Innlent

Af­hentu Ás­laugu undir­skriftalista vegna senegölsku fjöl­skyldunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Flóttamenn frá Senegal, Regine Martha og Elodie Marie, ásamt foreldrum sínum þeim Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf sem hafa búið hér og starfað í næstum sjö ár en á nú að vísa úr landi
Flóttamenn frá Senegal, Regine Martha og Elodie Marie, ásamt foreldrum sínum þeim Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf sem hafa búið hér og starfað í næstum sjö ár en á nú að vísa úr landi vísir/vilhelm

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár.

Áslaug tók við listanum fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Þar var henni tilkynnt hversu margir hefðu skrifað undir og þakkaði hún kærlega fyrir að fá listann í hendurnar. Hún benti þó á að mál fjölskyldunnar væri ekki komið á brottvísunarstig.

Undirskriftalistinn sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk afhentan í dag.Vísir/Sigurjón

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur fjallað ítarlega um mál hjónanna Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf frá Senegal, og dætra þeirra Mörthu og Maríu, sem hafa búið á Íslandi og starfað í næstum sjö ár.

Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Síðasti úrskurður í máli þeirra kom í síðasta mánuði og að óbreyttu á að vísa þeim úr landi.


Tengdar fréttir

„Erum að senda Íslending úr landi“

Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð, og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×