Tiger með græna jakkann í nítján mánuði og fær enn gæsahúð við að hugsa til sigursins Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2020 17:31 Tiger Woods hefur titil að verja um helgina. Getty/Jamie Squire Tiger Woods er búinn að vera með græna sigurjakkann í sinni vörslu í 19 mánuði nú þegar innan við sólarhringur er í að Masters risamótið í golfi hefjist. Masters fer vanalega fram í apríl og hinn 44 ára gamli Tiger vann eftirminnilegan sigur á mótinu í fyrra. Það var fyrsti sigur hans á risamóti í ellefu ár en jafnframt fimmti sigurinn á Masters og fimmtándi sigurinn á risamóti. „Ég fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa um þetta,“ sagði Tiger við fjölmiðla um sigurinn í fyrra. Fjöldi áhorfenda kyrjaði nafn hans og hann fagnaði sigrinum með börnum sínum sem biðu við átjándu flötina á Augusta-vellinum. Sú verður ekki raunin nú því áhorfendur eru bannaðir vegna kórónuveirufaraldursins. Tiger byrjar á tíunda teig „Ég gekk þarna af flötinni, sá [son minn] Charlie með opinn faðminn, og þetta hafði mikla þýðingu fyrir mig og hefur enn. Þetta minnti mig bara svo mikið á mig og pabba minn [Earl árið 1997] og það að fullkomna hringinn svona gefur mér enn þá mikið, og fær mann til að tárast aðeins,“ sagði Tiger. Tiger hefur leik á morgun kl. 12.55 að íslenskum tíma og er meðal annars í ráshópi með Íranum Shane Lowry, sigurvegara The Open í fyrra. Vegna þess að mótið fer fram á þessum árstíma þarf að keyra það hraðar en ella, og því er ræst út af 1. og 10. teig. Tiger byrjar á 10. teig á morgun. Tiger segist enn vera að „púsla öllu saman“ en vonast til að það hafi tekist fyrir mótið sem hefst á morgun. Faraldurinn hefur auðvitað haft sín áhrif en Tiger hefur lítið sýnt á þessu ári og aðeins tekið þátt í sex mótum. Klippa: Tiger Woods á Masters „Ég hef augljóslega ekki spilað mikið. En þetta hefur snúist um að gíra sig upp fyrir risamótin og reyna að skilja hvað við erum að etja við vegna COVID, og reyna að vera öruggur. Ég var hikandi við að snúa aftur og byrja að spila, og þess vegna beið ég svona lengi og sneri aftur á Memorial. Síðan þá hef ég ekki alveg náð að púsla öllu saman en það gerist vonandi í vikunni,“ sagði Tiger. Masters mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf frá fimmtudegi til sunnudags. Útsending á morgun hefst kl. 18. Golf Tengdar fréttir Rory McIlroy spilar með sérhannað gullúr á Masters mótinu í ár Mun margra milljóna gullúr fær Rory McIlroy heppni á Mastersmótinu í ár. Norður Írinn ætlar að láta á það reyna þegar mótið byrjar á morgun. 11. nóvember 2020 10:01 Afmælisbarnið fór holu í höggi eftir að kúlan fleytti kerlingar á vatninu | Myndband Menn gera ýmslegt til að hita upp fyrir eitt stærsta golfmót ársins. Til að mynda að fleyta kerlingar á 16. holu Augusta-vallarins. 10. nóvember 2020 21:45 Veðbankar hafa litla trú á að Tiger verji titilinn á Masters Bryson DeChambeau þykir líklegastur til að vinna Masters mótið í ár ef marka má veðbanka. Þeir hafa hins vegar litla trú á ríkjandi meistaranum, Tiger Woods. 10. nóvember 2020 16:31 Missir af fyrsta risamótinu síðan 1999 vegna veirunnar Í fyrsta sinn síðan 1999 verður Sergio García ekki með á risamóti í golfi. Hann greindist með kórónuveiruna. 9. nóvember 2020 18:01 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Tiger Woods er búinn að vera með græna sigurjakkann í sinni vörslu í 19 mánuði nú þegar innan við sólarhringur er í að Masters risamótið í golfi hefjist. Masters fer vanalega fram í apríl og hinn 44 ára gamli Tiger vann eftirminnilegan sigur á mótinu í fyrra. Það var fyrsti sigur hans á risamóti í ellefu ár en jafnframt fimmti sigurinn á Masters og fimmtándi sigurinn á risamóti. „Ég fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa um þetta,“ sagði Tiger við fjölmiðla um sigurinn í fyrra. Fjöldi áhorfenda kyrjaði nafn hans og hann fagnaði sigrinum með börnum sínum sem biðu við átjándu flötina á Augusta-vellinum. Sú verður ekki raunin nú því áhorfendur eru bannaðir vegna kórónuveirufaraldursins. Tiger byrjar á tíunda teig „Ég gekk þarna af flötinni, sá [son minn] Charlie með opinn faðminn, og þetta hafði mikla þýðingu fyrir mig og hefur enn. Þetta minnti mig bara svo mikið á mig og pabba minn [Earl árið 1997] og það að fullkomna hringinn svona gefur mér enn þá mikið, og fær mann til að tárast aðeins,“ sagði Tiger. Tiger hefur leik á morgun kl. 12.55 að íslenskum tíma og er meðal annars í ráshópi með Íranum Shane Lowry, sigurvegara The Open í fyrra. Vegna þess að mótið fer fram á þessum árstíma þarf að keyra það hraðar en ella, og því er ræst út af 1. og 10. teig. Tiger byrjar á 10. teig á morgun. Tiger segist enn vera að „púsla öllu saman“ en vonast til að það hafi tekist fyrir mótið sem hefst á morgun. Faraldurinn hefur auðvitað haft sín áhrif en Tiger hefur lítið sýnt á þessu ári og aðeins tekið þátt í sex mótum. Klippa: Tiger Woods á Masters „Ég hef augljóslega ekki spilað mikið. En þetta hefur snúist um að gíra sig upp fyrir risamótin og reyna að skilja hvað við erum að etja við vegna COVID, og reyna að vera öruggur. Ég var hikandi við að snúa aftur og byrja að spila, og þess vegna beið ég svona lengi og sneri aftur á Memorial. Síðan þá hef ég ekki alveg náð að púsla öllu saman en það gerist vonandi í vikunni,“ sagði Tiger. Masters mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf frá fimmtudegi til sunnudags. Útsending á morgun hefst kl. 18.
Golf Tengdar fréttir Rory McIlroy spilar með sérhannað gullúr á Masters mótinu í ár Mun margra milljóna gullúr fær Rory McIlroy heppni á Mastersmótinu í ár. Norður Írinn ætlar að láta á það reyna þegar mótið byrjar á morgun. 11. nóvember 2020 10:01 Afmælisbarnið fór holu í höggi eftir að kúlan fleytti kerlingar á vatninu | Myndband Menn gera ýmslegt til að hita upp fyrir eitt stærsta golfmót ársins. Til að mynda að fleyta kerlingar á 16. holu Augusta-vallarins. 10. nóvember 2020 21:45 Veðbankar hafa litla trú á að Tiger verji titilinn á Masters Bryson DeChambeau þykir líklegastur til að vinna Masters mótið í ár ef marka má veðbanka. Þeir hafa hins vegar litla trú á ríkjandi meistaranum, Tiger Woods. 10. nóvember 2020 16:31 Missir af fyrsta risamótinu síðan 1999 vegna veirunnar Í fyrsta sinn síðan 1999 verður Sergio García ekki með á risamóti í golfi. Hann greindist með kórónuveiruna. 9. nóvember 2020 18:01 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Rory McIlroy spilar með sérhannað gullúr á Masters mótinu í ár Mun margra milljóna gullúr fær Rory McIlroy heppni á Mastersmótinu í ár. Norður Írinn ætlar að láta á það reyna þegar mótið byrjar á morgun. 11. nóvember 2020 10:01
Afmælisbarnið fór holu í höggi eftir að kúlan fleytti kerlingar á vatninu | Myndband Menn gera ýmslegt til að hita upp fyrir eitt stærsta golfmót ársins. Til að mynda að fleyta kerlingar á 16. holu Augusta-vallarins. 10. nóvember 2020 21:45
Veðbankar hafa litla trú á að Tiger verji titilinn á Masters Bryson DeChambeau þykir líklegastur til að vinna Masters mótið í ár ef marka má veðbanka. Þeir hafa hins vegar litla trú á ríkjandi meistaranum, Tiger Woods. 10. nóvember 2020 16:31
Missir af fyrsta risamótinu síðan 1999 vegna veirunnar Í fyrsta sinn síðan 1999 verður Sergio García ekki með á risamóti í golfi. Hann greindist með kórónuveiruna. 9. nóvember 2020 18:01