Hæstiréttur fellst á að taka mál fjármálastjóra WOW air fyrir Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 12. nóvember 2020 07:51 Skiptastjóri leggur ekki trúnað á að fjármálastjórinn hafi ekki komið að daglegum rekstri félagsins og vill því ekki samþykkja launakröfur hans sem forgangskröfur. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fyrrverandi fjármálastjóra WOW air en deilt er um hvort launakrafa fjármálastjórans, Stefáns Eysteins Sigurðssonar, verði viðurkennd sem forganskrafa í þrotabú WOW. Skiptastjórar búsins vilja meina að ekki sé um forgangskröfu að ræða enda eigi stjórnendur fyrirtækja eða svokallaðir nákomnir aðilar, ekki rétt á slíku. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu þó áður komist að þeirri niðurstöðu að Stefán Eysteinn væri ekki nákominn aðili, þrátt fyrir stöðu sína innan félagsins, en því vill skiptastjóri ekki una og fór því fram á það við Hæstarétt að málið verði tekið þar. Stefán var eins og áður sagði framkvæmdastjóri fjármálasviðs WOW air og sat hann í framkvæmdastjórn félagsins og var með prókúru umboð fyrir það. Skiptastjóri WOW er á því að það geri hann nákominn félagin í skilningi laganna en Stefán Eysteinn var því ósammála og því fór málið fyrir dóm. Sagður ekki hafa komið að daglegum rekstri Í dómi Landsréttar er vísað til þess að þrátt fyrir að Stefán Eysteinn hafi gegnt þessari stöðu innan WOW air hafi hann ekki stýrt daglegum rekstri félagsins og því ekki haft raunverulegar valdheimildir til að hafa áhrif á ákvarðanir félagsins og félli ekki undir hugtakið nákomnir í skilningi laganna. Skiptastjórinn, Þorsteinn Einarsson segir í rökstuðningi sínum fyrir kæruleyfi til Hæstaréttar að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og í andstöðu við skýr fordæmi Hæstaréttar og Landsréttar. Dómurinn hafi verið lítt rökstuddur og að rétturinn hafi engin rök fært fyrir þeirri niðurstöðu sinni að Stefán hafi í raun verið valdalaus innan WOW air. Mikið fordæmisgildi Þá hafi málið mikið fordæmisgildi, „enda felist í úrskurði Landsréttar að framkvæmdastjóri fjármálasviðs stórfyrirtækis, sem meðal annars var með prókúruumboð fyrir félagið og sérstaka heimild stjórnar þess til að skuldbinda það fyrir 500.000 til 1.000.000 bandaríkjadala hverju sinni, teljist ekki hafa verið nákominn félaginu við gjaldþrot þess,“ segir í rökstuðningi skiptastjóra. Hæstiréttur er sammála skiptastjóra um fordæmisgildi málsins þegar kæmi að skýringu á hugtakinu nákomnir í skilningi laganna og var beiðni um kæruleyfi því samþykkt. WOW Air Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fyrrverandi fjármálastjóra WOW air en deilt er um hvort launakrafa fjármálastjórans, Stefáns Eysteins Sigurðssonar, verði viðurkennd sem forganskrafa í þrotabú WOW. Skiptastjórar búsins vilja meina að ekki sé um forgangskröfu að ræða enda eigi stjórnendur fyrirtækja eða svokallaðir nákomnir aðilar, ekki rétt á slíku. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu þó áður komist að þeirri niðurstöðu að Stefán Eysteinn væri ekki nákominn aðili, þrátt fyrir stöðu sína innan félagsins, en því vill skiptastjóri ekki una og fór því fram á það við Hæstarétt að málið verði tekið þar. Stefán var eins og áður sagði framkvæmdastjóri fjármálasviðs WOW air og sat hann í framkvæmdastjórn félagsins og var með prókúru umboð fyrir það. Skiptastjóri WOW er á því að það geri hann nákominn félagin í skilningi laganna en Stefán Eysteinn var því ósammála og því fór málið fyrir dóm. Sagður ekki hafa komið að daglegum rekstri Í dómi Landsréttar er vísað til þess að þrátt fyrir að Stefán Eysteinn hafi gegnt þessari stöðu innan WOW air hafi hann ekki stýrt daglegum rekstri félagsins og því ekki haft raunverulegar valdheimildir til að hafa áhrif á ákvarðanir félagsins og félli ekki undir hugtakið nákomnir í skilningi laganna. Skiptastjórinn, Þorsteinn Einarsson segir í rökstuðningi sínum fyrir kæruleyfi til Hæstaréttar að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og í andstöðu við skýr fordæmi Hæstaréttar og Landsréttar. Dómurinn hafi verið lítt rökstuddur og að rétturinn hafi engin rök fært fyrir þeirri niðurstöðu sinni að Stefán hafi í raun verið valdalaus innan WOW air. Mikið fordæmisgildi Þá hafi málið mikið fordæmisgildi, „enda felist í úrskurði Landsréttar að framkvæmdastjóri fjármálasviðs stórfyrirtækis, sem meðal annars var með prókúruumboð fyrir félagið og sérstaka heimild stjórnar þess til að skuldbinda það fyrir 500.000 til 1.000.000 bandaríkjadala hverju sinni, teljist ekki hafa verið nákominn félaginu við gjaldþrot þess,“ segir í rökstuðningi skiptastjóra. Hæstiréttur er sammála skiptastjóra um fordæmisgildi málsins þegar kæmi að skýringu á hugtakinu nákomnir í skilningi laganna og var beiðni um kæruleyfi því samþykkt.
WOW Air Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira