Meiðslavandræði Englandsmeistara Liverpool ætla engan enda að taka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2020 18:00 Joe Gomez meiddist illa á æfingu með enska landsliðinu. Er talið að hann verði frá í langan tíma. EPA-EFE/Jason Cairndruff Það verður forvitnilegt að sjá hvaða varnarmenn eiga eftir mynda varnarlínu Englandsmeistara Liverpool í næsta leik liðsins en það eru einkar fáir eftir. Joe Gomez meiddist illa á æfingu með enska landsliðinu. Er talið að hann verði frá í töluverðan tíma. Mikil meiðsli herja nú á varnarlínu Liverpool en ásamt Gomez er hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold einnig frá vegna meiðsla. Hollenska varnartröllið Virgil van Dijk missir af tímabilinu eftir að hafa slitið krossband í hné og þá er miðjumaðurinn Fabinho einnig meiddur en hann hefur fyllt upp í hjarta varnarinnar þegar þess hefur þurft. BREAKING: Liverpool defender Joe Gomez has suffered a potentially serious injury during England training.— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 11, 2020 Ásamt þeim Gomez, Van Dijk, Alexander-Arnold og Fabinho eru miðjumennirnir Thiago Alcântara og Alex Oxlade-Chamberlain einnig á meiðslalistanum. Það er þó talið að Fabinho snúi aftur er leikar hefjast að nýju í ensku úrvalsdeildinni þann 21. nóvember. Þá tekur Liverpool á móti toppliði Leicester City á Anfield. Joël Matip er í raun eini leikfæri miðvörður aðalliðsins fyrir þann leik. Hinn 23 ára gamli Nathaniel Phillips lék við hlið Joe Gomez í 2-1 sigrinum á West Ham United þann 31. október. Hinn 19 ára gamli Rhys Willams tók svo stöðu Phillips í hjarta varnarinnar í 5-0 sigrinum á Atalanta í Meistaradeild Evrópu þann 3. nóvember. Verður því forvitnilegt að sjá hvernig Jürgen Klopp stillir upp varnarlínu sinni í þeim leik. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum Sjá meira
Það verður forvitnilegt að sjá hvaða varnarmenn eiga eftir mynda varnarlínu Englandsmeistara Liverpool í næsta leik liðsins en það eru einkar fáir eftir. Joe Gomez meiddist illa á æfingu með enska landsliðinu. Er talið að hann verði frá í töluverðan tíma. Mikil meiðsli herja nú á varnarlínu Liverpool en ásamt Gomez er hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold einnig frá vegna meiðsla. Hollenska varnartröllið Virgil van Dijk missir af tímabilinu eftir að hafa slitið krossband í hné og þá er miðjumaðurinn Fabinho einnig meiddur en hann hefur fyllt upp í hjarta varnarinnar þegar þess hefur þurft. BREAKING: Liverpool defender Joe Gomez has suffered a potentially serious injury during England training.— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 11, 2020 Ásamt þeim Gomez, Van Dijk, Alexander-Arnold og Fabinho eru miðjumennirnir Thiago Alcântara og Alex Oxlade-Chamberlain einnig á meiðslalistanum. Það er þó talið að Fabinho snúi aftur er leikar hefjast að nýju í ensku úrvalsdeildinni þann 21. nóvember. Þá tekur Liverpool á móti toppliði Leicester City á Anfield. Joël Matip er í raun eini leikfæri miðvörður aðalliðsins fyrir þann leik. Hinn 23 ára gamli Nathaniel Phillips lék við hlið Joe Gomez í 2-1 sigrinum á West Ham United þann 31. október. Hinn 19 ára gamli Rhys Willams tók svo stöðu Phillips í hjarta varnarinnar í 5-0 sigrinum á Atalanta í Meistaradeild Evrópu þann 3. nóvember. Verður því forvitnilegt að sjá hvernig Jürgen Klopp stillir upp varnarlínu sinni í þeim leik.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum Sjá meira