Enski boltinn

N­evil­le telur fram­línu Totten­ham nægi­lega góða til að vinna deildina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þegar allir eru heilir er framlína Tottenam ógnvænleg.
Þegar allir eru heilir er framlína Tottenam ógnvænleg. Tottenham Hotspur/Getty Images

Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, telur framlínu Tottenham Hotspur nægilega góða til að vinna ensku úrvalsdeildinni.

Þetta kom fram í pistli Gary Neville á Sky Sports í gærkvöldi. Þó hann telji sóknarlínu Tottenham nægilega góða til að landa titlinum þá telur hann liðið í heil sinni ekki nægilega gott til að skáka Liverpool og Manchester City.

Tottenham vann nauman 1-0 sigur á West Bromwich Albion um helgina og fór um stund í efsta sæti deildarinnar í kjölfarið. Var það í fyrsta skipti síðan árið 2014 sem Tottenham sat í efsta sæti deildarinnar. Þjálfari liðsins telur liðið nægilega gott til að vinna hinar ýmsu deildir Evrópu.

Þó Neville hafi sýnar efasemdir um liðið sem er nú í 2. sæti deildarinnar þá telur hann það eina af mögnuðustu sögum fótboltans ef José Mourinho myndi stýra Tottenham til sigurs.

„Það væri eitthvað sem myndi trufla stuðningsmenn Chelsea, Manchester United og Arsenal. Það væri ein af þessum frábærum sögum, af því að Tottenham vinnur ekki deildarkeppni,“ sagði Neville í hlaðvarpi sínu á Sky Sports.

„Hann er með framlínuna til að gera það,“ bætti hann við.

Jame Carragher, kollegi Neville hjá Sky, vill helst að sitt fyrrum lið – Liverpool – landi titlinum en ef það gengur ekki upp vill hann sjá Mourinho stýra Tottenham til sigurs.

„Ég myndi elska að sjá Mourinho vinna aftur. Hann hefur mátt þola svo mikla gagnrýni undanfarin ár, að hann sé búinn að vera. Ég myndi elska að sjá hann vinna og setja tvo fingur á loft,“ sagði Carragher fyrir nokkrum vikum.

Þegar flest lið hafa leikið átta leiki í ensku úrvalsdeildinni er Tottenham í 2. sæti deildarinnar með 17 stig, stigi á eftir toppliði Leicester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×