndi áður en hann tók við embætti varnarmálaráðherra. Óttast að Trump ráðist í hernaðaraðgerðir Í frétt New York Times segir að þrátt fyrir að Trump eigi aðeins rúma tvo mánuði eftir í embætti geti sviptingar innan varnarmálaráðuneytisins verið þýðingarmiklar. Þannig hafi embættismenn innan ráðuneytisins óopinberlega lýst áhyggjum sínum af því að Trump myndi ráðast í hernaðaraðgerðir, leynilegar eða ekki, gegn Íran eða öðrum ríkjum sem forsetinn telur óvinveitt Bandaríkjunum, á síðustu dögum hans í forsetastól. Þá segir í frétt NYT að þeir sem standi Miller næst telji hann ekki vera í slíkum metorðum innan bandaríska stjórnkerfisins að hann geti sett sig upp á móti þeim ákvörðunum sem forsetinn kynni að taka um hernaðarmál.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira