Innlent

Höfðu hendur í hári þjófa á vespum

Telma Tómasson skrifar
Lögreglustöðin Hverfisgötu
Lögreglustöðin Hverfisgötu Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hljóp uppi mann á fimmta tímanum í nótt sem gerst hafði fingralangur í Gerðunum í Reykjavík.

Maðurinn var handtekinn eftir að hafa reynt að komast undan á vespu, eftir því sem fram kemur í tilkynningu. Munir fundust í fórum hans sem taldir eru þýfi. Einnig reyndist hann vera undir áhrifum fíkniefna, áfengis og lyfja. Viðkomandi gistir nú fangageymslu þar til rætt verður við hann síðar í dag.

Þá var karlmaður handtekinn í Breiðholti á stolinni vespu og tveir voru vistaðir í fangageymslu, annar fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og hinn fyrir vörslu fíkniefna. Að öðru leyti var nóttin heldur róleg hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×