Willum Þór: Verður ógeðslegt í dag og í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2020 17:16 Willum Þór í baráttunni í dag. Vísir/Vilhelm Markaskorari Íslands var eðlilega, líkt og samherjar sínir, mjög svekktur eftir 2-1 tap íslenska U21 árs landsliðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í dag. Leikurinn er hluti af undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer næsta sumar. Willum Þór Willumsson jafnaði metin í síðari hálfleik eftir að Ítalir höfðu komist yfir í þeim fyrri. Sigurmarkið var þó Ítala og kom nánast upp úr engu undir lok leiks. Með því fer Ítalía á topp riðilsins en Ísland á þó enn fína möguleika á 2. sæti og þar með sæti í umspili um að komast á EM. Til þess þarf liðið að vinna Írland ytra en það er næsti leikur strákanna. „Gríðarlega svekkjandi. Við spiluðum þennan leik nánast upp á tíu, vorum skipulagðir og gerðum þetta vel svo þetta er bara ógeðslega svekkjandi. Fannst við ná fínum sóknarleik, héldum kannski ekki nægilega vel í boltann sem þýðir að við erum að hlaupa mikið og verjast mikið en annars fannst mér sóknarleikurinn fínn í dag,“ sagði Willum Þór við Vísi að leik loknum. „Mér finnst þessi leikur sýna hversu langt við erum komnir, við erum með gott lið. Þegar við erum á okkar degi er erfitt að eiga við okkur og þessi leikur sýndi það fannst mér,“ sagði Willum aðspurður hvernig það væri í rauninni að vera svekktur eftir naumt – og ósanngjarnt – 2-1 tap gegn Ítalíu. „Þetta er bara ógeðslegt, verður ógeðslegt í dag og kvöld. Á morgun förum við að undirbúa Íra leikinn og þá verðum við búnir að gleyma þessu,“ sagði Willum um hvernig leikmenn bregðast við svona svekkjandi tapi, sérstaklega þegar það er stutt í næsta leik. „Það verður erfiðara að eiga við þá úti heldur en hérna heima. Við komum samt fullir sjálfstrausts inn í þann leik og ætlum okkur að vinna,“ sagði miðjumaðurinn hávaxni um leikinn gegn Írlandi sem fram fer á sunnudaginn, þann 15. nóvember. Willum spilar með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi og því töluvert flakk á honum fyrir þessa landsleiki. Hann kvartar þó ekki. „Lífið er gott eins og er, fyrir utan þetta tap. Það er alltaf gaman að koma og spila fyrir landsliðið, leikurinn í dag var ógeðslega skemmtilegur þrátt fyrir þetta svekkjandi tap,“ sagði markaskorari Íslands að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:30 Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9 Þjálfari U-21 árs landsliðsins sagði algjöra synd að Ísland hafi ekki fengið neitt út úr leiknum gegn Ítalíu í dag. 12. nóvember 2020 16:00 Jón Dagur: Ólýsanlegt hvað þetta er svekkjandi Fyrirliði íslenska U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu var eðlilega súr og svekktur er hann kom í viðtal eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar. 12. nóvember 2020 16:26 Sjáðu mark Willums og grátlegt sigurmark Ítala í Víkinni Strákarnir í U-21 árs landsliðinu töpuðu á afar svekkjandi hátt fyrir Ítalíu í undankeppni EM. 12. nóvember 2020 16:38 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Markaskorari Íslands var eðlilega, líkt og samherjar sínir, mjög svekktur eftir 2-1 tap íslenska U21 árs landsliðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í dag. Leikurinn er hluti af undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer næsta sumar. Willum Þór Willumsson jafnaði metin í síðari hálfleik eftir að Ítalir höfðu komist yfir í þeim fyrri. Sigurmarkið var þó Ítala og kom nánast upp úr engu undir lok leiks. Með því fer Ítalía á topp riðilsins en Ísland á þó enn fína möguleika á 2. sæti og þar með sæti í umspili um að komast á EM. Til þess þarf liðið að vinna Írland ytra en það er næsti leikur strákanna. „Gríðarlega svekkjandi. Við spiluðum þennan leik nánast upp á tíu, vorum skipulagðir og gerðum þetta vel svo þetta er bara ógeðslega svekkjandi. Fannst við ná fínum sóknarleik, héldum kannski ekki nægilega vel í boltann sem þýðir að við erum að hlaupa mikið og verjast mikið en annars fannst mér sóknarleikurinn fínn í dag,“ sagði Willum Þór við Vísi að leik loknum. „Mér finnst þessi leikur sýna hversu langt við erum komnir, við erum með gott lið. Þegar við erum á okkar degi er erfitt að eiga við okkur og þessi leikur sýndi það fannst mér,“ sagði Willum aðspurður hvernig það væri í rauninni að vera svekktur eftir naumt – og ósanngjarnt – 2-1 tap gegn Ítalíu. „Þetta er bara ógeðslegt, verður ógeðslegt í dag og kvöld. Á morgun förum við að undirbúa Íra leikinn og þá verðum við búnir að gleyma þessu,“ sagði Willum um hvernig leikmenn bregðast við svona svekkjandi tapi, sérstaklega þegar það er stutt í næsta leik. „Það verður erfiðara að eiga við þá úti heldur en hérna heima. Við komum samt fullir sjálfstrausts inn í þann leik og ætlum okkur að vinna,“ sagði miðjumaðurinn hávaxni um leikinn gegn Írlandi sem fram fer á sunnudaginn, þann 15. nóvember. Willum spilar með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi og því töluvert flakk á honum fyrir þessa landsleiki. Hann kvartar þó ekki. „Lífið er gott eins og er, fyrir utan þetta tap. Það er alltaf gaman að koma og spila fyrir landsliðið, leikurinn í dag var ógeðslega skemmtilegur þrátt fyrir þetta svekkjandi tap,“ sagði markaskorari Íslands að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:30 Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9 Þjálfari U-21 árs landsliðsins sagði algjöra synd að Ísland hafi ekki fengið neitt út úr leiknum gegn Ítalíu í dag. 12. nóvember 2020 16:00 Jón Dagur: Ólýsanlegt hvað þetta er svekkjandi Fyrirliði íslenska U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu var eðlilega súr og svekktur er hann kom í viðtal eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar. 12. nóvember 2020 16:26 Sjáðu mark Willums og grátlegt sigurmark Ítala í Víkinni Strákarnir í U-21 árs landsliðinu töpuðu á afar svekkjandi hátt fyrir Ítalíu í undankeppni EM. 12. nóvember 2020 16:38 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Ítalía 1-2 | Blóðugt tap fyrir Ítölum Ísland tapaði naumlega, 1-2, fyrir Ítalíu í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM U-21 árs. 12. nóvember 2020 15:30
Arnar Þór: Vörnin upp á 9,9 Þjálfari U-21 árs landsliðsins sagði algjöra synd að Ísland hafi ekki fengið neitt út úr leiknum gegn Ítalíu í dag. 12. nóvember 2020 16:00
Jón Dagur: Ólýsanlegt hvað þetta er svekkjandi Fyrirliði íslenska U21 árs landslið Íslands í knattspyrnu var eðlilega súr og svekktur er hann kom í viðtal eftir grátlegt 2-1 tap liðsins gegn Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar. 12. nóvember 2020 16:26
Sjáðu mark Willums og grátlegt sigurmark Ítala í Víkinni Strákarnir í U-21 árs landsliðinu töpuðu á afar svekkjandi hátt fyrir Ítalíu í undankeppni EM. 12. nóvember 2020 16:38