Þjálfari Dana segir engan reikna með auðveldum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 12:46 Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, reiknar með erfiðum leik á morgun. vísir/getty Kasper Hjulmand, þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, segir engan í hóp danska liðsins reikna með auðveldum leik gegn Íslandi á morgun. Telur hann að ákvörðum Erik Hamrén – sem hættir með íslenska landsliðið að loknum leikjunum gegn Danmörku og Englandi – gæti þýtt að leikmenn Íslands leggi enn meira á sig. „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir íslenska liðinu, leikmönnum þess og þeim gildum sem það stendur fyrir. Leikurinn verður mjög erfiður og það er enginn hér í danska hópnum sem á von á auðveldum leik,“ sagði Hjulmand á blaðamannafundi Dana nú í hádeginu. „Nei ég tel ekki að það muni hafa neikvæð áhrif á íslenska liðið að Hamrén sé að hætta með liðið. Leikmenn vilja eflaust kveðja hann á góðu nótunum og munu gefa sig alla í verkefnið. Þá eru mögulega sumir af leikmönnunum að spila sína síðustu leiki, hver veit.“ „Það gæti verið að íslenska liðið komi enn ákveðnara inn í leikin eftir vonbrigðin í Ungverjalandi. Leikur gegn Dönum á Parken er alltaf stórleikur á Íslandi og við þurfum að vera tilbúnir að jafna þá baráttu og þann vilja sem íslenska liðið mun koma með í leikinn,“ sagði Hjulmand um leik morgundagsins. Þá hrósaði hann kollega sínum Hamrén að lokum. „Ég þekki Hamrén vel, höfum þjálfað í sömu deild. Hann er góð manneskja og mjög góður þjálfari. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og hlakka til að hitta hann á morgun þar sem ég mun óska honum alls hins besta.“ Hjulmand nefndi einnig að Danir væru í stöðu til að komast í úrslit og að það muni gefa danska liðinu byr undir báða vængi. Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Sjá meira
Kasper Hjulmand, þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, segir engan í hóp danska liðsins reikna með auðveldum leik gegn Íslandi á morgun. Telur hann að ákvörðum Erik Hamrén – sem hættir með íslenska landsliðið að loknum leikjunum gegn Danmörku og Englandi – gæti þýtt að leikmenn Íslands leggi enn meira á sig. „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir íslenska liðinu, leikmönnum þess og þeim gildum sem það stendur fyrir. Leikurinn verður mjög erfiður og það er enginn hér í danska hópnum sem á von á auðveldum leik,“ sagði Hjulmand á blaðamannafundi Dana nú í hádeginu. „Nei ég tel ekki að það muni hafa neikvæð áhrif á íslenska liðið að Hamrén sé að hætta með liðið. Leikmenn vilja eflaust kveðja hann á góðu nótunum og munu gefa sig alla í verkefnið. Þá eru mögulega sumir af leikmönnunum að spila sína síðustu leiki, hver veit.“ „Það gæti verið að íslenska liðið komi enn ákveðnara inn í leikin eftir vonbrigðin í Ungverjalandi. Leikur gegn Dönum á Parken er alltaf stórleikur á Íslandi og við þurfum að vera tilbúnir að jafna þá baráttu og þann vilja sem íslenska liðið mun koma með í leikinn,“ sagði Hjulmand um leik morgundagsins. Þá hrósaði hann kollega sínum Hamrén að lokum. „Ég þekki Hamrén vel, höfum þjálfað í sömu deild. Hann er góð manneskja og mjög góður þjálfari. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og hlakka til að hitta hann á morgun þar sem ég mun óska honum alls hins besta.“ Hjulmand nefndi einnig að Danir væru í stöðu til að komast í úrslit og að það muni gefa danska liðinu byr undir báða vængi. Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Sjá meira
Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36
Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Dönum Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson ræddu við fjölmiðla fyrir leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni sem fram fer á morgun. Þar kom fram að Hamrén mun hætta sem þjálfari landsliðsins að loknu þessu verkefni. 14. nóvember 2020 09:30
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti