Leigubílstjórar saka höfunda OECD-skýrslu um þekkingarleysi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 22:03 Leigubílstjórar gagnrýna nýja skýrslu OECD harðlega. Vísir/Vilhelm Bandalag íslenskra leigubílstjóra telur skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki í ferðaþjónustu og byggingariðnaði gera lítið úr reynslu, þekkingu og fagmennsku ýmissa iðngreina á Íslandi, þar á meðal leigubifreiðaakstri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bandalaginu þar sem skýrslan er harðlega gagnrýnd og því haldið fram að höfunda hennar skorti þekkingu á íslenskum vinnumarkaði. Skýrslan sem vísað er til var kynnt í fyrradag en þar eru gerðar 438 tillögur til breytinga sem eru sagðar til þess fallnar að skapa sveigjanlegra umhverfi fyrir atvinnustarfsemi, skapa fleiri störf og auka framleiðni og vöxt í hagkerfinu. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Leigubílstjórar eru ekki fyrsta starfsstéttin sem gagnrýnt hefur skýrsluna en það hafa bakarameistarar til að mynda gert. Í yfirlýsingu sinni segir Bandalag íslenskra leigubílstjóra að því sé ranglega haldið fram í skýrslunni og reglubyrði leigubifreiða sé óþarfi. „Lögverndun leigubifreiðaaksturs er réttur neytenda á öruggum ferðamáta. Samkeppni leigubifreiða er ekki heft með reglum, heldur er hún einmitt tryggð á jafnréttisgrundvelli með þeim hætti,“ segir meðal annars í yfirlýsingu bandalagsins. „Af höfundum skýrslunnar skín í gegn þekkingarleysið á íslenskum vinnumarkaði og einfaldlega virðingarleysið gagnvart íslensku samfélagi, sem er þekkt fyrir að vera til fyrirmyndar í málefnum mannréttinda og atvinnuréttinda,“ segir ennfremur. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir en leigubílstjórar gera jafnframt athugasemdir við kostnaðinn við skýrsluna. „Birting skýrslunnar og upplýsingar um kostnaðinn við hana, hefði ekki getað átt sér stað á dapurlegri tímum. Það er okkar álit að 120 milljónum króna hefði verið betur varið í annað en að kynna hugmyndir um að afnema löggildingar fagstétta, sem myndu hafa án efa þær afleiðingar í för með sér að draga úr hvata til náms,“ segir í yfirlýsingunni. Leigubílar Samgöngur Stjórnsýsla Samkeppnismál Mest lesið Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Sjá meira
Bandalag íslenskra leigubílstjóra telur skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki í ferðaþjónustu og byggingariðnaði gera lítið úr reynslu, þekkingu og fagmennsku ýmissa iðngreina á Íslandi, þar á meðal leigubifreiðaakstri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bandalaginu þar sem skýrslan er harðlega gagnrýnd og því haldið fram að höfunda hennar skorti þekkingu á íslenskum vinnumarkaði. Skýrslan sem vísað er til var kynnt í fyrradag en þar eru gerðar 438 tillögur til breytinga sem eru sagðar til þess fallnar að skapa sveigjanlegra umhverfi fyrir atvinnustarfsemi, skapa fleiri störf og auka framleiðni og vöxt í hagkerfinu. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Leigubílstjórar eru ekki fyrsta starfsstéttin sem gagnrýnt hefur skýrsluna en það hafa bakarameistarar til að mynda gert. Í yfirlýsingu sinni segir Bandalag íslenskra leigubílstjóra að því sé ranglega haldið fram í skýrslunni og reglubyrði leigubifreiða sé óþarfi. „Lögverndun leigubifreiðaaksturs er réttur neytenda á öruggum ferðamáta. Samkeppni leigubifreiða er ekki heft með reglum, heldur er hún einmitt tryggð á jafnréttisgrundvelli með þeim hætti,“ segir meðal annars í yfirlýsingu bandalagsins. „Af höfundum skýrslunnar skín í gegn þekkingarleysið á íslenskum vinnumarkaði og einfaldlega virðingarleysið gagnvart íslensku samfélagi, sem er þekkt fyrir að vera til fyrirmyndar í málefnum mannréttinda og atvinnuréttinda,“ segir ennfremur. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir en leigubílstjórar gera jafnframt athugasemdir við kostnaðinn við skýrsluna. „Birting skýrslunnar og upplýsingar um kostnaðinn við hana, hefði ekki getað átt sér stað á dapurlegri tímum. Það er okkar álit að 120 milljónum króna hefði verið betur varið í annað en að kynna hugmyndir um að afnema löggildingar fagstétta, sem myndu hafa án efa þær afleiðingar í för með sér að draga úr hvata til náms,“ segir í yfirlýsingunni.
Leigubílar Samgöngur Stjórnsýsla Samkeppnismál Mest lesið Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Sjá meira