Taumlaus græðgi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 13. nóvember 2020 10:01 Nú eru háværar raddir innan bankakerfisins að vextir á íbúðalánum verði að hækka. Nú þegar hefur Íslandsbanki hækkað vexti. En er nauðsynlegt að hækka vexti? Við nánari skoðun og samanburð á þróun vaxtaálags bankanna, í samanburði við fjármögnunarkostnað, sést að svo er alls ekki. Hvert fór lækkun bankaskattsins? Bankarnir hafa í raun margfaldað álagningu sína síðustu ár. Svo mikið að það nemur mörg hundruð prósentum. Þrátt fyrir lækkun bankaskatts hafa lægri vextir og lægri fjármögnunarkostnaður bankanna að mestu farið í vasa þeirra sjálfra. Það má því álykta sem svo bankarnir hafa tekið til sín mesta ávinning vaxtalækkana síðustu ára. Einnig má spyrja um samfélagslega ábyrgð og eigendastefnu stjórnvalda. Hvernig má það vera í árferði sem nú er þar sem óvissa er mikil, og tekjufall einstaklinga og fyrirtækja án fordæma, að bankarnir fari fram með þessum hætti? Þarf græðgin og hagnaðardrifin eigendastefna alltaf að vera í forgrunni? Alveg sama hvernig árar í samfélaginu? Væri til of mikils ætlast að bankarnir og eigendur þeirra (Ríkið) gæfu þau fyrirmæli að vegna stöðunnar, sem hjá mörgum er skelfileg, sé nauðsynlegt að ýta til hliðar arðsemissjónarmiðum og dusta rykið af samfélagslegu ábyrgðinni og taka þannig þátt í að hlífa viðskiptavinum sínum og samfélaginu við hugmyndafræði sem drepur mögulega viðspyrnu þegar birta fer til hagkerfinu? Væri það heimsendir fyrir fjármálakerfið að vera rekið á núlli, eða tapi, í eitt til tvö ár á meðan varnarbáráttan og viðspyrnan á sér stað? Hér má sjá hvernig bankarnir hafa skilað ávinningi samfélagsins af vaxtalækkunum til neytenda. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent á tveimur íbúðalánaflokkum. Hér er samanburður húsnæðisvaxta þriggja stóru íslensku bankanna og þeir settir í samhengi við fjármögnunarkostnað. Með því má fá mat á vaxtaálagi bankanna. Fyrir verðtryggð fasteignalán er stuðst við ávöxtunarkröfu á sértryggðum skuldabréfum bankanna. Fyrir óverðtryggð lán er stuðst við bæði sértryggð skuldabréf en einnig þriggja mánaða REIBOR vexti. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú eru háværar raddir innan bankakerfisins að vextir á íbúðalánum verði að hækka. Nú þegar hefur Íslandsbanki hækkað vexti. En er nauðsynlegt að hækka vexti? Við nánari skoðun og samanburð á þróun vaxtaálags bankanna, í samanburði við fjármögnunarkostnað, sést að svo er alls ekki. Hvert fór lækkun bankaskattsins? Bankarnir hafa í raun margfaldað álagningu sína síðustu ár. Svo mikið að það nemur mörg hundruð prósentum. Þrátt fyrir lækkun bankaskatts hafa lægri vextir og lægri fjármögnunarkostnaður bankanna að mestu farið í vasa þeirra sjálfra. Það má því álykta sem svo bankarnir hafa tekið til sín mesta ávinning vaxtalækkana síðustu ára. Einnig má spyrja um samfélagslega ábyrgð og eigendastefnu stjórnvalda. Hvernig má það vera í árferði sem nú er þar sem óvissa er mikil, og tekjufall einstaklinga og fyrirtækja án fordæma, að bankarnir fari fram með þessum hætti? Þarf græðgin og hagnaðardrifin eigendastefna alltaf að vera í forgrunni? Alveg sama hvernig árar í samfélaginu? Væri til of mikils ætlast að bankarnir og eigendur þeirra (Ríkið) gæfu þau fyrirmæli að vegna stöðunnar, sem hjá mörgum er skelfileg, sé nauðsynlegt að ýta til hliðar arðsemissjónarmiðum og dusta rykið af samfélagslegu ábyrgðinni og taka þannig þátt í að hlífa viðskiptavinum sínum og samfélaginu við hugmyndafræði sem drepur mögulega viðspyrnu þegar birta fer til hagkerfinu? Væri það heimsendir fyrir fjármálakerfið að vera rekið á núlli, eða tapi, í eitt til tvö ár á meðan varnarbáráttan og viðspyrnan á sér stað? Hér má sjá hvernig bankarnir hafa skilað ávinningi samfélagsins af vaxtalækkunum til neytenda. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent á tveimur íbúðalánaflokkum. Hér er samanburður húsnæðisvaxta þriggja stóru íslensku bankanna og þeir settir í samhengi við fjármögnunarkostnað. Með því má fá mat á vaxtaálagi bankanna. Fyrir verðtryggð fasteignalán er stuðst við ávöxtunarkröfu á sértryggðum skuldabréfum bankanna. Fyrir óverðtryggð lán er stuðst við bæði sértryggð skuldabréf en einnig þriggja mánaða REIBOR vexti. Höfundur er formaður VR.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun