Innlent

Undirbúningur hafinn að afléttingu neyðarstigs

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Vilhelm

Undirbúningur er hafinn á Landspítalanum við afléttingu neyðarstigs á spítalanum og er stefnt að því að færa spítalann niður af neyðarstigi og á hættustig á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans í dag en neyðarstigi var lýst yfir þann 25. október síðastliðinn.

„Forsendur þessa er það mat viðbragsstjórnar og farsóttanefndar að tök hafi náðst á faraldri COVID-19 sem upp kom á Landakoti og spítalinn sé í stakk búinn til að starfa á hættustigi,“ segir í tilkynningunni.

Það þýðir þó að áfram verða í gildi allar þær takmarkanir og varúðarráðstafanir sem nú eru í gildi. Á Landspítalanum eru nú 66 inniliggjandi vegna covid-19 og þar af 37 í einangrun. Tveir eru á gjörgæslu og eru báðir í öndunarvél. Alls hafa 165 þurft að leggjast inn í þriðju bylgju faraldursins en 471 sjúklingur er í eftirliti hjá covid-göngudeild, þar af 70 börn. Alls eru 114 starfsmenn spítalans í sóttkví eða einangrun.  Fjórtán andlát hafa orðið á spítalanum í þriðju bylgju sem rekja má til covid-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×