Hamrén hættir með íslenska landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2020 09:36 Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Parken í morgun. Ísland mætir Dönum í Þjóðadeild Evrópu annað kvöld. Hér að neðan má sjá blaðamannafund Íslands í heild sinni. „Þegar ég fékk tilboðið um að gerast landsliðsþjálfari Íslands, þá ákvað ég að taka starfinu því ég hafði sterka trú á því að við gætum komist á EM í fótbolta,“ sagði Hamrén á blaðamannafundinum. Hann bætti því við að það hefði verið hans eigin ákvörðun að hætta með íslenska landsliðið. „Ég komst tvívegis á EM með sænska landsliðið og það var markmiðið mitt að komast þangað einu sinni enn með Íslandi. Svo ætlaði ég að leyfa öðrum að taka við.“ Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í umspilskeppninni fyrir EM 2020 í fyrrakvöld á grátlegan máta. Lokatölur leiksins voru 2-1 eftir að Ungverjar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins. Þar með var draumur Íslands um að komast á sitt þriðja stórmót í röð úr sögunni. „Við vorum mjög nálægt því. Við náðum þriðja sæti í riðlinum í undankeppninni og árangur okkar í henni hefði dugað til að komast á EM samkvæmt reglunum. Svo komumst við í úrslit umspilsins og vorum þar fimm mínútum frá þessu. En svona er þetta.“ Hamrén er 63 ára Svíi sem tók við íslenska landsliðinu af Heimi Hallgrímssyni haustið 2018. Ísland hafði þá komist á tvö stórmót í röð, EM 2016 undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis og svo HM 2018 undir stjórn Heimis. Undir stjórn Hamrén náði Ísland þriðja sætinu í sterkum riðli undankeppni EM 2020 en hann bíður enn eftir fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni. Hans síðustu tveir leikir með Íslandi verða í Þjóðadeildinni, gegn Danmörku ytra á morgun og Englandi á Wembley á miðvikudag. Hann sagðist vilja þakka mörgum og kveðja, sérstaklega leikmenn og marga úr starfsliði landsliðsins, en þar sem enn væru tveir leikir eftir af þjálfaratíð hans vildi hann ekki gera það núna. „Við einbeitum okkur að þessum tveimur leikjum. Ég vil að við gerum allt sem við getum til að vinna þessa leiki.“ Hann vildi ekki gera upp tíma sinn með íslenska landsliðinu í mörgum orðum á þessum tímapunkti þegar Vísir spurði hann út í hver væri hann gleðilegasta stund með landsliðinu, sem og hvort hann sæi eftir einhverju. „Ég ætla að bíða með að svara þessari spurningu þangað til að Englandsleiknum loknum. Ég sé ekki eftir neinu en á morgun ætla ég að vinna Dani á Parken og ef það tekst þá verður það ein af stærstu gleðistundum mínum með íslenska landsliðinu.“ Klippa: Hamrén tilkynnir að hann sé hættur Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr. Fótbolti Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Parken í morgun. Ísland mætir Dönum í Þjóðadeild Evrópu annað kvöld. Hér að neðan má sjá blaðamannafund Íslands í heild sinni. „Þegar ég fékk tilboðið um að gerast landsliðsþjálfari Íslands, þá ákvað ég að taka starfinu því ég hafði sterka trú á því að við gætum komist á EM í fótbolta,“ sagði Hamrén á blaðamannafundinum. Hann bætti því við að það hefði verið hans eigin ákvörðun að hætta með íslenska landsliðið. „Ég komst tvívegis á EM með sænska landsliðið og það var markmiðið mitt að komast þangað einu sinni enn með Íslandi. Svo ætlaði ég að leyfa öðrum að taka við.“ Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í umspilskeppninni fyrir EM 2020 í fyrrakvöld á grátlegan máta. Lokatölur leiksins voru 2-1 eftir að Ungverjar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins. Þar með var draumur Íslands um að komast á sitt þriðja stórmót í röð úr sögunni. „Við vorum mjög nálægt því. Við náðum þriðja sæti í riðlinum í undankeppninni og árangur okkar í henni hefði dugað til að komast á EM samkvæmt reglunum. Svo komumst við í úrslit umspilsins og vorum þar fimm mínútum frá þessu. En svona er þetta.“ Hamrén er 63 ára Svíi sem tók við íslenska landsliðinu af Heimi Hallgrímssyni haustið 2018. Ísland hafði þá komist á tvö stórmót í röð, EM 2016 undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis og svo HM 2018 undir stjórn Heimis. Undir stjórn Hamrén náði Ísland þriðja sætinu í sterkum riðli undankeppni EM 2020 en hann bíður enn eftir fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni. Hans síðustu tveir leikir með Íslandi verða í Þjóðadeildinni, gegn Danmörku ytra á morgun og Englandi á Wembley á miðvikudag. Hann sagðist vilja þakka mörgum og kveðja, sérstaklega leikmenn og marga úr starfsliði landsliðsins, en þar sem enn væru tveir leikir eftir af þjálfaratíð hans vildi hann ekki gera það núna. „Við einbeitum okkur að þessum tveimur leikjum. Ég vil að við gerum allt sem við getum til að vinna þessa leiki.“ Hann vildi ekki gera upp tíma sinn með íslenska landsliðinu í mörgum orðum á þessum tímapunkti þegar Vísir spurði hann út í hver væri hann gleðilegasta stund með landsliðinu, sem og hvort hann sæi eftir einhverju. „Ég ætla að bíða með að svara þessari spurningu þangað til að Englandsleiknum loknum. Ég sé ekki eftir neinu en á morgun ætla ég að vinna Dani á Parken og ef það tekst þá verður það ein af stærstu gleðistundum mínum með íslenska landsliðinu.“ Klippa: Hamrén tilkynnir að hann sé hættur Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti