Öryggið í heimsfaraldri Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 08:00 Ég held að flest öll séu farin að finna vel fyrir þreytu er varðar reglur og samkomubann vegna kórónuveirunnar. Mörg eru búin að missa vinnuna og sjá ekki hvenær möguleiki er að fá aftur vinnu. Við söknum þess að halda matarboð, kíkja með vinkonum og vinum á „happy- hour“, fara til útlanda og knúsa ömmu og afa. Þetta ástand er orðið þreytt. Ímyndið ykkur núna að vera atvinnulaus með tvö börn á framfæri, í íslenska skammdeginu með tilheyrandi lægðum að reyna að halda í jákvæðnina. Börnin fá að mæta í skólann og mæta glöð heim eftir góðan dag. Pottréttur mallar á eldavélinni og það er kveikt á kerti á eldhúsborðinu. En innra með þér er hræðsla. Svo ótrúlega mikil hræðsla því stjórnvöld vilja vísa þér úr landi. Úr landi sem þú ert búin að gera þér heimili og búa í næstum sjö ár. Í landi þar sem börnin þín fæddust og þekkja ekkert annað. Þar sem vinir þínir og vinir barnanna þinna eru. Þar sem öryggið er - það sem er heima. Í heimsfaraldri er hægt að missa þróttinn og vera þreytt. En það er öryggi í því að eiga heimili. Það er öryggi í því að börnin fái að mæta í skólann. Það er öryggi í því að stjórnvöld séu að gera allt sem þau geta til að ná niður smitum í samfélaginu. Það er öryggi að vera heima. Því miður er ekki öryggi fyrir öll að vera heima hjá sér en það er öryggi fyrir Mahe, Bassirou og dætur þeirra tvær sem á nú að senda úr landi. Senda þau burt til lands sem þau hræðast að búa í og telja að öryggi dætra sinna sé ógnað. Við getum ekki gefið þeim Covid-lausan heim eða að öllum sé tryggð atvinna. En við getum gefið þeim öryggi. Öryggið að fá dvalarleyfi og búa á Íslandi. Nú hafa rúmlega 20.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis að fjölskyldan fái dvalarleyfi hér á Íslandi. Ég skora á Áslaugu Örnu að taka mál þeirra til skoðunar sem fyrst, hlusta á raddir rúmlega 20.000 manns og veita fjölskyldunni það öryggi sem öll eiga skilið. Höfundur er í miðstjórn Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Sjá meira
Ég held að flest öll séu farin að finna vel fyrir þreytu er varðar reglur og samkomubann vegna kórónuveirunnar. Mörg eru búin að missa vinnuna og sjá ekki hvenær möguleiki er að fá aftur vinnu. Við söknum þess að halda matarboð, kíkja með vinkonum og vinum á „happy- hour“, fara til útlanda og knúsa ömmu og afa. Þetta ástand er orðið þreytt. Ímyndið ykkur núna að vera atvinnulaus með tvö börn á framfæri, í íslenska skammdeginu með tilheyrandi lægðum að reyna að halda í jákvæðnina. Börnin fá að mæta í skólann og mæta glöð heim eftir góðan dag. Pottréttur mallar á eldavélinni og það er kveikt á kerti á eldhúsborðinu. En innra með þér er hræðsla. Svo ótrúlega mikil hræðsla því stjórnvöld vilja vísa þér úr landi. Úr landi sem þú ert búin að gera þér heimili og búa í næstum sjö ár. Í landi þar sem börnin þín fæddust og þekkja ekkert annað. Þar sem vinir þínir og vinir barnanna þinna eru. Þar sem öryggið er - það sem er heima. Í heimsfaraldri er hægt að missa þróttinn og vera þreytt. En það er öryggi í því að eiga heimili. Það er öryggi í því að börnin fái að mæta í skólann. Það er öryggi í því að stjórnvöld séu að gera allt sem þau geta til að ná niður smitum í samfélaginu. Það er öryggi að vera heima. Því miður er ekki öryggi fyrir öll að vera heima hjá sér en það er öryggi fyrir Mahe, Bassirou og dætur þeirra tvær sem á nú að senda úr landi. Senda þau burt til lands sem þau hræðast að búa í og telja að öryggi dætra sinna sé ógnað. Við getum ekki gefið þeim Covid-lausan heim eða að öllum sé tryggð atvinna. En við getum gefið þeim öryggi. Öryggið að fá dvalarleyfi og búa á Íslandi. Nú hafa rúmlega 20.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis að fjölskyldan fái dvalarleyfi hér á Íslandi. Ég skora á Áslaugu Örnu að taka mál þeirra til skoðunar sem fyrst, hlusta á raddir rúmlega 20.000 manns og veita fjölskyldunni það öryggi sem öll eiga skilið. Höfundur er í miðstjórn Ungra jafnaðarmanna.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun