Viðskipti innlent

Kaupa Arnar&Arnar

Atli Ísleifsson skrifar
Baldvin Þormóðsson, Þormóður Jónsson, Arnar Ingi Viðarsson og Arnar Fells Gunnarsson.
Baldvin Þormóðsson, Þormóður Jónsson, Arnar Ingi Viðarsson og Arnar Fells Gunnarsson. Eygló Gísla

Íslenska auglýsingastofan hefur fest kaup á rekstri og starfskröftum hönnunarteymisins Arnar&Arnar.

Frá þessu segir í tilkynningu, en feðgarnir Þormóður Jónsson og Baldvin Þormóðsson keyptu nýverið Íslensku auglýsingastofuna. Þar segir að þeir Arnar Fells Gunnarsson og Arnar Ingi Viðarsson munu um leið eignast hlut í Íslensku auglýsingastofunni sem á næstunni mun flytja starfsemi sína í Málmsteypuhúsið við Skipholt 23.

„Þessi nýja liðveisla er mikilvægt skref í átt að því yfirlýsta markmiði að að tefla saman fjölbreyttri þekkingu og áhugasviðum í rekstri stofunnar. Þess verður sérstaklega gætt að nýi og gamli skóli hönnunar, auglýsingagerðar og markaðsfærslu fái að mætast í gagnkvæmri virðingu og samhentu átaki metnaðarfullra starfsmanna á ólíkum aldri, af ólíkum kynjum og með ólíka menntun, bakgrunn og reynslu.

Þeir Arnar Fells og Arnar Ingi hafa starfað saman með ýmsum hætti um langt skeið og unnið til ýmissa viðurkenninga á þeim tíma. Um árabil unnu þeir hjá Hönnunarmiðstöð Íslands, en þar komu þeir m.a. hönnunartímaritinu HA Design Magazine á laggirnar. Á þessu ári voru Arnar&Arnar tilnefndir til þriggja verðlauna hjá FÍT og hlutu þar á meðal gullverðlaun fyrir hönnun bókarinnar Gjöfin til íslenzkrar alþýðu sem gefin var út af Listasafni ASÍ,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×