Frístundakortið áfram greiðsla fyrir frístundaheimili Kolbrún Baldursdóttir skrifar 10. nóvember 2020 15:01 Þann 10. desember 2019 skipaði borgarstjóri starfshóp um endurskoðun á regluverki Frístundakortsins. Frístundakortið er styrkjakerfi Reykjavíkurborgar til þess að hvetja börn og ungmenni til þátttöku í íþróttum og annarri skipulagðri tómstundastarfsemi. Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið með all nokkrar tillögur um breytingar á regluverki Frístundakortsins þ.m.t. að hætt skuli að nota það sem gjaldmiðil til að greiða frístundaheimili, móðurmálskennslu og þess í stað fái efnaminni foreldrar sérstakan styrk til að standa straum af kostnaði við það. Einnig hafa stífar reglur um notkun Kortsins verið gagnrýndar af fulltrúa Flokks fólksins í borgarstjórn. Til að nýta Frístundakortið hefur námskeið sem dæmi þurft að vara í minnst 10 vikur. Lengri námskeið eru venjulega dýrari en styttri og hafa margir foreldrar ekki efni á að borga mismuninn á milli Frístundastyrksins og kostnað námskeiðs. Notkun Frístundakortsins er misgóð eftir hverfum og hefur lengi verið lægst í hverfi 111. Það var því fagnaðarefni þegar starfshópurinn var skipaður og voru sumar tillögur Flokks fólksins vísað í hann til frekari skoðunar. Þess var vænst að tekið yrði á annmörkum Frístundakortsins. Starfshópur um endurskoðun á regluverki um Frístundakort hefur nú skilað fremur dapri niðurstöðu og ganga tillögur hópsins allar frekar skammt. Meðal niðurstaðna er að halda eigi áfram að nota Frístundakortið sem greiðslu upp í gjald frístundaheimilis í stað þess að styðja efnaminni foreldra með sérstöku frístundaheimilisstyrk. Eins og við vitum er dvöl barna á frístundaheimili í flestum tilfellum af nauðsyn, til þess að foreldrar geti unnið úti. Á meðan Frístundakortið er notað til að greiða frístundaheimili er það ekki nýtt í uppbyggilegt frístundastarf eins og upphaflegi tilgangur þess var. Megintilgangurinn var þátttaka í tómstundum óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortið átti að auka jöfnu barna í samfélaginu til að sinna íþrótta-, lista og tómstundastarfi. Rökin fyrir þessu eru veik. Segir í skýrslu starfshópsins að ef heimild til að borga fyrir frístundaheimili með Frístundakortinu yrði afnumin er hætta á að foreldrar hefðu börnin sín eftirlitslaus heima. Fulltrúi Flokks fólksins finnst sem starfshópurinn hafi ekki mikla trú á foreldrum. Ekki skárri eru þau rök starfshópsins að „það sé ekkert tryggt að allir foreldrar/forráðamenn myndu nýta styrkinn í annað frístundastarf ef ekki væri hægt að nýta á frístundaheimili.“ Fulltrúi Flokks fólksins er hér einfaldlega orðlaus.Steininn tekur úr þegar segir í niðurstöðum að “Með því að nota styrkinn á frístundaheimili veit fólk af honum og er hugsanlega líklegra til að nýta hann áfram þegar börn hafa ekki lengur aldur til að sækja frístundaheimili“.Þetta er ekkert annað en rökleysa.Og loks eru það meginrökin og þau hafa að sjálfsögðu gera með kostnað en í skýrslunni segir: “Kostnaður við gjaldfrjálst frístundaheimili er mikill og ekki lagt til að fella niður aðild þeirra að Frístundakortinu að svo stöddu.”Beðið hefur verið lengi eftir skýrslu starfshópsins sem sögð er hafa tafist vegna COVID. Ekki er reyndar séð hvernig COVID hefði átt að tefja þessa vinnu þar sem fjarfundatæknin hefur verið við lýði frá því í mars. Óhætt er að segja að niðurstöður eru mikil vonbrigði. Flestar hugmyndir að breytingum þar á meðal tillögum Flokks fólksins á Frístundakortinu hlutu ekki náð fyrir augum starfshópsins utan kannski einnar. Ekki á lengur að fjármagna móðurmálskennslu barna með annað ríkisfang með Frístundastyrknum. Einnig er lagt til að stytta lágmarkslengd námskeiða úr 10 vikum í 8 vikur. Hér hefði mátt ganga lengra að mati fulltrúa Flokks fólksins, t.d. að hafa lágmarkslengd námskeiða 4 vikur. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað lagt til meiri sveigjanleika þegar kemur að regluverki Frístundakortsins t.d. að hægt sé að nýta það á sumarnámskeið. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 10. desember 2019 skipaði borgarstjóri starfshóp um endurskoðun á regluverki Frístundakortsins. Frístundakortið er styrkjakerfi Reykjavíkurborgar til þess að hvetja börn og ungmenni til þátttöku í íþróttum og annarri skipulagðri tómstundastarfsemi. Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið með all nokkrar tillögur um breytingar á regluverki Frístundakortsins þ.m.t. að hætt skuli að nota það sem gjaldmiðil til að greiða frístundaheimili, móðurmálskennslu og þess í stað fái efnaminni foreldrar sérstakan styrk til að standa straum af kostnaði við það. Einnig hafa stífar reglur um notkun Kortsins verið gagnrýndar af fulltrúa Flokks fólksins í borgarstjórn. Til að nýta Frístundakortið hefur námskeið sem dæmi þurft að vara í minnst 10 vikur. Lengri námskeið eru venjulega dýrari en styttri og hafa margir foreldrar ekki efni á að borga mismuninn á milli Frístundastyrksins og kostnað námskeiðs. Notkun Frístundakortsins er misgóð eftir hverfum og hefur lengi verið lægst í hverfi 111. Það var því fagnaðarefni þegar starfshópurinn var skipaður og voru sumar tillögur Flokks fólksins vísað í hann til frekari skoðunar. Þess var vænst að tekið yrði á annmörkum Frístundakortsins. Starfshópur um endurskoðun á regluverki um Frístundakort hefur nú skilað fremur dapri niðurstöðu og ganga tillögur hópsins allar frekar skammt. Meðal niðurstaðna er að halda eigi áfram að nota Frístundakortið sem greiðslu upp í gjald frístundaheimilis í stað þess að styðja efnaminni foreldra með sérstöku frístundaheimilisstyrk. Eins og við vitum er dvöl barna á frístundaheimili í flestum tilfellum af nauðsyn, til þess að foreldrar geti unnið úti. Á meðan Frístundakortið er notað til að greiða frístundaheimili er það ekki nýtt í uppbyggilegt frístundastarf eins og upphaflegi tilgangur þess var. Megintilgangurinn var þátttaka í tómstundum óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortið átti að auka jöfnu barna í samfélaginu til að sinna íþrótta-, lista og tómstundastarfi. Rökin fyrir þessu eru veik. Segir í skýrslu starfshópsins að ef heimild til að borga fyrir frístundaheimili með Frístundakortinu yrði afnumin er hætta á að foreldrar hefðu börnin sín eftirlitslaus heima. Fulltrúi Flokks fólksins finnst sem starfshópurinn hafi ekki mikla trú á foreldrum. Ekki skárri eru þau rök starfshópsins að „það sé ekkert tryggt að allir foreldrar/forráðamenn myndu nýta styrkinn í annað frístundastarf ef ekki væri hægt að nýta á frístundaheimili.“ Fulltrúi Flokks fólksins er hér einfaldlega orðlaus.Steininn tekur úr þegar segir í niðurstöðum að “Með því að nota styrkinn á frístundaheimili veit fólk af honum og er hugsanlega líklegra til að nýta hann áfram þegar börn hafa ekki lengur aldur til að sækja frístundaheimili“.Þetta er ekkert annað en rökleysa.Og loks eru það meginrökin og þau hafa að sjálfsögðu gera með kostnað en í skýrslunni segir: “Kostnaður við gjaldfrjálst frístundaheimili er mikill og ekki lagt til að fella niður aðild þeirra að Frístundakortinu að svo stöddu.”Beðið hefur verið lengi eftir skýrslu starfshópsins sem sögð er hafa tafist vegna COVID. Ekki er reyndar séð hvernig COVID hefði átt að tefja þessa vinnu þar sem fjarfundatæknin hefur verið við lýði frá því í mars. Óhætt er að segja að niðurstöður eru mikil vonbrigði. Flestar hugmyndir að breytingum þar á meðal tillögum Flokks fólksins á Frístundakortinu hlutu ekki náð fyrir augum starfshópsins utan kannski einnar. Ekki á lengur að fjármagna móðurmálskennslu barna með annað ríkisfang með Frístundastyrknum. Einnig er lagt til að stytta lágmarkslengd námskeiða úr 10 vikum í 8 vikur. Hér hefði mátt ganga lengra að mati fulltrúa Flokks fólksins, t.d. að hafa lágmarkslengd námskeiða 4 vikur. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað lagt til meiri sveigjanleika þegar kemur að regluverki Frístundakortsins t.d. að hægt sé að nýta það á sumarnámskeið. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun