26 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 73% þeirra sem greindust, alls nítján einstaklingar, voru í sóttkví við greiningu. Sjö voru utan sóttkvíar.
Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. Sautján manns greindust í einkennasýnatöku hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu og níu manns greindust við sóttkvíar- og handahófsskimun. Alls eru 542 í einangrun og 956 í sóttkví.
Þá greindist einn með virkt smit á landamærunum og beðið er mótefnamælingar í tveimur tilfellum.
68 eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af eru þrír á gjörgæslu.
Nýgengi innanlandssmita, það er fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa, er 112,6. Nýgengi landamærasmita er 10,4.
Fréttin hefur verið uppfærð.