Innlent

Kynna skýrslu um hóp­sýkinguna á Landa­koti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, verður á fundinum auk tveggja annarra stjórnenda á spítalanum.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, verður á fundinum auk tveggja annarra stjórnenda á spítalanum. Vísir/Vilhelm

Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. Sýnt verður frá fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi.

Á fundinum verða þau Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar og yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, og Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar.

Hópsýkingin á Landakoti kom upp þann 22. október og hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér. Tugir sjúklinga og starfsmanna smituðust auk þess sem smit bárust með sjúklingum af Landakoti á hjúkrunarheimilið Sólvelli á Eyrarbakka og Reykjalund. Greint hefur verið frá því að smit hafi borist inn á spítalann með starfsmanni þann 12. október.

Þá má rekja meirihluta dauðsfalla vegna Covid-19 í þessari bylgju faraldursins til hópsýkingarinnar á Landakoti en alls hafa fimmtán manns látist í bylgjunni. Tíu létust í fyrstu bylgjunni síðasta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×