Katrín Jak og Bjarni Ben - hér er tillaga Óli Valur Steindórsson og Sigmar Vilhjálmsson skrifa 11. nóvember 2020 11:00 Við erum atvinnurekendur með 177 starfsmenn á launaskrá og vinnum þeð sóttvarnarreglur í landinu sem heftir verulega alla möguleika til tekjuöflunar. Er okkar fyrirtæki svo sannarlega ekki eina fyrirtækið í þeirri stöðu. Fjöldinn allur af fyrirtækjum er að berjast á hverjum degi til að finna nýjar leiðir til að halda sínum rekstri gangandi og margir farið langt út fyrir boxið í þeim tilraunum. Eins og allir aðrir landsmenn, þá höfum við fylgt í hvívetna þeim sóttvarnarreglum sem settar hafa verið og reynt að vinna með stöðuna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Covid-19 er engum að kenna og þetta er ástand sem við stöndum öll frammi fyrir að þurfa kljást við tímabundið. En tímabundið er afstætt hugtak. Ævi húsflugu er tímabundin óþægindi fyrir okkur en ævistarf húsflugunnar. Á Íslandi eru 70-80% allra fyrirtækja lítil og millistór fyrirtæki. Þetta er hryggstykki atvinnulífs hér á Íslandi. Þetta eru fyrirtækin sem halda uppi efnahag landsins og hagvexti. Eigendur og starfsmenn þessara fyrirtækja eru að stærstum hluta millistéttin í þessu landi. Millistéttin er þegjandi meirihluti þjóðarinnar sem heldur uppi efnahag landsins. Núna er að myndast mikið hættu ástand hjá millistéttinni og það virðast ekki vera neinar tillögur sem virka frá stjórnvöldum til að fyrirbyggja það. Þær tillögur sem lagðar hafa verið fram eru bitlausar og virka ekki. Þær voru eflaust lagðar fram í von um virkni, en svo er ekki. Því miður. Ráðamenn þurfa, líkt og atvinnulífið, að vera tilbúnir að meta stöðuna hratt og vera tilbúnir að bakka með fyrri tillögur og koma með nýjar. Það er kapphlaup allra atvinnurekenda og slíkt þarf líka að vera uppá teningnum hjá ráðamönnum á svona stundum. Í stað þess að nota blekið í að tala um hvað er ekki að virka, þá langar okkur að leggja fram eina tillögu sem er raunhæf, réttlát og gætir jafnræðis fyrir öll fyrirtæki sem lúta þurfa takmörkunum í sóttvarnaraðgerðum þjóðarinnar. Staðgreiðsluskattur og virðisaukaskattur verður slegin á frest (lánaður) af ríkinu, vaxtarlaust á þeim tímabilum sem takmarkanir standa yfir. Fyrirtækjum sem gert er að takmarka sína starfssemi og hefur bein áhrif á þeirra áætlanir, veltu og greiðslugetu fá með þessu vaxtalausan greiðslufrest frá ríkinu til að halda þeim við efnið. Greiðslufresturinn er eðlilega tengdur þeirri veltu sem þó er enn til staðar og með því gætir þessi tillaga jafnræðis. Tillagan veitir fyrirtækjum tækifæri á því að standa undir skuldbindingum sínum sem minnkar neikvæð margfeldisáhrif á atvinnulífið. Tillagan er ekki styrkur, heldur greiðslufrestur (lán). Ríkið mun fá sitt á endanum þegar úr Covid er komið, þannig að þetta er ekki styrkur eða peningur út um gluggann. Þetta eru fjármunir sem skila sér bara síðar. Sem er réttlátt. Greiðslufresturinn er vaxtarlaus þar sem að ríkið hefur gríðarlegan hag af því að fyrirtækin haldi áfram rekstri. Ekki er hægt að svindla á þessu kerfi, enda er upphæð greiðslufrestsins alltaf miðuð við þá veltu sem hefur verið í fyrirtækinu. Uppgreiðsla á þessum greiðslufrest er síðan stillt upp með þeim hætti að fyrirtæki eigi auðvelt með að brúa endurgreiðsluna þegar allt er gengið yfir. Horfa mætti til 12 mánaða sem dæmi (fer þó eftir lengd faraldursins). Takmarkanir sem settar væru á fyrirtæki þessu tengt væru bundnar við argreiðslur, hlutfall af hagnaði ofl. Með þessari tillögu þá er verið að veita öllum lífvænlegum fyrirtækjum sem hafa þurft að þola miklar takmarkanir á sinni tekjuöflun ákveðið svigrúm og andrými til að standa við sínar skuldbindingar. Þetta mun spara gríðarlega fjármuni hjá hinu opinbera til skamms tíma og hvað þá lengri tíma. Án þess að geta talað fyrir hönd allra lítillra og millistórra fyrirtækja (enda eiga þau fyrirtæki ekki sín eigin hagsmunasamtök) þá er öruggt að öll lítil og millistór fyrirtæki sem hafa orðið fyrir takmörkunum á sínum rekstri vegna sóttvarnaraðgerða munu fagna þessari tillögu. Gerum þetta saman! Yfir til ykkar Katrín Jak og Bjarni Ben Höfundar eru eigendur Hlöllabáta, Barion og Minigarðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Sjá meira
Við erum atvinnurekendur með 177 starfsmenn á launaskrá og vinnum þeð sóttvarnarreglur í landinu sem heftir verulega alla möguleika til tekjuöflunar. Er okkar fyrirtæki svo sannarlega ekki eina fyrirtækið í þeirri stöðu. Fjöldinn allur af fyrirtækjum er að berjast á hverjum degi til að finna nýjar leiðir til að halda sínum rekstri gangandi og margir farið langt út fyrir boxið í þeim tilraunum. Eins og allir aðrir landsmenn, þá höfum við fylgt í hvívetna þeim sóttvarnarreglum sem settar hafa verið og reynt að vinna með stöðuna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Covid-19 er engum að kenna og þetta er ástand sem við stöndum öll frammi fyrir að þurfa kljást við tímabundið. En tímabundið er afstætt hugtak. Ævi húsflugu er tímabundin óþægindi fyrir okkur en ævistarf húsflugunnar. Á Íslandi eru 70-80% allra fyrirtækja lítil og millistór fyrirtæki. Þetta er hryggstykki atvinnulífs hér á Íslandi. Þetta eru fyrirtækin sem halda uppi efnahag landsins og hagvexti. Eigendur og starfsmenn þessara fyrirtækja eru að stærstum hluta millistéttin í þessu landi. Millistéttin er þegjandi meirihluti þjóðarinnar sem heldur uppi efnahag landsins. Núna er að myndast mikið hættu ástand hjá millistéttinni og það virðast ekki vera neinar tillögur sem virka frá stjórnvöldum til að fyrirbyggja það. Þær tillögur sem lagðar hafa verið fram eru bitlausar og virka ekki. Þær voru eflaust lagðar fram í von um virkni, en svo er ekki. Því miður. Ráðamenn þurfa, líkt og atvinnulífið, að vera tilbúnir að meta stöðuna hratt og vera tilbúnir að bakka með fyrri tillögur og koma með nýjar. Það er kapphlaup allra atvinnurekenda og slíkt þarf líka að vera uppá teningnum hjá ráðamönnum á svona stundum. Í stað þess að nota blekið í að tala um hvað er ekki að virka, þá langar okkur að leggja fram eina tillögu sem er raunhæf, réttlát og gætir jafnræðis fyrir öll fyrirtæki sem lúta þurfa takmörkunum í sóttvarnaraðgerðum þjóðarinnar. Staðgreiðsluskattur og virðisaukaskattur verður slegin á frest (lánaður) af ríkinu, vaxtarlaust á þeim tímabilum sem takmarkanir standa yfir. Fyrirtækjum sem gert er að takmarka sína starfssemi og hefur bein áhrif á þeirra áætlanir, veltu og greiðslugetu fá með þessu vaxtalausan greiðslufrest frá ríkinu til að halda þeim við efnið. Greiðslufresturinn er eðlilega tengdur þeirri veltu sem þó er enn til staðar og með því gætir þessi tillaga jafnræðis. Tillagan veitir fyrirtækjum tækifæri á því að standa undir skuldbindingum sínum sem minnkar neikvæð margfeldisáhrif á atvinnulífið. Tillagan er ekki styrkur, heldur greiðslufrestur (lán). Ríkið mun fá sitt á endanum þegar úr Covid er komið, þannig að þetta er ekki styrkur eða peningur út um gluggann. Þetta eru fjármunir sem skila sér bara síðar. Sem er réttlátt. Greiðslufresturinn er vaxtarlaus þar sem að ríkið hefur gríðarlegan hag af því að fyrirtækin haldi áfram rekstri. Ekki er hægt að svindla á þessu kerfi, enda er upphæð greiðslufrestsins alltaf miðuð við þá veltu sem hefur verið í fyrirtækinu. Uppgreiðsla á þessum greiðslufrest er síðan stillt upp með þeim hætti að fyrirtæki eigi auðvelt með að brúa endurgreiðsluna þegar allt er gengið yfir. Horfa mætti til 12 mánaða sem dæmi (fer þó eftir lengd faraldursins). Takmarkanir sem settar væru á fyrirtæki þessu tengt væru bundnar við argreiðslur, hlutfall af hagnaði ofl. Með þessari tillögu þá er verið að veita öllum lífvænlegum fyrirtækjum sem hafa þurft að þola miklar takmarkanir á sinni tekjuöflun ákveðið svigrúm og andrými til að standa við sínar skuldbindingar. Þetta mun spara gríðarlega fjármuni hjá hinu opinbera til skamms tíma og hvað þá lengri tíma. Án þess að geta talað fyrir hönd allra lítillra og millistórra fyrirtækja (enda eiga þau fyrirtæki ekki sín eigin hagsmunasamtök) þá er öruggt að öll lítil og millistór fyrirtæki sem hafa orðið fyrir takmörkunum á sínum rekstri vegna sóttvarnaraðgerða munu fagna þessari tillögu. Gerum þetta saman! Yfir til ykkar Katrín Jak og Bjarni Ben Höfundar eru eigendur Hlöllabáta, Barion og Minigarðsins.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar