Freyr fyrir leik: Erum að veðja á leikmenn sem ná virkilega vel saman þegar allt er undir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2020 18:50 Freyr segir þetta engin geimvísindi. Hann og Erik Hamrén eru að veðja á þá leikmenn sem hafa skilað Íslandi hvað mestum árangri undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi í kvöld nú rétt í þessu. Hann segir þjálfarateymið veðja á þá menn sem hafa skilað íslenska landsliðinu þessum ótrúlega árangri undanfarin ár. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. „Loksins komið að þessu, veit ekki hvað er búið að vera löng bið. Spennustigið er mjög gott. Ég er nokkuð rólegur og líður vel. Sannfærður um að liðið sé eins vel undirbúið og kostur er á. Það hefur gengið eins og í sögu miðað við stuttan undirbúning. Finn ekkert annað að leikmenn séu 100 prósent klárir í þessa orrustu sem bíður okkar hér í kvöld,“ sagði Freyr um spenntustigið í hópnum og hvernig tilfinningin væri fyrir leik. Henry Birgir spurði Freyr út í valið á Rúnari Má og hvernig leikurinn yrði lagður upp af Íslands hálfu. „Það sést á liðsvalinu í heild sinni að það er verið að setja marmarakúlurnar á „chemistry-ið“ í liðinu. Það er augljóst að mál, eins og gegn Rúmeníu, að við erum að veðja á leikmenn sem ná virkilega vel saman þegar allt er undir.“ „Við setjum Birki Bjarnason til vinstri í stöðu sem hann þekkir út og inn. Sú staða er einkar mikilvæg gegn 3-5-2 leikkerfinu sem Ungverjar spila. Rúnar Már kemur inn á miðjuna en hann er taktískt mjög sterkur leikmaður, hann er í góðu formi og þekkir hlutverk sitt og annarra mjög vel. Það er gott að fá orkuna sem býr í honum sem og taktíska þekkingu.“ Þar sem Ungverjar fá ekki að heyra þetta viðtal var Freyr spurður út í upplegg íslenska landsliðsins í kvöld. „Maður veit samt aldrei með Ungverjana,“ sagði Freyr og glotti. Hann hélt svo áfram. „Þetta eru engin geimvísindi. Við spilum okkar leik og þið munuð fá að sjá íslenska landsliðið sem öll þjóðin þekkir. Liðið sem spilar eftir ákveðnum gildum. Við munum reyna að pressa Ungverjana þegar við fáum tækifæri til, við munum reyna að forðast það að það slitni á milli lína hjá okkur og leikurinn verði opinn.“ „Þegar við verjumst viljum við vera alveg ofan í kokinu á þeim og mjög aggressífir. Sóknarlega – eins og alltaf gegn leikkerfinu 3-5-2 – er svæði á bakvið vængbakverði þeirra og ytri miðverði, við þurfum að herja á það svæði með ákveðnum færslum sem við erum búnir að æfa.“ Varðandi skiptingar en leikið verður til þrautar í kvöld. Framlenging og vítaspyrnukeppni ef þess þarf. „Við erum búnir að pæla í öllum skiptingum og öllum uppákomum sem geta átt sér stað. Munum samt þurfa að lesa í hvað er að gerast á vellinum á meðan leik stendur. Við höfum góða valkosti á bekknum og það er 100 prósent að þrír til fimm af þeim munu taka þátt. Leikmenn á varamannabekknum skipta gríðarlegu máli, við teljum okkur hafa þar menn sem geta bæði komið inn á og lokað leiknum eða sprengt hann upp ef við erum að elta. „Hann liggur nokkurn veginn fyrir. Hann helgast af því hvaða leikmenn geta klárað leikinn. Við vitum hvaða leikmenn við viljum fá á punktinn en það skiptir líka máli hvernig leikmönnum líður og það þarf að hafa ákveðið hugrekki til að stíga á punktinn. Mönnum þarf að líða vel. En vissulega erum við með ákveðið plan í huga að sjálfsögðu gagnvart því,“ sagði Freyr að lokum varðandi hvort þeir væru búnir að ákveða hvaða leikmenn færu á vítapunktinn ef til kæmi að leikurinn myndi enda þannig. Klippa: Ungverjaland - Ísland: Viðtal við Frey Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Byrjunarlið Íslands: Guðlaugur Victor byrjar í bakverði og Rúnar Már kemur inn á miðjuna Byrjunarlið Íslands fyrir stórleikinn gegn Ungverjum er klárt. 12. nóvember 2020 18:20 Í beinni: Ungverjaland - Ísland | EM-sæti í boði fyrir strákana okkar í Búdapest Ungverjaland og Ísland spila hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en íslensku strákarnir geta í kvöld tryggt sig inn á þriðja stórmótið í röð. 12. nóvember 2020 16:46 Svona getur þú horft á úrslitaleikinn við Ungverja Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands um sæti á EM verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. 12. nóvember 2020 10:39 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjalandi í kvöld nú rétt í þessu. Hann segir þjálfarateymið veðja á þá menn sem hafa skilað íslenska landsliðinu þessum ótrúlega árangri undanfarin ár. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. „Loksins komið að þessu, veit ekki hvað er búið að vera löng bið. Spennustigið er mjög gott. Ég er nokkuð rólegur og líður vel. Sannfærður um að liðið sé eins vel undirbúið og kostur er á. Það hefur gengið eins og í sögu miðað við stuttan undirbúning. Finn ekkert annað að leikmenn séu 100 prósent klárir í þessa orrustu sem bíður okkar hér í kvöld,“ sagði Freyr um spenntustigið í hópnum og hvernig tilfinningin væri fyrir leik. Henry Birgir spurði Freyr út í valið á Rúnari Má og hvernig leikurinn yrði lagður upp af Íslands hálfu. „Það sést á liðsvalinu í heild sinni að það er verið að setja marmarakúlurnar á „chemistry-ið“ í liðinu. Það er augljóst að mál, eins og gegn Rúmeníu, að við erum að veðja á leikmenn sem ná virkilega vel saman þegar allt er undir.“ „Við setjum Birki Bjarnason til vinstri í stöðu sem hann þekkir út og inn. Sú staða er einkar mikilvæg gegn 3-5-2 leikkerfinu sem Ungverjar spila. Rúnar Már kemur inn á miðjuna en hann er taktískt mjög sterkur leikmaður, hann er í góðu formi og þekkir hlutverk sitt og annarra mjög vel. Það er gott að fá orkuna sem býr í honum sem og taktíska þekkingu.“ Þar sem Ungverjar fá ekki að heyra þetta viðtal var Freyr spurður út í upplegg íslenska landsliðsins í kvöld. „Maður veit samt aldrei með Ungverjana,“ sagði Freyr og glotti. Hann hélt svo áfram. „Þetta eru engin geimvísindi. Við spilum okkar leik og þið munuð fá að sjá íslenska landsliðið sem öll þjóðin þekkir. Liðið sem spilar eftir ákveðnum gildum. Við munum reyna að pressa Ungverjana þegar við fáum tækifæri til, við munum reyna að forðast það að það slitni á milli lína hjá okkur og leikurinn verði opinn.“ „Þegar við verjumst viljum við vera alveg ofan í kokinu á þeim og mjög aggressífir. Sóknarlega – eins og alltaf gegn leikkerfinu 3-5-2 – er svæði á bakvið vængbakverði þeirra og ytri miðverði, við þurfum að herja á það svæði með ákveðnum færslum sem við erum búnir að æfa.“ Varðandi skiptingar en leikið verður til þrautar í kvöld. Framlenging og vítaspyrnukeppni ef þess þarf. „Við erum búnir að pæla í öllum skiptingum og öllum uppákomum sem geta átt sér stað. Munum samt þurfa að lesa í hvað er að gerast á vellinum á meðan leik stendur. Við höfum góða valkosti á bekknum og það er 100 prósent að þrír til fimm af þeim munu taka þátt. Leikmenn á varamannabekknum skipta gríðarlegu máli, við teljum okkur hafa þar menn sem geta bæði komið inn á og lokað leiknum eða sprengt hann upp ef við erum að elta. „Hann liggur nokkurn veginn fyrir. Hann helgast af því hvaða leikmenn geta klárað leikinn. Við vitum hvaða leikmenn við viljum fá á punktinn en það skiptir líka máli hvernig leikmönnum líður og það þarf að hafa ákveðið hugrekki til að stíga á punktinn. Mönnum þarf að líða vel. En vissulega erum við með ákveðið plan í huga að sjálfsögðu gagnvart því,“ sagði Freyr að lokum varðandi hvort þeir væru búnir að ákveða hvaða leikmenn færu á vítapunktinn ef til kæmi að leikurinn myndi enda þannig. Klippa: Ungverjaland - Ísland: Viðtal við Frey Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Byrjunarlið Íslands: Guðlaugur Victor byrjar í bakverði og Rúnar Már kemur inn á miðjuna Byrjunarlið Íslands fyrir stórleikinn gegn Ungverjum er klárt. 12. nóvember 2020 18:20 Í beinni: Ungverjaland - Ísland | EM-sæti í boði fyrir strákana okkar í Búdapest Ungverjaland og Ísland spila hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en íslensku strákarnir geta í kvöld tryggt sig inn á þriðja stórmótið í röð. 12. nóvember 2020 16:46 Svona getur þú horft á úrslitaleikinn við Ungverja Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands um sæti á EM verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. 12. nóvember 2020 10:39 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Byrjunarlið Íslands: Guðlaugur Victor byrjar í bakverði og Rúnar Már kemur inn á miðjuna Byrjunarlið Íslands fyrir stórleikinn gegn Ungverjum er klárt. 12. nóvember 2020 18:20
Í beinni: Ungverjaland - Ísland | EM-sæti í boði fyrir strákana okkar í Búdapest Ungverjaland og Ísland spila hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en íslensku strákarnir geta í kvöld tryggt sig inn á þriðja stórmótið í röð. 12. nóvember 2020 16:46
Svona getur þú horft á úrslitaleikinn við Ungverja Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands um sæti á EM verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. 12. nóvember 2020 10:39