Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 11:33 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sést hér fara til blaðamannafundar ríkisstjórnarinnar í lok október þar sem hertar aðgerðir voru kynntar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hann vill þó ekki fara út í það í hverju tillögur sínar felast þar sem minnisblað hans með tillögunum er enn til skoðunar og umræðu hjá stjórnvöldum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Þar sagði hann að í tillögunum fælust einhverjar tilslakanir frá núverandi aðgerðum sem eru þær hörðustu sem stjórnvöld hafa ráðist í vegna faraldursins. Þær aðgerðir gilda til næsta þriðjudags. Það þyrfti þó að fara afar hægt í sakirnar að aflétta aðgerðum að sögn Þórólfs. „Tillögurnar mínar eru kannski vægari en margir hefðu vonast til en það verður að koma í ljós. Ég vil ekki fara að ræða einstaka tillögur hér,“ sagði Þórólfur. Bólusetning gæti hafist á fyrri hluta næsta árs Aðspurður sagði hann tillögur sínar nú, líkt og áður, gera ráð fyrir því að næstu aðgerðir giltu í tvær til þrjár vikur. Þá ítrekaði hann að hann væri ekki tilbúinn til að ræða einstaka tillögur í minnisblaðinu þegar hann var spurður hvort hann sæi til að mynda ekki fyrir sér að víkja frá tveggja metra reglunni. Varðandi stöðuna á faraldrinum sagði Þórólfur tölurnar undanfarna daga gefa sterkar vísbendingar um að samfélagslegt smit væri á niðurleið. Það væri jákvætt. Fregnir af þróun bóluefnis hjá Pfizer og BioNTech væru einnig jákvæðar og ekki síst væri ánægjulegt að vita að Íslendingar væru með kauprétt á því bóluefni. „Reyndar erum við einnig með kauprétt á öðrum bóluefnum sem eru á lokastigi rannsókna. Ég á von á því að við munum fá nánari fréttir af þeim bóluefnum einnig núna á næstunni. Vonandi verða þær fréttir jafn ánægjulegar og fréttir af bóluefninu frá Pfizer. Ég held að það sé því fyrst núna að mínu mati sem við getum raunverulega fari að eygja til lands hvað varðar bólusetningu gegn Covid-19 þótt margar niðurstöður eigi eftir að koma út úr rannsóknum á öllum þessum bóluefnum sem hugsanlega gætu sett strik í reikninginn,“ sagði Þórólfur. Kvaðst hann telja hugsanlegt að byrjað verði að bólusetja fyrir kórónuveirunni á Íslandi á fyrri hluta næsta árs. Þangað til að hægt væri að hefja bólusetningu væri þó mikilvægt að halda faraldrinum í lágmarki. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hann vill þó ekki fara út í það í hverju tillögur sínar felast þar sem minnisblað hans með tillögunum er enn til skoðunar og umræðu hjá stjórnvöldum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Þar sagði hann að í tillögunum fælust einhverjar tilslakanir frá núverandi aðgerðum sem eru þær hörðustu sem stjórnvöld hafa ráðist í vegna faraldursins. Þær aðgerðir gilda til næsta þriðjudags. Það þyrfti þó að fara afar hægt í sakirnar að aflétta aðgerðum að sögn Þórólfs. „Tillögurnar mínar eru kannski vægari en margir hefðu vonast til en það verður að koma í ljós. Ég vil ekki fara að ræða einstaka tillögur hér,“ sagði Þórólfur. Bólusetning gæti hafist á fyrri hluta næsta árs Aðspurður sagði hann tillögur sínar nú, líkt og áður, gera ráð fyrir því að næstu aðgerðir giltu í tvær til þrjár vikur. Þá ítrekaði hann að hann væri ekki tilbúinn til að ræða einstaka tillögur í minnisblaðinu þegar hann var spurður hvort hann sæi til að mynda ekki fyrir sér að víkja frá tveggja metra reglunni. Varðandi stöðuna á faraldrinum sagði Þórólfur tölurnar undanfarna daga gefa sterkar vísbendingar um að samfélagslegt smit væri á niðurleið. Það væri jákvætt. Fregnir af þróun bóluefnis hjá Pfizer og BioNTech væru einnig jákvæðar og ekki síst væri ánægjulegt að vita að Íslendingar væru með kauprétt á því bóluefni. „Reyndar erum við einnig með kauprétt á öðrum bóluefnum sem eru á lokastigi rannsókna. Ég á von á því að við munum fá nánari fréttir af þeim bóluefnum einnig núna á næstunni. Vonandi verða þær fréttir jafn ánægjulegar og fréttir af bóluefninu frá Pfizer. Ég held að það sé því fyrst núna að mínu mati sem við getum raunverulega fari að eygja til lands hvað varðar bólusetningu gegn Covid-19 þótt margar niðurstöður eigi eftir að koma út úr rannsóknum á öllum þessum bóluefnum sem hugsanlega gætu sett strik í reikninginn,“ sagði Þórólfur. Kvaðst hann telja hugsanlegt að byrjað verði að bólusetja fyrir kórónuveirunni á Íslandi á fyrri hluta næsta árs. Þangað til að hægt væri að hefja bólusetningu væri þó mikilvægt að halda faraldrinum í lágmarki. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira