Dómgreindarbrestur saksóknara en ekki lögbrot í máli Epstein á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2020 19:54 Alex Acosta var alríkissaksóknari á Flórída þegar embætti hans gerði umdeilda sátt sem batt enda á rannsókn á meintu mansali og kynferðisbrotum Epstein þar fyrir tólf árum. Hann sagði af sér sem vinnumálaráðherra vegna málsins í fyrra. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. Epstein, bandarískur auðkýfingur, svipti sig lífi í fangelsi í New York í fyrra þegar hann stóð frammi fyrir ákærum um kynferðisofbeldi og mansal. Rúmum áratug áður höfðu saksóknarar á Flórída rannsakað ásakanir á hendur honum en ákváðu að ákæra Epstein ekki. Sú rannsókn beindist að ásökunum um að Epstein hefði misnotað tugi unglingsstúlkna á setri sínu á Vestur-Pálmaströnd í byrjun fyrsta áratugs þessarar aldar. Epstein var auðugur og vel tengdur. Saksóknarar þóttu hafa sýnt honum mikla mildi þegar þeir gerðu við hann sátt sem fól í sér að hann þurfti ekki að sæta ákæru. Rannsókn dómsmálaráðuneytisins á þeirri ákvörðun saksóknaranna er nú lokið. Alex Acosta, þáverandi alríkissaksóknari, var talinn sekur um dómgreindarbrest þegar hann skrifaði undir sáttina við Epstein, en ekki misferli, að sögn Washington Post. Acosta sagði af sér sem vinnumálaráðherra ríkisstjórnar Donalds Trump eftir að kastljósið beindist aftur að máli Epstein á Flórída í fyrra. Lögmenn fórnarlamba Epstein á Flórída gagnrýndu niðurstöðuna og sögðu ákvörðun Acosta hafa valdið skjólstæðingum þeirra tilfinningalegu áfalli. Raðkynferðisbrotamaður hafi sloppið undan ábyrgð. Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Nebraska, sem hefur verið gagnrýninn á hvernig ráðuneytið hefur tekið á máli Sasse var afar ósáttur við niðurstöðu þess um framferði saksóknara sinna. „Að leyfa vel tengdum milljarðamæringi að sleppa með nauðgun á börnum og alþjóðlegt mansal er ekki „dómgreindarbrestur“, það eru viðurstyggileg mistök,“ sagði þingmaðurinn í yfirlýsingu. Sasse sakar ráðuneytið um að hafa brugðist fórnarlömbum Epstein. Spillt sáttin sem saksóknarar gerðu við hann hafi í reynd bundið enda á rannsóknir á mansali hans á börnum og komið samsærismönnum hans undan ábyrgð. Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja milljarða hús Jeffrey Epstein verður jafnað við jörðu Hús Jeffrey Epstein í Palm Beach í Bandaríkjunum verður rifið niður og verður í kjölfarið reist enn stærra hús þar í staðinn. 5. nóvember 2020 14:29 Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47 Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. Epstein, bandarískur auðkýfingur, svipti sig lífi í fangelsi í New York í fyrra þegar hann stóð frammi fyrir ákærum um kynferðisofbeldi og mansal. Rúmum áratug áður höfðu saksóknarar á Flórída rannsakað ásakanir á hendur honum en ákváðu að ákæra Epstein ekki. Sú rannsókn beindist að ásökunum um að Epstein hefði misnotað tugi unglingsstúlkna á setri sínu á Vestur-Pálmaströnd í byrjun fyrsta áratugs þessarar aldar. Epstein var auðugur og vel tengdur. Saksóknarar þóttu hafa sýnt honum mikla mildi þegar þeir gerðu við hann sátt sem fól í sér að hann þurfti ekki að sæta ákæru. Rannsókn dómsmálaráðuneytisins á þeirri ákvörðun saksóknaranna er nú lokið. Alex Acosta, þáverandi alríkissaksóknari, var talinn sekur um dómgreindarbrest þegar hann skrifaði undir sáttina við Epstein, en ekki misferli, að sögn Washington Post. Acosta sagði af sér sem vinnumálaráðherra ríkisstjórnar Donalds Trump eftir að kastljósið beindist aftur að máli Epstein á Flórída í fyrra. Lögmenn fórnarlamba Epstein á Flórída gagnrýndu niðurstöðuna og sögðu ákvörðun Acosta hafa valdið skjólstæðingum þeirra tilfinningalegu áfalli. Raðkynferðisbrotamaður hafi sloppið undan ábyrgð. Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Nebraska, sem hefur verið gagnrýninn á hvernig ráðuneytið hefur tekið á máli Sasse var afar ósáttur við niðurstöðu þess um framferði saksóknara sinna. „Að leyfa vel tengdum milljarðamæringi að sleppa með nauðgun á börnum og alþjóðlegt mansal er ekki „dómgreindarbrestur“, það eru viðurstyggileg mistök,“ sagði þingmaðurinn í yfirlýsingu. Sasse sakar ráðuneytið um að hafa brugðist fórnarlömbum Epstein. Spillt sáttin sem saksóknarar gerðu við hann hafi í reynd bundið enda á rannsóknir á mansali hans á börnum og komið samsærismönnum hans undan ábyrgð.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja milljarða hús Jeffrey Epstein verður jafnað við jörðu Hús Jeffrey Epstein í Palm Beach í Bandaríkjunum verður rifið niður og verður í kjölfarið reist enn stærra hús þar í staðinn. 5. nóvember 2020 14:29 Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47 Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Þriggja milljarða hús Jeffrey Epstein verður jafnað við jörðu Hús Jeffrey Epstein í Palm Beach í Bandaríkjunum verður rifið niður og verður í kjölfarið reist enn stærra hús þar í staðinn. 5. nóvember 2020 14:29
Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47
Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01