Erlent

Bretar afnema heimkomusóttkví vegna ferðalaga til Íslands

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Heathrow-flugvelli. Ferðalangar sem koma frá Íslandi þurfa ekki lengur að fara í tveggja vikna sóttkví frá og með laugardegi.
Frá Heathrow-flugvelli. Ferðalangar sem koma frá Íslandi þurfa ekki lengur að fara í tveggja vikna sóttkví frá og með laugardegi. Vísir/EPA

Ísland er á meðal átta ríkja sem breskir ferðamenn geta heimsótt án þess að þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví vegna kórónuveirunnar við heimkomu frá og með laugardegi. Bann við óþarfa ferðalögum hefur verið í gildi á Bretlandi frá því í síðustu viku.

Sky-fréttastöðin breska hefur eftir Grant Shapps, samgönguráðherra, að nýju reglurnar taki gildi kl. 16:00 að breskum tíma á laugardag. Auk Íslands verða Sameinuðu arabísku furstadæmin, Katar, Turks- og Caicos-eyjar, Laos, Kambódía, Síle og Barein undanskilin reglum um sóttkví.

Hins vegar verður nú gerð krafa um að breskir ferðamenn fari í tveggja vikna sóttkví þegar þeir koma frá meginlandi Grikklands vegna uppgangs faraldursins þar. Eyjarnar Korfú, Krít, Ródos, Zakynthos og Kos verða undanskildar.

Shapps sagði einnig að ferðabann til Danmerkur yrði framlengt um fjórtán daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×