Jafnréttismálin í útrás til Evrópu og Bandaríkjanna Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 12:22 Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé. Vísir/Vilhelm „Við erum að horfa á Evrópu og Bandaríkin sem spennandi kost til þess að byrja með, um leið og Covid verður ekki fyrirstaða lengur,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé framkvæmdastjóri Empower um þær fyrirætlanir félagsins um að fara með jafnréttismálin í útrás. Þórey er einn af fyrirlesurum Heimsþings kvenleiðtoga, Woman Leaders Global, sem nú er haldið í þriðja sinn. Að sögn Þóreyjar eru jafnréttismál ekki aðeins mannréttindi heldur eitt stærsta efnahagsmál framtíðarinnar. „Eftir Metoo hreyfinguna er mikil þörf á að taka á jafnréttismálum innan stofnana og fyrirtækja og stjórnendur eru að leita að réttu leiðunum,“ segir Þórey. Í Atvinnulífinu á Vísi í gær og í dag er fjallað um Heimsþing kvenleiðtoga út frá forsendum stjórnenda og atvinnulífs. Þjónusta Empower byggir á Jafnréttisvísinum sem Þórey þróaði og leiddi hjá Capacent á sínum tíma. Að sögn Þóreyjar felur Jafnréttisvísirinn alls herjar vitundavakningu í jafnréttismálum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Nefnir Þórey sem dæmi að um þessar mundir vinni Empower að innleiðingu Jafnréttisvísisins með Alþingi. Þá segir hún stjórnir huga að jafnréttismálum í auknum mæli. „Stjórnir fyrirtækja eru farnar að átta sig á því að stjórnendahópurinn þarf að endurspegla samfélagið til þess að fyrirtæki og stofnanir tengi við sína viðskiptavini og þá þýðir ekkert að hafa engar konur,“ segir Þórey. Þórey segir jafnrétti hafa góða möguleika á útrás og nefnir sem dæmi að Empower muni halda tvær alþjóðlegar ráðstefnur um jafnréttismál haustið 2021. Algengar birtingarmyndir sem fólk áttar sig ekki á En getur þú nefnt dæmi um kynbundna fordóma sem eru algengir á vinnustöðum, án þess kannski að fólk geri sér grein fyrir því? „Ómeðvitaðir kynbundnir fordómar eru mjög ráðandi í menningu fyrirtækja og stofnana. Þeir sem beinast gegn konum birtast gjarnan með þeim hætti að til þess sé ætlast að þær sinni heimilisstörfum á vinnustaðnum, jafnvel þótt þær séu í stjórnunarstöðu. Einnig eru konur oft dæmdar harðar, stundum útilokaðar frá fundum og á fundum. Það er oftar gripið fram í fyrir þeim bæði af körlum og konum. Konur fá oft frekar stöðuhækkanir eftir að hafa þurft að sanna sig á meðan að karl fær stöðuhækkun af því að hann þykir efnilegur. Þetta hefur auðvitað með það að gera sem er eitt helsta vandamálið; stereotýpurnar um stjórnendur en hugmyndir okkur um stjórnendur eru því miður enn mjög karllægar og birtist það helst í því að enginn kona er forstjóri í fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina. Af hverju ætli það sé? Jú líklega vegna þessara hugmynda,“ segir Þórey. Að sögn Þóreyjar felst mesta breytingin í innleiðingu Jafnréttisvísisins í því að menning vinnustaðarins sé rýnd og henni breytt. Fyrst þarf þó að átta sig á hverju þurfi að breyta. „Ef við ætlum að breyta menningunni þá þurfum við fyrst að skilgreina nákvæmlega áskoranir til þess að geta breytt þeim. Það er lykilatriði,“ segir Þórey. Hún segir Jafnréttisvísinn styðjast við sannreynda aðferðarfræði sem inniheldur fjóra fasa. Hjá þeim hefjist greiningin á því sem félagið kallar 360°greiningaramma Empower. „Við tökum á öllum helstu þáttum með sérstaka áherslu á menningu. Við kynnum svo þessar niðurstöður fyrir stjórnendum og öllu starfsfólki, sem er gríðarlega mikilvægt. Þar fá allir tækifæri til þess að taka þátt í vinnustofu, áskoranirnar sem birtast í greiningunni eru ræddar og komið er með hugmyndir að lausnum,“ segir Þórey og bætir við: Oft er upplifun karla og kvenna af menningunni mjög ólík en þarna náum við yfirleitt að komast yfir þann þröskuld að skilja menninguna á mismunandi hátt og getum þá verið samstíga í næstu skrefum.“ Þá segir Þórey næstu skref vera að vinna með úrbótarverkefnin og markmið sett til þriggja ára. „Í innleiðingunni er farið af stað með verkefni og fræðslu sem hjálpa til við að ná markmiðunum,“ segir Þórey. Jafnréttismál Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir „Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00 Dæmi um þrjár leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir kynjakvóta á forstjórastöður nokkuð erfiða leið. Fleiri leiðir sé hægt að skoða til að eyða kynjahalla í æðstu stjórnendastöðum. 29. október 2020 07:01 Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar Konur eru líklegri til að taka við konum sem framkvæmdastjórar en þróunin er hæg segir Brynja Baldursdóttir meðal annars í viðtali um greiningu Creditinfo á kynjahlutföllum stjórnenda í Framúrskarandi fyrirtækjum. 28. október 2020 07:00 Mikil vonbrigði, dapurlegt, hryggilegt og hundfúlt Dapurlegar, hryggilegar og hundfúlar niðurstöður segja viðmælendur Atvinnulífsins á Vísi um 13% hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar í Framúrskarandi fyrirtækjum. Fjármagns- og fyrirtækjaeigendur þurfa að taka ákvörðun um breytingar. 28. október 2020 11:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
„Við erum að horfa á Evrópu og Bandaríkin sem spennandi kost til þess að byrja með, um leið og Covid verður ekki fyrirstaða lengur,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé framkvæmdastjóri Empower um þær fyrirætlanir félagsins um að fara með jafnréttismálin í útrás. Þórey er einn af fyrirlesurum Heimsþings kvenleiðtoga, Woman Leaders Global, sem nú er haldið í þriðja sinn. Að sögn Þóreyjar eru jafnréttismál ekki aðeins mannréttindi heldur eitt stærsta efnahagsmál framtíðarinnar. „Eftir Metoo hreyfinguna er mikil þörf á að taka á jafnréttismálum innan stofnana og fyrirtækja og stjórnendur eru að leita að réttu leiðunum,“ segir Þórey. Í Atvinnulífinu á Vísi í gær og í dag er fjallað um Heimsþing kvenleiðtoga út frá forsendum stjórnenda og atvinnulífs. Þjónusta Empower byggir á Jafnréttisvísinum sem Þórey þróaði og leiddi hjá Capacent á sínum tíma. Að sögn Þóreyjar felur Jafnréttisvísirinn alls herjar vitundavakningu í jafnréttismálum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Nefnir Þórey sem dæmi að um þessar mundir vinni Empower að innleiðingu Jafnréttisvísisins með Alþingi. Þá segir hún stjórnir huga að jafnréttismálum í auknum mæli. „Stjórnir fyrirtækja eru farnar að átta sig á því að stjórnendahópurinn þarf að endurspegla samfélagið til þess að fyrirtæki og stofnanir tengi við sína viðskiptavini og þá þýðir ekkert að hafa engar konur,“ segir Þórey. Þórey segir jafnrétti hafa góða möguleika á útrás og nefnir sem dæmi að Empower muni halda tvær alþjóðlegar ráðstefnur um jafnréttismál haustið 2021. Algengar birtingarmyndir sem fólk áttar sig ekki á En getur þú nefnt dæmi um kynbundna fordóma sem eru algengir á vinnustöðum, án þess kannski að fólk geri sér grein fyrir því? „Ómeðvitaðir kynbundnir fordómar eru mjög ráðandi í menningu fyrirtækja og stofnana. Þeir sem beinast gegn konum birtast gjarnan með þeim hætti að til þess sé ætlast að þær sinni heimilisstörfum á vinnustaðnum, jafnvel þótt þær séu í stjórnunarstöðu. Einnig eru konur oft dæmdar harðar, stundum útilokaðar frá fundum og á fundum. Það er oftar gripið fram í fyrir þeim bæði af körlum og konum. Konur fá oft frekar stöðuhækkanir eftir að hafa þurft að sanna sig á meðan að karl fær stöðuhækkun af því að hann þykir efnilegur. Þetta hefur auðvitað með það að gera sem er eitt helsta vandamálið; stereotýpurnar um stjórnendur en hugmyndir okkur um stjórnendur eru því miður enn mjög karllægar og birtist það helst í því að enginn kona er forstjóri í fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina. Af hverju ætli það sé? Jú líklega vegna þessara hugmynda,“ segir Þórey. Að sögn Þóreyjar felst mesta breytingin í innleiðingu Jafnréttisvísisins í því að menning vinnustaðarins sé rýnd og henni breytt. Fyrst þarf þó að átta sig á hverju þurfi að breyta. „Ef við ætlum að breyta menningunni þá þurfum við fyrst að skilgreina nákvæmlega áskoranir til þess að geta breytt þeim. Það er lykilatriði,“ segir Þórey. Hún segir Jafnréttisvísinn styðjast við sannreynda aðferðarfræði sem inniheldur fjóra fasa. Hjá þeim hefjist greiningin á því sem félagið kallar 360°greiningaramma Empower. „Við tökum á öllum helstu þáttum með sérstaka áherslu á menningu. Við kynnum svo þessar niðurstöður fyrir stjórnendum og öllu starfsfólki, sem er gríðarlega mikilvægt. Þar fá allir tækifæri til þess að taka þátt í vinnustofu, áskoranirnar sem birtast í greiningunni eru ræddar og komið er með hugmyndir að lausnum,“ segir Þórey og bætir við: Oft er upplifun karla og kvenna af menningunni mjög ólík en þarna náum við yfirleitt að komast yfir þann þröskuld að skilja menninguna á mismunandi hátt og getum þá verið samstíga í næstu skrefum.“ Þá segir Þórey næstu skref vera að vinna með úrbótarverkefnin og markmið sett til þriggja ára. „Í innleiðingunni er farið af stað með verkefni og fræðslu sem hjálpa til við að ná markmiðunum,“ segir Þórey.
Jafnréttismál Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir „Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00 Dæmi um þrjár leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir kynjakvóta á forstjórastöður nokkuð erfiða leið. Fleiri leiðir sé hægt að skoða til að eyða kynjahalla í æðstu stjórnendastöðum. 29. október 2020 07:01 Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar Konur eru líklegri til að taka við konum sem framkvæmdastjórar en þróunin er hæg segir Brynja Baldursdóttir meðal annars í viðtali um greiningu Creditinfo á kynjahlutföllum stjórnenda í Framúrskarandi fyrirtækjum. 28. október 2020 07:00 Mikil vonbrigði, dapurlegt, hryggilegt og hundfúlt Dapurlegar, hryggilegar og hundfúlar niðurstöður segja viðmælendur Atvinnulífsins á Vísi um 13% hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar í Framúrskarandi fyrirtækjum. Fjármagns- og fyrirtækjaeigendur þurfa að taka ákvörðun um breytingar. 28. október 2020 11:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
„Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00
Dæmi um þrjár leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir kynjakvóta á forstjórastöður nokkuð erfiða leið. Fleiri leiðir sé hægt að skoða til að eyða kynjahalla í æðstu stjórnendastöðum. 29. október 2020 07:01
Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar Konur eru líklegri til að taka við konum sem framkvæmdastjórar en þróunin er hæg segir Brynja Baldursdóttir meðal annars í viðtali um greiningu Creditinfo á kynjahlutföllum stjórnenda í Framúrskarandi fyrirtækjum. 28. október 2020 07:00
Mikil vonbrigði, dapurlegt, hryggilegt og hundfúlt Dapurlegar, hryggilegar og hundfúlar niðurstöður segja viðmælendur Atvinnulífsins á Vísi um 13% hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar í Framúrskarandi fyrirtækjum. Fjármagns- og fyrirtækjaeigendur þurfa að taka ákvörðun um breytingar. 28. október 2020 11:01