Ótrúleg líkindi á milli Jack Nicklaus á Mastersmótinu 1986 og Tiger Woods í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2020 14:00 Jack Nicklaus og Tiger Woods hafa unnið flest risamót í golfsögunni. Getty/Tom Pennington Augu margra verða á Tiger Woods á Mastersmótinu í golfi sem hefst í dag en golfsérfræðingur gróf upp mjög merkilegan samanburð á Tiger og hinum eina sanna Jack Nicklaus. Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur titil að verja þegar Mastersmótið í golfi hefst í dag en það er mjög athyglisvert að bera saman stöðu hans í dag og þegar methafinn Jack Nicklaus vann sinn síðasta sigur á risamóti fyrir meira en þremur áratugum síðar. Jack Nicklaus á enn metið yfir flesta sigra á risamótum en hann vann alls átján risamót á ferlinum. Tiger Woods vann sitt fimmtánda risamót á Mastersmótinu í fyrra. Titilvörnin átti að fara fram í vor en Matsersmótinu var frestað frá apríl fram í nóvember vegna kórónuveirunnar. Tiger Woods er því búinn að vera Mastersmeistari í nítján mánuði. Jack Nicklaus vann Mastersmótið í sjötta og síðasta sinn árið 1986 en það var líka átjándi sigur hans á risamóti á ferlinum. Golfsérfræðingurinn Brandel Chamblee benti á ótrúleg líkindi á milli Jack Nicklaus á Mastersmótinu 1986 og Tiger Woods í ár eins og sjá má hér fyrir neðan. Jack Nicklaus won his 6th Masters in 1986, 23 years after his first. He was ranked 33rd in the world going into that week.If Tiger wins this week, it will be his 6th Masters, 23 years after his first. He is ranked 33rd in the world going into this week.— Brandel Chamblee (@chambleebrandel) November 11, 2020 Þegar Jack Nicklaus vann sinn síðasta risatitil á Mastersmótinu árið 1986 þá kom hann 23 árum eftir þann fyrsta á þessu virta móti. Hann var þá í 33. sæti á heimslistanum fyrir mótið. Nicklaus vann sinn fyrsta sigur á Mastersmótinu árið 1963 en það var hans annar sigur á risamóti. Tiger Woods á nú möguleika á því að vinna Mastersmótið 23 árum eftir að hann vann sinn fyrsta risatitil á Mastersmótinu árið 1997. Líkt og Nicklaus var árið 1986 þá er Woods í 33. sæti á heimslistanum í dag. Mastersmótið í golfi er í beinni frá Augusta golfvellinum alla fjóra dagana á Stöð 2 Golf. Útsendingin frá fyrsta deginum hefst klukkan 18.00. Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Augu margra verða á Tiger Woods á Mastersmótinu í golfi sem hefst í dag en golfsérfræðingur gróf upp mjög merkilegan samanburð á Tiger og hinum eina sanna Jack Nicklaus. Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur titil að verja þegar Mastersmótið í golfi hefst í dag en það er mjög athyglisvert að bera saman stöðu hans í dag og þegar methafinn Jack Nicklaus vann sinn síðasta sigur á risamóti fyrir meira en þremur áratugum síðar. Jack Nicklaus á enn metið yfir flesta sigra á risamótum en hann vann alls átján risamót á ferlinum. Tiger Woods vann sitt fimmtánda risamót á Mastersmótinu í fyrra. Titilvörnin átti að fara fram í vor en Matsersmótinu var frestað frá apríl fram í nóvember vegna kórónuveirunnar. Tiger Woods er því búinn að vera Mastersmeistari í nítján mánuði. Jack Nicklaus vann Mastersmótið í sjötta og síðasta sinn árið 1986 en það var líka átjándi sigur hans á risamóti á ferlinum. Golfsérfræðingurinn Brandel Chamblee benti á ótrúleg líkindi á milli Jack Nicklaus á Mastersmótinu 1986 og Tiger Woods í ár eins og sjá má hér fyrir neðan. Jack Nicklaus won his 6th Masters in 1986, 23 years after his first. He was ranked 33rd in the world going into that week.If Tiger wins this week, it will be his 6th Masters, 23 years after his first. He is ranked 33rd in the world going into this week.— Brandel Chamblee (@chambleebrandel) November 11, 2020 Þegar Jack Nicklaus vann sinn síðasta risatitil á Mastersmótinu árið 1986 þá kom hann 23 árum eftir þann fyrsta á þessu virta móti. Hann var þá í 33. sæti á heimslistanum fyrir mótið. Nicklaus vann sinn fyrsta sigur á Mastersmótinu árið 1963 en það var hans annar sigur á risamóti. Tiger Woods á nú möguleika á því að vinna Mastersmótið 23 árum eftir að hann vann sinn fyrsta risatitil á Mastersmótinu árið 1997. Líkt og Nicklaus var árið 1986 þá er Woods í 33. sæti á heimslistanum í dag. Mastersmótið í golfi er í beinni frá Augusta golfvellinum alla fjóra dagana á Stöð 2 Golf. Útsendingin frá fyrsta deginum hefst klukkan 18.00.
Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira