Öryggið í heimsfaraldri Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 08:00 Ég held að flest öll séu farin að finna vel fyrir þreytu er varðar reglur og samkomubann vegna kórónuveirunnar. Mörg eru búin að missa vinnuna og sjá ekki hvenær möguleiki er að fá aftur vinnu. Við söknum þess að halda matarboð, kíkja með vinkonum og vinum á „happy- hour“, fara til útlanda og knúsa ömmu og afa. Þetta ástand er orðið þreytt. Ímyndið ykkur núna að vera atvinnulaus með tvö börn á framfæri, í íslenska skammdeginu með tilheyrandi lægðum að reyna að halda í jákvæðnina. Börnin fá að mæta í skólann og mæta glöð heim eftir góðan dag. Pottréttur mallar á eldavélinni og það er kveikt á kerti á eldhúsborðinu. En innra með þér er hræðsla. Svo ótrúlega mikil hræðsla því stjórnvöld vilja vísa þér úr landi. Úr landi sem þú ert búin að gera þér heimili og búa í næstum sjö ár. Í landi þar sem börnin þín fæddust og þekkja ekkert annað. Þar sem vinir þínir og vinir barnanna þinna eru. Þar sem öryggið er - það sem er heima. Í heimsfaraldri er hægt að missa þróttinn og vera þreytt. En það er öryggi í því að eiga heimili. Það er öryggi í því að börnin fái að mæta í skólann. Það er öryggi í því að stjórnvöld séu að gera allt sem þau geta til að ná niður smitum í samfélaginu. Það er öryggi að vera heima. Því miður er ekki öryggi fyrir öll að vera heima hjá sér en það er öryggi fyrir Mahe, Bassirou og dætur þeirra tvær sem á nú að senda úr landi. Senda þau burt til lands sem þau hræðast að búa í og telja að öryggi dætra sinna sé ógnað. Við getum ekki gefið þeim Covid-lausan heim eða að öllum sé tryggð atvinna. En við getum gefið þeim öryggi. Öryggið að fá dvalarleyfi og búa á Íslandi. Nú hafa rúmlega 20.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis að fjölskyldan fái dvalarleyfi hér á Íslandi. Ég skora á Áslaugu Örnu að taka mál þeirra til skoðunar sem fyrst, hlusta á raddir rúmlega 20.000 manns og veita fjölskyldunni það öryggi sem öll eiga skilið. Höfundur er í miðstjórn Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég held að flest öll séu farin að finna vel fyrir þreytu er varðar reglur og samkomubann vegna kórónuveirunnar. Mörg eru búin að missa vinnuna og sjá ekki hvenær möguleiki er að fá aftur vinnu. Við söknum þess að halda matarboð, kíkja með vinkonum og vinum á „happy- hour“, fara til útlanda og knúsa ömmu og afa. Þetta ástand er orðið þreytt. Ímyndið ykkur núna að vera atvinnulaus með tvö börn á framfæri, í íslenska skammdeginu með tilheyrandi lægðum að reyna að halda í jákvæðnina. Börnin fá að mæta í skólann og mæta glöð heim eftir góðan dag. Pottréttur mallar á eldavélinni og það er kveikt á kerti á eldhúsborðinu. En innra með þér er hræðsla. Svo ótrúlega mikil hræðsla því stjórnvöld vilja vísa þér úr landi. Úr landi sem þú ert búin að gera þér heimili og búa í næstum sjö ár. Í landi þar sem börnin þín fæddust og þekkja ekkert annað. Þar sem vinir þínir og vinir barnanna þinna eru. Þar sem öryggið er - það sem er heima. Í heimsfaraldri er hægt að missa þróttinn og vera þreytt. En það er öryggi í því að eiga heimili. Það er öryggi í því að börnin fái að mæta í skólann. Það er öryggi í því að stjórnvöld séu að gera allt sem þau geta til að ná niður smitum í samfélaginu. Það er öryggi að vera heima. Því miður er ekki öryggi fyrir öll að vera heima hjá sér en það er öryggi fyrir Mahe, Bassirou og dætur þeirra tvær sem á nú að senda úr landi. Senda þau burt til lands sem þau hræðast að búa í og telja að öryggi dætra sinna sé ógnað. Við getum ekki gefið þeim Covid-lausan heim eða að öllum sé tryggð atvinna. En við getum gefið þeim öryggi. Öryggið að fá dvalarleyfi og búa á Íslandi. Nú hafa rúmlega 20.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis að fjölskyldan fái dvalarleyfi hér á Íslandi. Ég skora á Áslaugu Örnu að taka mál þeirra til skoðunar sem fyrst, hlusta á raddir rúmlega 20.000 manns og veita fjölskyldunni það öryggi sem öll eiga skilið. Höfundur er í miðstjórn Ungra jafnaðarmanna.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir Skoðun
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir Skoðun