Skoða þarf hvort málefnalegar ástæður séu fyrir lögverndun starfsgreina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 17:51 Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríka og ekkert rekstrarfélag flugvalla í álfunni er rekið með óhagstæðari hætti en Isavia, að mati skýrsluhöfunda Efnahags og framfarastofnunar Evrópu. OECD segir þetta koma illa niður á neytendum og gerir yfir fjögur hundruð úrbótatillögur á íslenskum reglum. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Afraksturinn er viðamikill. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir. Þetta skilar 438 tillögum sem eiga að mati OECD að einfalda regluverk og auka hagvöxt. „Það er mat OECD að við séum í rauninni að halda inni allt að 30 milljörðum á ári og það hlýtur að vera eitthvað sem við viljum skoða mjög grandlega. Hvað við getum gert til að ná því fram. En ég átta mig auðvitað á því að í þessum tillögum er alls konar pólitík,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, ávarpaði kynningarfund um skýrsluna með rafrænum hætti í dag.vísir/Sigurjón Samkvæmt úttekt OECD eru lögverndað störf umtalsvert fleiri á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Lagt er til að þeim verði fækkað og Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, sem ávarpaði kynningarfund um skýrsluna í dag ítrekaði þetta. Hann benti á að samkvæmt íslenskum lögum væri bakaraiðn lögvernduð starfsgrein og sagði OECD leggja til afnám lögverndarinnar. Þórdís Kolbrún segir að fara þurfi í gegnum regluverkið. „Sumt af þessu er orðið mjög gamalt og annað nýrra. Við þurfum að fara í gegnum hvar eru málefnalegar ástæður fyrir því að eitthvað þurfi að lögvernda.“ Margar úrbótatillögur snúa að Isavia og meðal annars er lagt til að Keflavíkurflugvöllur verði boðinn út. Í greingunni segir að ekkert flugvallarekstrafélag í Evrópu sé rekið með óhagstæðari hætti. „Ég er þeirrar skoðunar að það að hleypa að fjárfestum inn í þennan rekstur væri til bóta. En ég ber ekki ábyrgð á því í þessu ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Þórdís Kolbrún. Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkeppnismál Vinnumarkaður Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira
Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríka og ekkert rekstrarfélag flugvalla í álfunni er rekið með óhagstæðari hætti en Isavia, að mati skýrsluhöfunda Efnahags og framfarastofnunar Evrópu. OECD segir þetta koma illa niður á neytendum og gerir yfir fjögur hundruð úrbótatillögur á íslenskum reglum. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Afraksturinn er viðamikill. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir. Þetta skilar 438 tillögum sem eiga að mati OECD að einfalda regluverk og auka hagvöxt. „Það er mat OECD að við séum í rauninni að halda inni allt að 30 milljörðum á ári og það hlýtur að vera eitthvað sem við viljum skoða mjög grandlega. Hvað við getum gert til að ná því fram. En ég átta mig auðvitað á því að í þessum tillögum er alls konar pólitík,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, ávarpaði kynningarfund um skýrsluna með rafrænum hætti í dag.vísir/Sigurjón Samkvæmt úttekt OECD eru lögverndað störf umtalsvert fleiri á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Lagt er til að þeim verði fækkað og Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, sem ávarpaði kynningarfund um skýrsluna í dag ítrekaði þetta. Hann benti á að samkvæmt íslenskum lögum væri bakaraiðn lögvernduð starfsgrein og sagði OECD leggja til afnám lögverndarinnar. Þórdís Kolbrún segir að fara þurfi í gegnum regluverkið. „Sumt af þessu er orðið mjög gamalt og annað nýrra. Við þurfum að fara í gegnum hvar eru málefnalegar ástæður fyrir því að eitthvað þurfi að lögvernda.“ Margar úrbótatillögur snúa að Isavia og meðal annars er lagt til að Keflavíkurflugvöllur verði boðinn út. Í greingunni segir að ekkert flugvallarekstrafélag í Evrópu sé rekið með óhagstæðari hætti. „Ég er þeirrar skoðunar að það að hleypa að fjárfestum inn í þennan rekstur væri til bóta. En ég ber ekki ábyrgð á því í þessu ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Þórdís Kolbrún.
Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkeppnismál Vinnumarkaður Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira