Liverpool og Manchester United missa bakverði í meiðsli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2020 17:46 Þessir tveir verða frá vegna meiðsla þangað til um miðjan desembermánuð. EPA-EFE/Peter Powell/Owen Humphreys Englandsmeistarar Liverpool og Manchester United verða bæði án lykilmanna næstu vikurnar eftir að hægri bakvörður Liverpool og vinstri bakvörður Man Utd höltruðu af velli í leikjum helgarinnar. Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, fór meiddur af velli gegn Manchester City á sunnudaginn en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Eftir að hafa farið í skoðun er ljóst að Alexander-Arnold mun ekki spila með Liverpool fyrr en í næsta desembermánuði vegna kálfameiðsla sem hann varð fyrir í leiknum. Hann dró sig úr landsliðshópi Englendinga sem mætir til að mynda Íslendingum nú á næstu dögum. Þá mun hann missa af leikjum Liverpool gegn toppliði Leicester City og Brighton & Hove Albion í úrvalsdeildinni ásamt því að missa af leikjum gegn Atalanta og Ajax í Meistaradeild Evrópu. Trent er ekki eini enski bakvörðurinn sem fór meiddur af velli um helgina. Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, þurfti að yfirgefa völlinn er Man Utd lagði Everton 3-1 á laugardeginn vegna meiðsla aftan í læri. Shaw hefur verið fastamaður í vinstri bakverði á þessari leiktíð en missti af þremur mánuðum á síðustu leiktíð vegna meiðsla aftan í læri. Missir hann nú af leikjum gegn West Bromwich Albion, Southampton og West Ham United í úrvalsdeildinni ásamt leikjum gegn Istanbul Basaksehir, Paris Saint-Germain og RB Leipzig í Meistaradeildinni Töluvert álag hefur verið á báðum liðum það sem af er leiktíð og til að mynda lék Man Utd í Tyrklandi á miðvikudeginum og átti svo hádegisleik á laugardegi. Eitthvað sem Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, nefndi til að mynda og sagði ekki vera boðlegt. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Englandsmeistarar Liverpool og Manchester United verða bæði án lykilmanna næstu vikurnar eftir að hægri bakvörður Liverpool og vinstri bakvörður Man Utd höltruðu af velli í leikjum helgarinnar. Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, fór meiddur af velli gegn Manchester City á sunnudaginn en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Eftir að hafa farið í skoðun er ljóst að Alexander-Arnold mun ekki spila með Liverpool fyrr en í næsta desembermánuði vegna kálfameiðsla sem hann varð fyrir í leiknum. Hann dró sig úr landsliðshópi Englendinga sem mætir til að mynda Íslendingum nú á næstu dögum. Þá mun hann missa af leikjum Liverpool gegn toppliði Leicester City og Brighton & Hove Albion í úrvalsdeildinni ásamt því að missa af leikjum gegn Atalanta og Ajax í Meistaradeild Evrópu. Trent er ekki eini enski bakvörðurinn sem fór meiddur af velli um helgina. Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, þurfti að yfirgefa völlinn er Man Utd lagði Everton 3-1 á laugardeginn vegna meiðsla aftan í læri. Shaw hefur verið fastamaður í vinstri bakverði á þessari leiktíð en missti af þremur mánuðum á síðustu leiktíð vegna meiðsla aftan í læri. Missir hann nú af leikjum gegn West Bromwich Albion, Southampton og West Ham United í úrvalsdeildinni ásamt leikjum gegn Istanbul Basaksehir, Paris Saint-Germain og RB Leipzig í Meistaradeildinni Töluvert álag hefur verið á báðum liðum það sem af er leiktíð og til að mynda lék Man Utd í Tyrklandi á miðvikudeginum og átti svo hádegisleik á laugardegi. Eitthvað sem Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, nefndi til að mynda og sagði ekki vera boðlegt.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira